Melkorka - 01.12.1949, Page 10

Melkorka - 01.12.1949, Page 10
Sigrid Undset Málverk eftir mann hennar, A. F. Svarstad Er mér minnisstætt live handtak hennar var hlýtt og alúðlegt er hún heilsaði. Svnir hennar tveir voru íallegir og yndislegir drengir, Andrés þá 17 ára. Það var hann, sem féll fyrir þýzku nazistaböðlunum í Nor- egi, en Hans var þá aðeins 11 ára. Sjálf hef- ur frú Undset vafalaust verið falleg á yngri árum og minnist ég þess að Stefán frá Hvíta- dal, sem sá hana unga í Noregi, sagði mér að liún hefði verið falleg kona, nú var hún orðin þreytuleg og nokkuð feit, en höfðing- leg og svipmikil í sjón. Ilún hafði ein- kennilega stór og djúp augu og enn er mér sem ég sjái hana hvar hún situr hæglát og róleg og horfir á mann íhugul og dreym- in, en ekki eins og rannsakandi dómari, og það er strax gott að vera nálægt lienni, líkt og að vera í hreinu lofti. Þau prófessorshjónin fóru í heimsókn í annað hús meðan við konurnar stóðum við í læknishúsinu. Tók frú Undset þá upp léttara hjal við okkur og frú Oddnýju um matreiðslu og önnur kvenleg umræðuefni, sem hún virtist hafa áhuga fyrir næstum eins og fyrir íslendingasögunum, sem hún var þaulkunnug. Hún var létt í máli og gamansöm. Jónas frá Hriflu var jrá ráðherra og barst eitthvað í tal, kallaði hún hann „selveste Jónas“. Þennan sama dag ætluðu þau suður til Reykjavíkur og næsta dag var ákveðið að fara til Þingvalla. Veður hafði verið leiðin- legt á ferðalaginu að norðan, og var það óheppilegt því svo miklu munar á náttúru- fegurð hér í góðu veðri og björtu eða drungalegu. Það var því einhuga ósk okkar allra að þau fengju gott veður á Þingvöllum og mig langaði innilega til að mega taka fram fyrir hendurnar á Guði almáttugum og lofaði ég frú Undset og spáði henni sól- skini á Þingvöllum. Ekki veit ég hvort spá mín rættist, en hún hafði gaman af. Ég minntist þess að við íslendingar áttum um þessar mundir ungan rithöfund í Nor- egi, sem skrifaði skáldsögur á norsku, er þá höfðu verið þýddar á fjölda tungumál, spurði ég frú Undset hvort hún kannaðist við liann, en þetta var Kristmann Guð- mundsson. Jú, hún sagðist vel kannast við hann og liafa séð hann í Forfatterforening- en (rithöfundafélaginu), og sagði að lxann væri mikið lesinn í Noregi, bezta sagan eftir hann. sagði luin að sér Jrætti Brúðarkjóllinn. Á ferðalaginu hafði Sigrid Undset safnað íslenzkum jurtum, er hún hafði tekið upp með rótum, liafði hún með sér kassa með íslenzkri mold og smáblómum. Ég man að hún hélt á litlu fallegu blómi og spurði okk- ur íslenzku konurnar hvort þetta væri ekki fjalldalafífill, hún mundi ísl. heitið og vissi nöfn á þeim blómum sem hún hafði safnað, og hið síðasta sem ég man eftir Sigrid Und- set var þar sem hún beygði sig yfir íslenzku blómin í kassanum, sem hún sagðist ætla að flytja með sér til Noregs og húnhandlékþau með slíkri nákvæmni og móðurlegri um- hyggju að mér varð ósjálfrátt hugsað til 82 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.