Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 5
hægur, segir máltækið, enda hafa bílasæti, flugvélasæti og hægindastólar lengi verið gerðir eftir þessum gömlu sannindum. Og nú hefur Ákerblom læknir í mörg ár rann- sakað, hvernig menn þreytast minnst, er þeir sitja og standa, um þetta hefur hann síðan sarnið doktorsritgerð, hlotið nafnbót- ina, og ætlar sér nú að fara að kenna fólki að sitja og standa. Hann segir, að menn eigi að sitja á sitjandanum, ekki lærunum, að jrað eigi að miða Iiæð stólsins við lág- vaxnasta fólkið þ. e. a. s. kvenfólkið, að meðalhæð kvenna til hnésins sé 39—40 cm, en karlmanna 5 cm meiri. En þar af leiði, að Iiæð stólsetunnar frá gólfi eigi að vera 38—41 cm. Nú er venjulega hæð á borðstofu- og vinnustólum 43—45 cm. Auk þess segir hann að stólbakið verði að veita möguleika til að minnsta kosti þriggja hvíldarstellinga: menn eigi að geta setið ofurlítið álútir, nokkurn veginn uppréttir með stuðningi við mjóhrygginn, og í þriðja lagi liallað sér lítið eitt aftur á bak og þá haft stuðning fyrir allt bakið. Ég hef prófað þennan nýja stól og linnst hanri sérstaklega þægilegur. Heimilisvélar. Hér í Svíþjóð er stefnt að því að leysa þvottamálið aðallega með sameiginlegum þvottahúsum en þarna var þó heilmikið safn af alls konar minni þvottavélum. En heim- ilisþvottavélar þær sem ekki er hægt að hita í standast varla að verði til samanburð við þær amerísku. En þarna var mjög álitleg gerð af nokkuð stórri heimilisþvottavél frá Husqvarna. í henni var hægt að þvo, sjóða og vinda (með miðflóttaafli). Sú var þó ekki gefin: 2700 krónur sænskar. Sama firma sýndi einnig nýja uppjrvottavél á 900 krón- ur. Husqvarna framleiðir nú einnig raf- knúna litla saumavél, og er hún hér álitin fullkomnari en Elnavélin svissneska. Vél jressi er með Zig/.ag spori (verð 690 krónur). Samband samvinnufélaganna auglýsir nú nýja saumavél, sem kemur á markaðinn eftir nýjár; í útliti er hún lík Husqvarnavélinni, en frábrugðin henni að því leyti að Zigzag sporið vantar (verð 450 krónur). Ný gerð af Elektrolux-kæliskáp með hólfi fyrir hrað- frystar vörúr og Elektrolux-hrærivélin með nokkurri endurbót (litlum aukajreytara) var hvorttveggja í „eldhúsi dagsins og morgun- dagsins". Einnig má nefna eldhúsvélina Turnix, sem er víst af svissneskum uppruna, en hún rífur og saxar allt grænmeti á auga- bragði og hrærir auk jress majones o. fl. Einhvers konar sameining af henni og Elektrolux-hrærivélinni gæti orðið eldhús- vélin „sem gerir allt“. Turnixvélin væri geysilegt júiig fyrir náttúrulækningamenn og aðrar grænmetisætur. Ýmislegt smávegis Á einum stað var eldhús „allt úr plasti“. Þar voru skálar, diskar og bollar úr plasti, plast á eldhúsborði,j)ó ekki uppþvottaborði, plastdúkur í hillurn og skúffum og mjög fallegur, þrykktur hördúkur með plasthúð á matborðinu. Af honum mátti þurrka eins og af vaxdúk. Stólarnir voru einnig klæddir með nýrri tegund af plastdúk, svonefndu „galon“. Galon er meðal annars farið að nota hér mikið í utanyfirbuxur á börn. Slík- ar buxur eru hin mestu þarfajring og þarf ekki annað en skola af krökkunum með handsteypunni í baðkerinu eða jmrrka með votri rýju, jiegar ]jau korna úr sandhaugum og forarpollum. Slíkar buxur myndu vera gullsígildi í Reykjavík engu síður en í Gautaborg. Krydd- og eggjahillur úr lakkeruðum létt- málmi ætlaðar til að festa innan á skáp- hurðir, eru litlir, einfaldir og ódýrir hlutir til mikilla þæginda. Vel leizt mér einnig á fatahengi, þar sem herðatrén renna á hnúð innan í málmstöng, en jpessi útbúnaður MEI.KORICA 77

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.