Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 52
50
Hlín
Uppeldis- og fræðslumál.
Skyldur ráðandi kynslóðar við yngstu borgarana.
(Þetta erindi var flutt á kennaramóti á Akureyri, 5. júní 1950).
Góð heimili eru óefað hollasti gróðurreitur bernsk-
unnar. — I þúsund ár bjó þorri þjóðarinnar dreifð um
bygðir landsins, í sveitum og við sjó. — Um aldir voru at-
vinnuhættir landsmanna þeir, að hvert heimili fullnægði
að mestu eða öllu leyti lífsþörfum sínum, og allflestir
bændur bjuggu við mikið landrými. — Þessir lífshættir
reyndust mjög æskilegir vaxandi lýð landsins.
Barnið gat, frá því að það komst á legg, haft eðlileg sam-
skifti við hinn vinnandi mann, hvort sem hann var að
verki inni eða úti. Og jafnóðum og geta barnsins óx, gafst
því kostur á að taka þátt í daglegum störfum heimilisins.
Það bar sinn hluta af áhyggjunum í önn dagsins og gladd-
ist yfir unnum sigrum á heimilinu. — Þannig lærði barn-
ið að meta gildi vinnunnar. Og mörg handtök urðu full-
lærð í bernsku, sem nútíma barn lærir ekki fyr en á ungl-
ingsárum, eða jafnvel aldrei. — En það sem mest er um
vert: Við þessi óskaskilyrði nam barnið málið af vörum
venslamanna sinna og heimilisvina, innvann sjer fjöl-
breyttan orðaforða og tamdi sjer heppilegt orðaval og
rjettar beygingar málsins. i- Þá voru samskiftin við dýrin.
Enginn skyldi gleyma gildi þeirra.
Jeg vil, til tímasparnaðar, bera fram þá fullyrðingu, að
maður, sem ekki á kost á heilbrigðum samskiftum við dýr,
einkum þó á yngri árum sínum, fari á mis við mikla lífs-
fyllingu og bíði á vissan hátt tjón á sálu sinni, sem erfitt
mun reynast að bæta með gerviathöfnum. — Enn er að
minna á það, að við ofangreind skilyrði átti barnið
margra kosta völ á að fullnægja leikþörf sinni, einkum þó
ef um fyrirmyndarheimili var að ræða.