Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 40
58
Hlin
lega og treysta á Guð og allar góðar vættir. Líka vissi
jeg það, að móðir mín var sjerlega hirðusöm um að hafa
hestana sína á góðum járnum.
Þessari ferð virtust allir hafa gleymt, nema mjer var
hún í fersku minni. Sumarið 1925 lá móðir mín sína síð-
ustu legu, þá var jeg yfir henni frá því snemma í maí
þangað til seint í september. Vanalega sofnaði hún um
miðjan daginn litla stund, og fór jeg þá út til að hressa
mig upp. í eitt skifti kemur maður í veg fyrir mig og
heilsar mjer mjög vingjarnlega og spyr mig strax eftir
móður minni, hvernig henni líði, og hvort jeg búist ekki
við að hún komist á fætur aftur. Jeg taldi litlar líkur á
því. Þá bað hann mig að skila bestu kveðju til hennar og
hjartans þakklæti fyrir það, sem hún hefði gert fyrir sig
og sína. Þetta var Bjarni og þá mintist hann á ferðina,
sem jeg hef þegar sagt frá. Kvað hann sig hafa óað við að
leggja það á konu að fara með hana um Sölvadal eins og
hann var þá. Þetta kom alveg flatt upp á mig, mjer datt
ekki í hug, að Bjarni hefði þá fundið til líkt og jeg, því
vanalega eru karlmenn taldir harðari af sjer en konur.
Hann fjölyrti talsvert um þrek hennar og dugnað. Það
var eins og hann gæti aldrei nógsamlega þakkað henni.
Þannig veit jeg að margir hafa oft hugsað hlýtt til hennar,
bæði fyr og síðar.
Það mun hafa verið tiltölulega fáum árum áður en hún
flutti frá Æsustöðum, að hún var sótt í næstum óstæðu
veðri að næturlagi til konu á Jökli. Það mun hafa verið í
fyrsta sinn í hennar ljósmóðurtíð, að hún ljet leggja hnakk
en ekki söðul á hestinn sinn, treysti sjer ekki til að sitja
í söðli í slíku veðri, sunnan og vestan jeljaveðri. Þá var
ekki kominn þessi hnakkamóður sem nú er.
Ætli Ijósmæður nú á tímum vildu skifta á sínu starfi og
þeirra gömlu, og hafa svo í laun 60 krónur um árið, 3
krónur fyrir barnið. Einstaka mun hafa borgað móður
minni 4 krónur fyrir barnið, en hjá fleirum mun hún