Melkorka - 01.05.1946, Side 14

Melkorka - 01.05.1946, Side 14
Vor um alla veröld ungum, sem henni fylgdu ættum að hafa nokkuð lært, bæði af styrjöldinni sjálfri og árunum næstu á eftir. Við ættum t. d. að muna það, að það var bjargföst trú bjart- sýnna mannvina, að þetta hlyti að verða síðasta styrjöldin, mannkynið legði aldrei vitandi vits út í annað eins glapræði aftur, ólýsanlegar hörmungar, sem enginn hefði á endanum gagn af. Þessi dýrkeypta reynsla hlyti að verða nægur lærdómur. Hvernig fór? Naumast var þessi fyrri heimsstyrjöld á enda, þegar farið var að leggja grunninn að þeirri næstu, og það svo opinskátt að hver meðalgreindur maður hlaut að sjá hvert stefndi. Má þá nærri geta hvort stjórnend- ur og ráðamenn þjóðanna hafa verið eins blindir og þeir þóttust stundum vera. Það þurfti ekki nema 21 ár til þess að steypa heiminum út í nýja styrjöld, þeim mun ægilegri en þá fyrri, að vegna loft- árásanna urðu skelfingarnar nú hvað mest- ar heima fyrir, en ekki á vígvöllunum. Þján- ingar þessara stríðsára um allan heim eru svo dæmalausar, að bráður bani verður barna- leikur einn og eftirsóknarvert linoss, og er þó lífselskan öllum í blóðið borin. Það er því ekki svo undarlegt, þó enn hafi það hvarflað að mörgum, að nú hljóti bikarinn að vera fullur, út í svona brjálsemi leggi heimurinn ekki oftar, ekki sízt eftir uppfyndingu kjarn- orkusprengjunnar. Eg verð að játa, að ég er ein af þeim vantrúuðu, mér sýnast menn- irnir ekkert hafa breytzt eða þjóðfélögin batnað síðan eftir fyrri heimsstyrjöld, og lield því að tími sé til þess kominn að al- menningur geri sér Ijóst, um livað er barizt, ef ekki á að stefna veraldarfleyinu í beina gereyðingu. í einni af bókum ameríska skáldsins Thomas Wolfe lýsir hann ástandinu á þess- ari jörð árið 1934 á þessa leið: „Japan býr sig undir stríð við Kína innan tveggja ára, Rússland mun fylgja Kína að málurn, Japan gerir bandalag við Þýzkaland, Þýzkaland semur við Ítalíu og segir síðan Frakklandi og Englandi stríð á hendur, Ameríka reynir að stinga liöfðinu í sandinn og halda sér utan við stríðið, en það tekst ekki, og hún dregst með. Þegar svo að lokum allt mann- kyn hefur barizt fram og aftur um allan hnöttinn, þá mun að síðustu hinn kapítal- istiski heimur sameinast í lokaárás á Rúss- land, til þess að reyna að uppræta hið kommúnistiska skipulag? Margt bendir til þess nú, að þessi skarp- legi spádómur ameríska skáldsins ætli að rætast til enda, en það er þó ekki þess vegna, sem ég hef tekið hér upp þessa tilvitnun, heldur vegna hins, að seinasta setningin bregður skýru Ijósi yfir það, hvers vegna ekki er hægt að fá í'rið á þessari jörð, hvaða öfl það eru, sem munu berjast allt þar til yfir lýkur og annað hvort tekur við alger tortíming eða að réttur hinna mörgu verð- ur viðurkenndur. Við skulum ekki láta okkur detta í hug, að hinn kapítalistiski heimur sé Ameríka 10 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.