Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 56
54
Hlin
hætti. — í stað þess að læra inálið í heilbrigðum samskift-
um við sjer eldri venslamenn og vini, lærðu börnin málið
hvert af öðru, óviti kendi óvita, og af því varð skrílmálið.
— Hvar var þá komið tign tungunnar, „ástkæra, ylhýra“
málsins? — Og hvað mundi verða um hið æskilega en dul-
arfulla samhengi sögunnar, sem böglaðist svo mjög fyrir
brjósti bókmentafræðinganna? — Hjer er mikið vanda-
mál á ferð og mikil nauðsyn að spyrna við fótum, því fyr,
því betra.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi tóku augu manna í höfuð-
stað landsins að opnast fyrir því, að hjer væri mikil þörf
snöggra og markvissra umbóta. — Þá er það, að nokkrar
konur úr Bandalagi kvenna í Reykjavík gangast fyrir því
að stofna Barnavinafjelagið „Sumargjöf" ('ll. apríl 1924).
— Markmið fjelagsins var: „Að stuðla að andlegri og
líkamlegri heilbrigði barna í Reykjavík og vernda þau
fyrir óhollum áhrifum. . . .“, eins og segir í fyrstu lögum
fjelagsins. — Störf „Sumargjafar“ eru svo kunn, að að þeim
verður ekki vikið nánar hjer. Á hitt skal mint, að víða í
þorpum og bæjum landsins hafa risið upp samtök borg-
ara, sem starfa í svipuðum anda og „Sumargjöf“ í Reykja-
vík. — Og mjer er tjáð, að merkt fjelag í þessum bæ (Ak-
ureyri) ætli að vígja fyrsta dagheimilið hjer, nú í þessari
viku. Þykja mjer það stór tíðindi og góð, og árna jeg þeim,
sem frumkvæðið hafa átt, og borgurum þessa bæjarfjelags,
allra heilla með þessa þörfu stofnun.
Málum þessum er nú þann veg komið með þjóð vorri,
að allur þorri skynibærra manna mun vera á einu máli
um það, að hjer er alvarlegt hættusvæði á þroskabraut
þjóðarinnar, og gagngerðra umbóta þörf, ef ekki á illa að
fara. — Varlegast mun að gera ekki ráð fyrir því, að þjóðin
sæki aftur til dreifðra bygða. Aftur á móti eru miklar lík-
ur til þess, að svo verði hjer sem í frændlöndum vorum,
t. d. Noregi, að bæjum og borgum eigi eftir að fjölga í