Melkorka - 01.05.1946, Síða 36

Melkorka - 01.05.1946, Síða 36
voru hjónin fríð sýnum, einkum var maður- inn virðulegur. Þau höfðu verið gift í fimm- tán ár og áttu tvö stálpuð börn. Nú átti hún von á barni og var því í leyfi. Þau bjuggu á snotru nýtízku hvíldarheimili utan við Moskvu, sváfu ennþá úti á svölum, þótt komið væri fram í september, og fóru sam- an í langar gönguferðir á degi hverjum. — Ég er búin að sýsla svo lengi við vél- ræna hluti, að nú þrái ég eittlivað lifandi og hlýtt, sagði hún. En krílið mitt kemur ekki fyrr en um jól. Konur eru öðrum fyrr leystar úr þjón- ustu, jafnt hernaðarlegri senr almennri, en merkilega margar þeirra hafa óskað eftir að verða kyrrar við störf sín. Og réttur þeirra hefur ekki komið til umræðu. í landbúnaðinum hefur konan í öllum löndum haft sína þungu byrði að bera, eins og kunnugt er, og sem stjórnara eða jafn- réttháan samverkamann á því sviði hygg ég að hana sé að finna í Ráðstjórnarríkjunum einum, að minnsta kosti svo nokkru nemi. Árið fyrir styrjöldina voru 40 hundraðs- hlutar af landbúnaðarframleiðslunni bein kvennavinna. (I skýrslum um vinnueining- ar livers einstaklings á samyrkjubúunum kemur lilutur þeirra nákvæmlega í ljós). 27.000 konur voru dráttarvélastjórar og 6.600 útlærðir sérfræðingar í hinni marg- brotnu meðferð uppskeru- og þreskivéla. 42.000 voru deildarstjórar og 15.000 for- stjórar eða varaforstjórar á samyrkjubúum, en jrað svarar nokkurn veginn til ráðsmanns á stóru einkabúi, sem ber sjálfur ábyrgð á búrekstrinum. Salia Tachlanova er t. d. mikilsmetinn ráðunautur og skipuleggjari og Lydia Chegliayeva eftirlitsmaður á stór- um svæðurn. í iðnaðinum er framlag konunnar sífellt að aukast og hefur styrjöldin vitanlega flýtt fyrir þeirri þróun. Þegar á árinu 1940 voru 43 liundraðshlutar iðnverkafólks konur. — Fyrir 1940 tíðkaðist 7 stunda vinnudagur og 6 stunda, þegar um hættuleg störf eða næt- urvinnu var að ræða. Á stríðsárunum hækk- aði stundafjöldinn a,ð tillögum verkafólks- ins sjálfs. Meðal hinna fátíðari ákvarðana, sem teknar hafa verið til hagræðis fyrir mæður, vil ég t. d. nefna, að ef kona verður að hverfa frá vinnu, ekki aðeins vegna veikinda sjálfrar sín, heldur og ef hún þarf að hjúkra sjúklingi í fjölskyldunni, fær liún skaðabæt- ur af almannatryggingum (sem þó ekki krefjast neins persónugjalds), jafnframt því sem hún vegna barnsburðar fær leyfi með fullum launum um níu vikna skeið. Allar konur með barn á brjósti hafa rétt til fjar- veru án frádráttar í 30 mínútur þriðju hverja stund vinnutímans. í vélaiðnaðinum, sem þó einna helzt er talinn til karlmannsverka, var þriðjungur starfsfólksins konur þegar á árinu 1939. Eru þeim veitt sömu tækifæri og aðstoð sem karlmönnum til framhaldsnáms í tækni- menntun. 5000 konur eru járnbrautarstjór- ar og álíka margar við nám í þeirri grein. Margar þeirra liafa hlotið viðurkenningar- og heiðursmerki — margvísleg virðing og hvatning í sambandi við starfið er einn lið- urinn í kerfinu — og ein kona, Zinaida Trotskaja, er hóf feril sinn sem venjuleg 32 melkorka

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.