Melkorka - 01.11.1955, Side 25
Mágkona mín er mjög góð og frjálslynd.
Hjónaband þeirra er líka ástúðlegt. Þó geðj-
ast mömmu ekki að henni. Nú fannst lienni
bróðir minn ekki nógu nærgætinn og ástúð-
legur — fannst hann taka konu sína fram
yfir hana. Á hverju kvöldi varð hann að sitja
hjá mömmu fram eftir öllu og rnasa við
liana. Alltaf þegar hún heyrði ungu hjónin
vera að tala saman í herbergi sínu eða hlæja
varð hún fokvond. Loksins missti bróðir
minn þolinmæðina, og þan fluttu burt af
heimilinu.
Eftir þetta meðhöndlaði hún mig ein-
strengingslegar en áður. Hún leyfði mér
ekki lengur að taka |oátt í fundum, né nám-
skeiðum. Nokkrum sinnum reiddist hún
svo, að hún lá þrjá daga í rúminu án þess að
tala nokkurt orð. Ég kappkostaði að milda
hug liennar. Ég eldaði matinn, bar henni
hann í rúmið og reyndi að fá hana til að
borða.
Daginn eftir atburðinn í rigningunni fór
ég aftur til þess að vinna úti á akrinum. Ég
varð Jaess vör að mamma veitti mér eftirför,
en lézt ekki taka eftir því. Þegar ég fór fram
hjá Feng-Kvej stakk ég að honum miða með
Jressari áletrun: Feng-Kvej, ég hef nú tekið
ákvörðun um að bjóða öllum erfiðleikum
byrginn. En hvert er áform þitt? Gerðu svo
vel að svara.
Næsta morgun vorn svefnherbergisdymar
mínar lokaðar. Ég tók það ráð að fara að
syngja, og ég söng allt sem ég kunni. Ég
bragðaði hvorki vott né þurrt þótt mamma
færði mér mat inn um gluggann.
Þrír dagar liðu. Forseti Kvenfélagsins
heimsótti mömmu. Ég heyrði livað þeim fór
á milli. Hún sagði mömmu að vinnuaðferð-
ir gamla lénsskipulagsins væru nú orðnar
úreltar og ójrarfar. Svo sagði hún henni um
nýju hjónabandslögin og rétt æskufólksins
til þess að velja sér lífsförunaut.
Loksins lét mamma undan og opnaði fyr-
ir mér. Ég borðaði eitthvað og fór út á akur-
inn. Feng-Kvej hafði lokið dagsverkinu og
beið eftir mér.
Ég hef nú beðið eftir Jrér í Jrrjá daga, sagði
hann, um leið og hann rétti nrér svarbréf
sitt, svohljóðandi: Sjá-jún, ég hef nú einnig
tekið mínar ákvarðanir. Ég hef lengi rætt
við fjölskyldu mína og fengið samjrykki að
lokum. Ég vona að þér takist einnig að telja
1jölskyldu þinni hughvarf.
Ég gaf honum höfuðklútinn, sem ég
keypti fyrir nokkrum dögum.
Þegar ég kom aftur heim var mamma
grátandi. Eftir að bróðir minn flutti að
lieiman liafði hún ákveðið að gifta mig ein-
hverjum sem vildi koma og búa í húsi okk
ar eins og sonur hennar. Hún sagði: Hvem-
ig á ég að geta lifað ef lífsdraumur minn er
að engu gerður? Hún gi'ét svo beisklega að
ég gat ekki annað en grátið líka og faðmaði
hana að mér. Þrír mánuðir liðu án Jiess ég
sæi Feng-Kvej aftur.
í janúar var haldin kaupstefna í Lungvan-
þorpi. Mamma fór með mér. Við reikuðum
á milli skálanna og ég keypti mér minnis-
bók. Mamma leit á þetta sem eyðslusemi,
þar sem minnisbókin mín sem ég átti heima
var enn ekki útskrifuð.
Við komum nú að tjaldi með áletruninni:
Upplýsingastöð fyrir hjónabandslögin nýju.
Mér datt í hug að hérna væri rétta lyfið
handa mömmu. Hér er eftirtektarverð sýn-
ing, sagði ég og leiddi hana inn.
Þarnavoru til sýnis sögulegar myndir, með
nánari skýringatextum við hverja mynd. Þar
var einnig fólk sem sagði sögur og söng sögu-
ljóð. Tjaldið var fullt af fólki. Við skoðuð-
um myndasamstæður um barnahjónabönd
og ég las mömmu skýringarnar. Hún lét
andúð sína í ljós með snúðugum svip, en
hlustaði Jró með athygli. Svo hlustuðum við
á mann senr sagði smásögur, að því búnu
fórum við að sjá sjónleik.
Það er áreiðanlega Jrinn dagur í dag. Alls-
staðar eru menn að tala um frelsi, sagði
mamma alvarleg á svip, því frelsi er mikil-
vægt málefni. Nú held ég að Jrér líki, sagði
hún, en hélt Jró athygli sinni vakandi.
Undir einhverju yfirskyni yfirgaf ég
MELKORKA
89