Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 24
Eftir 10 ára dvöl erlendis Frh. af bls. 92 sumarið. Þegar sumarið kernur, getum við hlaupið urn allsber eins og heima sögðu þau, því eru þau nefnilega vön. Já, víst saknar maður hitans og gróðursins, — erum við íslendingar ekki alltaf vanir að þrá það — en hitt hefur maður líka þráð í hitamoll- unni erlendis — hreina, tæra, svala loftið og iieiðríkjuna yfir fagurgrænum túnum. Og kannski þessir glitrandi fögru sólskinsdagar, sem lýsa upp á milli gráviðrisdaganna, geri okkur íslendinga svo sérstakiega næma fyrir náttúrufegurð. Ólgandi haf, víðáttan, blá fjöll í fjarska, smaragð-grænir teigar, ilmandi lyngmóar, — það er óskaland íslenzkt, senr maður saknar annars staðar. Finnst þér miklar breytingar hafa orðið hér heima? Jú, ótrúlega mikiar framfarir, í stórum stíl. Byggingar, stórmerkileg hitaveitan, meiri hraði. Austurbærinn í Reykjavík er nýr fyrir mér, myndarlegur, nokkuð þung- lamalegur í mínum augum og grár, grár. Hvað gulir og rauðir litir á húsunum færu vel við grænu túnin og garðana. Maður tekur einnig eftir hvað „villur“ eða ein- býlishús eru algeng og sambýlishús tiltölu- lega sjaldgæf. Þau hljóta þó að verða á margan hátt ódýrari, götur og leiðslur ekki eins langar og léttar að koma við sameigin- legum þægindum, t. d. fullkomnum þvotta- húsum, sameiginlegri miðstöð, leikskólum o. s. frv. En eigi að síður er margur kostur- inn við einbýlishúsin, beztur kostur finnst mér eiginn grasblettur. Byggja Svíar mikið af hentugum íbúðum, séð frá sfónarmiði konunnar? Það hefur nú verið upp og ofan hingað til. En hin svoköllnðu ,,Radhús“, sem eru samliggjandi einbýlishús með garðbletti við hvert hús þykja þægileg og sameina marga kosti leiguhúsa og einbýlishúsa, og gæti ég trúað að slík hús mundu gefast vel í Reykja- vík. En í Svíþjóð lrefur mikið verið unnið að rannsóknum á því hvenrig bezt megi haga íbúðunum eftir þörfum fólksins og efnahag. „Bostadssociale Utredningen” lét m. a. gera tilraunir og athuganir á því hvernig eldhússtörfin yrðu hagkvæmlegast af liendi leyst og gerði svo eldhúsuppdrætt- ina eftir því. Rannsóknarstofnun heimilanna hefur einnig með höndum margs konar íannsókn- ir heimilunum viðvíkjandi, t. d. hvaða vinnuáhöld séu hentugust, livaða gólf séu sterkust og léttast að hirða o. s. frv. Sömuleiðis er nýútkomin skýrsla um vinnu húsmæðra og mæðra á heimilum, eins konar stundaskrá, þar sem allt er tek- ið með — fyrir utan hreingerningar og mat- argerð — svara í sírna, snýta krökkunum o. s. frv. Þessi rannsóknarstofa heimilanna hef- ur reiknað út, að á einum degi fari húsmóð- irin 140 sinnum úr einu verkefninu í annað. Þvottamál heimilanna hefur önnur stofn- un haft með höndum, og lrefur hún helzt viljað mæla með stórum fullkomnum þvottahúsum frekar en mörgum smáum. Allar þessar rannsóknir gera það að verk- um, að þótt íbúðir í Stokkhólmi þyki yfir- leitt smáar — byggingarkostnaður er þar sem hér mjög hár — þá er þeim haganlega fyrir komið, eldhúsinnrétting þaulhugsuð og tiltölulega fullkomin með kæliskáp í öll- um nýjum leiguíbúðum. Sömuleiðis er þvottahús sameiginlegt fyr- ir stór leiguhús, með sjálfvirkum þvottavél- um, rafmagnsvindu, þurrkhúsi og rafmagns- rullu. í slíku þvottahúsi er gaman að vinna og stórþvotti lokið og gengið að fullu frá þvottinum af einni manneskju á einum degi. Aftur á móti er ekki algengt að hvert heimili hafi þvottavél. Þær þykja of dýrar fyrir einstaklinga og ekki eins fljót- og vand- virkar. Er mikill munur á aðstœðum sænsku hús- móðurinnar og þeirrar íslenzku? Ég veit ekki almennilega hvað ég á að 96 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.