Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 73
Híín
71
sprettur, sem auðvelda mjög margskonar ræktun, fimm
miljónir hestafla vatnskraftur í fossum og fallvötnum, er
nota má í þágu landbúnaðar, kjarngóð grös í afrjettum og
högum, sem fita fjenaðinn, og svo þótt landið sje norð-
lægt, er það þó miðnætursólarland, en sólin er lífgjafi
jurtanna. — Þetta er hin dýrmætasta eign og aðstaða, sem
þjóðin á, sjer til vaxtar og viðgangs. — Án þess að nota
þessa möguleika, leiðir þjóðin yfir sig örðugleika, sem
geta haft hinar hræðilegustu afleiðingar í för með sjer. —
En þetta er nú, því miður, það sem er að gerast í landinu
okkar, íslandi.
Ræktað land er aðeins um 50 þúsund hektarar. — Það
vantar, eins og nú er, um 40 miljónir lítra mjólkur og um
100 þúsund tunnur af garðmat upp á árlega framleiðslu,
svo að nægilega mikið sje framleitt af þessu handa fólk-
inu í landinu. — Kjötið, sem til þessa hefur verið út-
flutningsvara, er nú líka að verða of lítið til innanlands-
þarfa. — Til þess að innlenda framleiðslan af landbúnað-
arvörunni væri nægileg, og svo meira eða minna framleitt
til útflutnings, sem nauðsynlegt er, þarf minst helmingur
þjóðarinnar að vera landbúnaðarfólk, en ekki tæplega
30% eins og nú er. — Þá væru bændur landsins um ellefu
þúsundir í stað 6300, sem þeir eru nú. — Það þurfa að
vera 70 þús. manns í sveitum og minstu þorpum, í stað 40
þúsunda, sem þar eru nú, þegar tala alls fólksins í land-
inu er orðin um 140 þúsundir, eins og nú er orðið.
Um síðustu aldamót átti 70% af þjóðinni heimilisfang
í sveitum og minstu þorpum landsins, en nú aðeins ca.
28%. — Svona hefur fólkið yfirgefið sveitirnar og skilyrð-
in þar og flutt á mölina. — Fjöldi jarða hafa farið í eyði
vegna burtstreymisins, og á fjölda jarða er ekkert fram-
tíðarfólk. Á stórjörðum eru kannske 3—4 manneskjur,
víða 2 menn á búi, sumstaðar einn o. s. frv. — Með sama
áframhaldi verður hjer bráðum hungur í landinu, þar
sem aðalfæða fólksins eru landbúnaðarafurðir, eða árlega