Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 112
110
Hlin
lyrirtækið var gert að sjálfseignarstofnun. Var ráðstöfun
þessi gerð kunnug í blöðum landsins og eigendum hluta-
brjefanna gefinn kostur á því að fá brjef sín innleyst, ef
þeir kysu það fremur en gefa þau sjálfri stofnuninni. —
Urðu mjög fáir til þess að draga út brjef sín.
Þegar byggingarfyrirtæki þetta var stofnað, væntu kon-
ur þess að geta komið húsinu upp 1930 og hittast þar á
þúsund ára hátíð Alþingis. En svo varð ekki. Fjáröflun
gekk ekki eins vel og æskilegt var. Krepputímar skullu á ’
þjóðina, leyfi fyrir útlendu byggingarefni til stærri húsa
fjekst ekki. Árið 1934 var þó svo komið, að í ráði var að
reisa nokkurn hluta hússins. Tillöguuppdráttur lá fyrir
og skyldi húsið reist á lóð þeirri, við Túngötu og Garða-
stræti, er þá var orðin eign kvenna í stað lóðarinnar við
Lindargötu. En gjaldeyrisleyfi og bankalán reyndust ófá-
anleg og byggingarsjóður tæpar 100 þúsundir króna. Dýr-
tíðin óx ár frá ári og starf Húsnefndar og fjársöfnun lagð-
ist að mestu niður stríðsárin. Árið 1945 var málið svo tek-
ið upp að nýju, því miður tveim til þrem árum of seint. —
Framkvæmdarstjórn og bygginganefnd voru settar á lagg-
irnar, en Bandalag kvenna setti á fót fjáröflunarnefnd, er
unnið hefur dyggilega að fjársöfnun í Reykjavík og víðar.
— Sýslufjelög, kvenfjelög og einstaklingar hafa lagt fram
rausnarlegar gjafir upp í herbergi á Hallveigarstöðum og
er nú allur byggingarsjóðurinn rúm hálf önnur miljón kr.
Að ekki hefur verið hægt að hefjast handa með bygg-
ingarframkvæmdir, er barátta sú, er byggingarnefnd hef-
ur háð við skipulags- og byggingaryfirvöld um það, hvcrn-
ig byggja mætti á lóð fyrirtækisins við Túngötu og Garða-
stræti, er lauk á þann veg, að neitað var að samþykkja
teikningar þær af Hallveigarstöðum, er konur kusu að
byggja eftir, sökum þess, að samkvæmt „skipulagi“ reynd-
ist liún „ofviða“ fyrir það bæjarhverfi, er það átti að
standa í. — Samhliða þessu komu fram tilboð um lóðir
undir kvennaheimilið í öðrum bæjarhluta og loks var