Melkorka - 01.05.1946, Qupperneq 13

Melkorka - 01.05.1946, Qupperneq 13
og nýskeð lokið meistaraprófi. Hún mun taka að sér kennslu við námskeið þessi og veita þeim forstöðu. Laun þeirra kvenna, er starfað hafa við áðurnefndar stofnanir, hafa verið mjög bágborin, en launalögin nýju hafa þó þegar haft áhrif í þá átt, að hækka laun þeirra, er veita heimilun- um forstöðu og vitanlega verður að greiða vel menntuðu starfsfólki hærri laun en því hlaupafólki, sem stundum hefur starfað við jressar stofnanir. Með stofnun slíkra námskeiða er í bráðina bætt úr brýnni þörf, því að nú horfir til vandræða um hæft starfs- fólk við þá leikskóla, er nauðsyn bæri að komið væri á fót hið bráðasta. í framtíð- inni mun þó eðlilegast, að fræðsla fari að mestu leyti frarn við Kennaraskólann og mun vera gert ráð fyrir því í frumvörpum þeini um skólamál, er nú liggja fyrir Al- þingi. Laun þessara kvenna verða því áreið- anlega miðuð við Iaun annarra kennara. Melkorka hvetur unga lesendur sína, er unun hafa af börnum og kunna að um- gangast börn, að atliuga hvort þarna er ekki menntun og starf, sem jreirn hæfir. Ungu Frd Tjarnarborg stúlkurnar eru ennþá alltof ragar við að reyna að afla sér menntunar til undirbún- ings einhvers ákveðins starfs, og í eyrum þeirra klingir alltaf sama viðkvæðið: „Það er ekki til neins, því j)ii giftist, góða mín.“ Starf Jrað er hér um ræðir, er eitt hinna fáu starfa utan heimilisstarfa, sem jafnvel í augum hinna ströngustu „kvenlegleika“- manna hlýtur að vera skapað fyrir konur. Og jafnvel „Jjó Jrú giftist, góða mín“ er menntun sii, er hér um ræðir, hin ágætasta undirstaða hjónabands og barnauppeldis. til AÐ LEIKSLOKUM Eftir Aðalbjörgu SigurÖardóttur Fullir 7 mánuðir eru nú liðnir síðan kallað var að hinni ægilegu heimsstyrjöld undanfarinna ára væri lokið. í fyrstu gleði- vímunni yfir langþráðum friði munu flestir hafa viljað trúa ])ví, að nú yrði allt kapp á Jjað lagt að vinna lriðinn, sem kallað var, með öðrum orðum, byggja hinn nýja heim svo upp, að styrjaldir yrðu ekki á endanum eina hugsanlega lausnin á vandamálunum. Nú, eftir Jæssa 7 mánuði er Jrað víst engin goðgá lengur að efast um, að Jretta ætli að takast, að minnsta kosti full ástæða fyrir hvern og einn að reyna að gera sér ljóst, livar hann vill leggja lóð á vogarskálina í þeim átökum, sem framundan eru um allan heim. Við, sem erum svo gömul að við munum fyrri heimsstyrjöld með öllum Jreim hörm- MELKORKA 9

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.