Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 136
134
Hlin
Með hverju getur ungur maður haldið vegi
sínum hreinum?
Það er talið bera vott um vanþroska æskumanns, e£
hann ekki, við lok unglingsáranna, finnur hjá sjer löngun
til að vera mikill maður, afreka eitthvað til gagns fyrir
sjálfan sig eða sína, fyrir þjóðfjelagið eða jafnvel fyrir
mannkynið í heild. — Já, unglingurinn vill koma ein-
hverju til leiðar á eigin ábyrgð. — Þessi þrá er stundum
svo sterk, að honum finst sem hann muni springa utan af
öllu sem ólgar hið innra með honum. Hann leitar full-
komnunar, en viðfangsefnin verða mismunandi eftir gerð
einstaklinganna og þeim aðstæðum, sem skapað hafa upp-
eldi þeirra og umhverfi.
Þessar hugsjónir, — áhugamál æskunnar — mannsins, —
eiga að vera og eru oft göfugar og háleitar, ávöxtur augna-
blika, helgaðra „af himinsins náð“, færar um að hefja
líf hans til blessunar og farsældar. — En því miður á það
sjer alltof oft stað, að fullkomnunarhvötin festir sig við
rangar hugsjónir t. d. auð, völd, metorð, frægð, skemtanir,
nautnir o. fl. Sumt af þessu á reyndar rjett á sjer innan
vissra marka og vel meðfarið, og eru auðvitað nauðsynleg
hjálparmeðul til ýmissa umbóta. En „að skíra’ og móta
sdlar sinnar gull að síðustu reynist það sem mestu varðar“,
segir skáldið.
Það er því ljóst, og löngu viðurkent, hversu geysimikla
þýðingu uppeldi og umhverfi barnsins hefur. — Allir,
sem umgangast börn, eiga sinn þátt í að móta skapgerð
þeirra og áhugamál. Á þeim hvílir því mikil ábyrgð, þótt
auðvitað sje hún mest hjá foreldrum og kennurum. — En
hvernig er nú það andlega andrúmsloft, sem börn og ungl-
ingar víða drekka í sig? — Er það vel til þess fallið að vekja