Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 118
116
Hlín
húsatóftum, sem þarna eru og hefur þar vafalaust verið
bær, sennilega síðasti mannabústaður í eynni. — Annars
er ósköp af gömlum tóftum þarna, og efast jeg um, að
annað eins finnist víða á jafnlitlum bletti. — Talið er í
gömlunm annálum, að tveir bæir hafi verið í Bjarnarey,
einnig hafa verið þarna sjóbúðir. Sennilega hefur Bjarnar-
ey altaf verið álitin hlunnindajörð, því Hofskirkja átti
hana og var hún seld föður mínum sem kirkjujörð. Einn
skáli er að nafninu til uppistandandi, sem heitir Hofs-
skáli. Við höfum notað hann til að stinga þar inn dún-
pokum, þar til þeir eru teknir heim. — Sennilega hefur
þessi skáli verið sjóbúð. — Oft grípur mig löngun til þess
að vita hvar bærinn hans Gullbjörns hefur staðið, en þá
gátu get jeg ekki ráðið.
Þrír hólar eru á eynni nokkru vestar og sunnar en borg-
irnar. Tveir þeirra minna sjerstaklega á torfbæi að lögun
með klettum eins og hússtafn. Þeir heita „Hulduhólar“.
Þar hefur sennilega búið huldufólk í fyrndinni, en ekk-
ert verður vart við það nú, en kollunum þykir gott að
vera kringum hólana.
Eftir að hætt var að búa 1 Bjarnarey hefur gengið á
ýmsu með æðarvarpið. — Erlendir fiskimenn rændu það
óspart. — En rán er saga, sem tilheyrir liðna tímanum,
aldrei verður nú vart slíkra herferða.
Þegar faðir minn kom að Fagradal árið 1903 var dúnn-
inn í Bjarnarey aðeins þrjú pund. Ári síðar tók faðir
minn að gæta eyjarinnar og keypti hana nokkrum árum
síðar. — Eftir að hann fór að passa eyna ljet hann ein-
hverja vera úti um varptímann og gæta varpsins. Það fór
þá brátt að aukast, enda ýmislegt gert til að örva það. —
Varpið jókst jafnt og þjett, uns það var komið upp í 90
pund. — En á stríðsárunum 1940—'41 kom ófága í fuglinn,
og alla sjófugla hjer um slóðir af olíu, sem barst um sjóinn
úr olíuskipum, er skotin voru niður hjer við land. Þetta
settist á fiðrið á fuglunum, svo það storknaði smátt og