Melkorka - 01.05.1946, Síða 28

Melkorka - 01.05.1946, Síða 28
Þegar Karin Boye ritaði bókina „Kallo- cain — sögu £rá 21. öld“, sem kom út árið 1941, varð hún ein þeirra, sem varð fyrir vali á bókaskrá námsflokkanna. Jafnvel að- dáendur Karinar Boye höfðu ekki spáð því. En nú hafði Karin Boye valið sér efni, sem snerti alla — ríki framtíðarinnar, þar sem hún hugsar sér, að menn séu algjörlega hætt- ir að lifa einkalífi. Heimilislíf þjóðfélags- þegnanna, að því leyti sem það er leyfilegt, er undir eftirliti „lögregluauga“ og „lög- reglueyra“, sem lilusta og stara á mann ofan af veggjunum. Samræður um einkamál eða tilfinningar eru brot gegn almennu vel- sæmi. Barnanna er gætt á barnaheimili til átta ára aldurs. Eftir það taka við uppeldis- stöðvar fyrir unglinga. Borgin sjálf er neð- anjarðar, og er mjög erfitt að fá „uppgöngu- leyfi“. Ríkið ákveður starf hvers einstak- lings, karla og kvenna, og hefur enginn rétt til að ráða neinu um það sjálfur. Persónu- legar óskir manna eru skoðaðar sem fjand- samlegar Ríkinu. Menn eiga blátt áfram ekki að eiga neina aðra ósk en þá, að þjóna Ríkinu með trú og dyggð. Þróunin nær.fullkomnun sinni í lagaá- kvæði um að liægt sé að hegna mönnum fyrir hugsanir þeirra. En þetta verður fram- kvæmanlegt, þegar söguhetjan, efnafræðing- urinn Leo Kall, finnur upp lyf, sem kemur mönnum til að segja leyndustu hugsanir sínar, þegar því er dælt inn í þá. Engir geta framar borið í brjósti tilfinningar, sem eru fjandsamlegar Ríkinu, ekki einu sinni sökn- uð eftir látinn vin eða þrá eftir börnum sín- um. Þá eru þeir dæmdir til þrælkunarvinnu. Lyf þetta kallaði liann Kallocain, í höfuðið á sjálfum sér. Lyfið átti að vera fullkomnun ríkisvalds- ins, en í stað þess leiddi það í ljós drauma um frjálsari og betri heim, sem legið höfðu í dvalá í hugskoti heiðvirðra þegna Ríkisins. í þessari lýsingu eru ýmsir sólskinsblettir lífstrúar og bjartsýni. Annars er bókin myrk og þrungin óhugn- aði, sem læsir sig um hug lesandans, svo að r----------------------------------------------\ KARIN BOYE: Já, vist er sárt - Já, víst er sárt, er brumahnappar bresta. Biði vorið svona að öðrum kosti? Væri annars öll vor heita löngun orpin þessu langa, bleika frosti? Heilan vetur hulin brumin lágu. Hvað er þetta nýja og sára, er sprengir? Já, víst er kvöl, er brumahnappar bresta, bæði nýju, er vex, og gömlu, er þrengir. Það er líka þraut, er dropar falla. Þungir, skjálfandi, eins og tár á vanga, loða þeir við kvistinn, svella, safnast, síga, en reyna í angist þó að hanga. Þraut að hika, í þrá og ótta, skiptur, þraut, að heyra djúpin seiða og kalla, en að þrauka þó og bara skjálfa — þraut að reyna að hanga, en vilja falla. Þá, er allt sem bágast er til bjargar, brumin reifar sprengja í vorsins flaumi, þá, er sérhver hræðsla er haldlaus orðin, hrapa dropar kvista í leifturstraumi, — gleyma sínum geig við feril nýjan, gleyma beyg við sprengingu eða hröpun, finna í andrá háskans heilaga öryggð, hvíla í trausti, er orkar nýrri sköpun. Magnús Ásgeirsson þýddi V________________________________________ y hann heldur lestrinum áfram, nauðugur, viljugur. Einhver hefur sagt, að það sé engu líkara en liöfundurinn liafi stigið niður til heljar og mörgum finnst það ekki óeðlilegt, að Karin Boye framdi sjálfsmorð eftir að hún hafði ritað bókina, því að taugaáreynsla 24 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.