Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 149
Hlin
147
stundum fleira en fjelagsmál. — Mjer finst svona fjelgsskapur
góður og nauðsynlegur, því þó mikið sje um skemtanir, þá eru
það síst konurnar, sem sækja þær. Það er þvi mikil upplyfting
að koma saman og ræða áhugamál sín. — Sjö konur eru heið-
ursfjelagar ,og eru flestar þeirra stofnendur fjelgsins. — G. P.
Af Norðurlandi er skrifað vorið 1950: — Veturinn var góður
hvað tíðarfar snerti, snjóleysi svo mikið, að jeg held að dæma-
fátt sje, sást ekki snjór í djúpum giljum, en af því stafaði óvenju-
mikill vatnsskortur, og kom það tilfinnanlega niður á þeim, sem
höfðu vatnsrafstöðvar, við höfðum langalengi aðeins ljós, og
svo var það víðar. — Þetta voru mikil viðbrigði fyrir mig, sem
búin er að hafa rafmagn í 16 ár, enda hafði það áhrif á heilsu
mína, sem altaf er veil, sjerstaklega yfir veturinn. — Þetta er
nú liðið og rafmagnið komið fyrir löngu, Guði sje lof! — Bóndi
minn er vel frískur í vetur, hann er búinn að spinna mikið á
rafmagnsrokkinn í vetur, fyrir marga. Mótorinn, sem hann
hefur við hann, þarf svo lítið til að snúa rokknum, það er lítið
meira en stór ljóspera, og þessvegna gat hann haft rokkinn í
gangi, þó rafmagnið væri lítið.
íslensk kona í Ameríku skrifar: — Þú ættir að sjá hvað hún
Soffía Wathne í Winnipeg vefur margt fallegt! Hún er sannar-
lega öll í vefnaði núna, altaf að halda fyrirlestra, og það sem
merkilegast er, er það, að maðurinn hennar er alveg jafnhrifinn
af þessu og hún. — Hann hjálpar henni að setja upp í vefstól-
inn og fer með henni út um allar trissur. Þau fara oftast með
vefstólinn með sjer til þess að sýna fólkinu. Það er gróflega
mikil vinna að setja hann saman í hvert skifti, en þau telja það
ekki eftir sjer. — Núna sem stendur er Soffía og klúbburinn
hennar á kafi í spjaldvefnaði.
Úr Árnessýslu er skrifað veturinn 1950: — Það er nú orðið
langt síðan jeg hef skrifað þjer línu og margt hefur nú breyst
síðan, bæði hjá þjóðarheildinni og einstaklingum hennar. Mjer
og mínum líður vel, Guði sjeu lof og þakkir! Tvö af börnum
okkar eru heima, og þó við hjónin sjeum talin búa, eru það
systkinin sem alla framkvæmd hafa á hendi og alt hvílir á. —
Það var bygð rafstöð hjerna 1941—42, og er það alveg ómetan-
legt að hafa nóg rafmagn til alls, en stöðin er 12 kw. og raf-
magnið sjaldan notað alt nema á sumrin, en það er súgþurrkun
í sambandi við hana, hin fyrsta sem komið var upp hjer í nær-
liggjandi sveitum. Hún hefur gefist mjög vel. — Auk þess er
rafmagnið notað til ljósa, suðu og upphitunar í íbúðarhúsið,
10'