Melkorka - 01.12.1949, Síða 17

Melkorka - 01.12.1949, Síða 17
stóðst ekki reiðari en þegar gullsmiðurinn hafði vit á að fægja hólkinn og setja í glugg- ann með sjötíu og fimm króna verðmiða! I3að er enginn svo fátækur hér á landi núna að hann muni um að eiga erfðan skartgrip, sem er einskis virði ef á að bræða hann upp. Því einsog við heyrum daglega: efnið er einskis vh'ði (jafnvel þó það sé silfur) en vinnan er dýr! Mér dettur oft í hug þegar ég sé stúlkurn- ar með stóru rammana skjótast milli húsa í Revkjavík, hvort ekki væri nær þær notuðu leikni sína og útsaumsþörf tii að sauma rósabekk neðan á samfellu í stað þessara dauðadæmdu skiliría. Það er engin fjar- stæða að koma sér upp nýjurn búningum og væri þá heppilegra að taka upp þá bún- inga sem voru notaðir fyrir tíma Sigurðar Guðmundssonar. Tízkan hefur alltaf haft áhrif á þjóðbúninga, bæði fyrr og síðar. Nú- tímastúlkur eru stuttklipptar, litelskar og hispurslausar í framgöngu, svo eldri bún- ingurinn virðist henta þeim miklu betur. Djúp liúfa með stuttum rauðum eða bláum skúf og dökkblá eða græn samfella með mis- litum bryddingum mundi fara þeim prýði- lega. Þær hafa margra ára reynslu í að hnýta á sig túrban, svo þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því að hnýta skupluna. Gamla skautinu tilheyra: Treyja, skyrta, upphlut- ur, samfella, svunta, skupla, hempa. Ujrjr- hluturinn er með sama sniði og við þekkj- um hann nú, en skyrtan er Iineppt upp í háls. Treyjan er með löngum, þröngum ermum, og fellur að hálsinum og ekki síðari en svo að npphluturinn sjáist niður undan. Hún er skreytt með leggingum og borðum eins og upphluturinn, og líka í handveginn og framan á ermum. Samfellan er úr sama efni og upphluturinn og treyjan, klæði eða vaðmáli, öklasíð, brydd að neðan með mis- litri flauels- eða váðmálsbryddingu og út- saumuðum rósabekk þar fyrir ofan. Báðum megin upp með hliðunum að framan eru líka bryddingar. Svuntan er styttri, með samskonar rósabekk að neðan. Um hálsinn 5 Gamla skaulið er baldýraður, útsaumaður eða perlusaum- aður kragi rir flaueli eða klæði. Höfuðfatið: skupla, frambeygt páppaspjald, léreftsklætt, fest á höfuðið með silkiklút eða línklút (faldtrafi). Við búninginn: stokkabelti, Jiálsmen ogannað skraut. Utan yfir: hempa, með ermum, þröngum fram, krækt í liáls- inn með flosborðum á börmum eða möttull skinnbryddur. Þennan búning má nota með eða án treyju, og sé treyjunni sleppt má nota djúpa skottlnifu í stað skuplunnar. En svuntunni má sleppa þegar treyjan er not- uð. Það er mikið í ráðizt að koma sér upp búningi sem þessum, en allt gamalt sem þið eigið má nota og ef þið eignizt peysuföt má með litlum tilkostnaði breyta þeim í íveru- legan búning við ykkar hæfi. Þó mega satínpeysuföt, falskar fléttur og flauelshúf- ur liverfa með öllu. Það er tízkufyrirbrigði sem stundum hefur verið kennt Sigurði Guðmundssyni og liann ranglega dæmdur fyrir. Því einsog liann segir í kveri sínu um faldbúninginn ,,. . . Jiið kvenlega hörund verður aldrei eins fagurt og þegar menn MELKORKA 89

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.