Valsblaðið - 01.05.2010, Side 4

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 4
Jolin koma! Hugvekja á aðventu 2010 Einn af aðventutextunum sem lesinn verður í kirkjum heims- byggðarinnar á komandi að- ventu hljóðar svo: - „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á, ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.“ (Opinberun- arbók Jóhannesar 3.20) Hver talar? - jú það er Undraráð- gjafinn, Guðhetjan, Eilífðar- faðirinn, - Friðarhöfðinginn, sem Jesaja spámaður vitnaði um. Öll þessi heiti fékk jóla- bamið löngu áður en hann kom í heiminn, hvert og eitt þeirra er þrungið innihaldi. Það er einmitt þetta innhald sem hann vill fá að koma til skila, inn í hjarta okkar, inn í líf okkar á hverjum jólum, já hvern einasta dag. Það segir svo fallega, að hann vilji neyta kvöldverðar með okkur og við með honum. Öll vitum við hvað það er, að neyta kvöldverðar með fjölskyldu og vinum, þar verður samfélagið mjög náið, persónulegt, innilegt og gefandi á alla lund. Við kvöldmáltíðarborðið á sér gjarnan stað innihaldsrík umræða, við fáum fréttir, við förum yfir liðinn dag, tökumst ef til vill á um málefnin, sættumst,- þ.e. við nærumst líkamlega og andlega. Undraráðgjafinn kom til að gefa okkur sitt himneska brauð. En Jesús sagði einhverju sinni: „Ég er hið lifandi brauð sem kom niður af himni til að gefa heiminum Líf.“ Þetta „lifandi brauð" vill hann bera inn í húsið okkar, til að gefa okkur góð ráð, kenna okkur um gildin sem duga í baráttu lífsins, - upplýsa okkur um Sannleikann, sem gerir okkur frjáls. Það var þröngt í Betlehem þegar jólabarnið fæddist, það var hvergi gistingu að fá. Litla fjölskyldan hefur án efa knúið dyra víða, áður en hún fann fjárhúsið, jötuna lágu. ... ef einhver heyr- ir raust mína og lýkur upp dyrunum." M.ö.o. hann ryðst ekki inn, hann stendur við dyrnar þangað til við Ijúkum upp eða vísum honum frá. Það eru ýmsir sem hafa vísað honum frá, mannkyns- sagan ber þess glögg merki, en hann kemur alltaf aftur, það er m.a. hluti af fagnaðarerindi jólanna, hann kemur aftur og aftur. Það hafa svo sannarlega skipst á skin og skúrir í sögu mann- kynsins, góð tímabil og vond tímabil, stórveldi góð og ill hafa orðið til, en hrunið aftur til grunna, stríð, styrjaldir já margvís- legir erfiðleikar hafa einkennt söguna. Og hér hjá okkur hefur mikið gengið á, eins og öllum er ljóst, undirstöður þjóðfélagsins hafa skolfið, það hefur hrykkt í svo um munar. Astandið hefur vissulega fengið okkur til að doka við, spyrja spurninga, endur- meta gildin, - þetta hefur verið gert með ýmsu móti. Opnir fundir og samkomur hafa verið haldnar, m.a. tveir stórir þjóð- fundir í Laugardalshöllinni. Þar var leitað að góðum gildum, gerð könnun á því hvernig fólk vill forgangsraða gildunum. Útkoman var athyglisverð, gildin sem m.a. spruttu upp á yfir- borðið voru: Heiðarleiki, réttlæti, kærleikur o.fl., flest gildi sem Friðarhöfðinginn kenndi á sínum tíma og fylla síður heilagrar ritningar. Þetta sýnir mér, að menning okkar byggir á grunni, sem verður ekki tekinn frá henni og sem kemur í ljós þegar á reynir, þegar farið er að grafa og athuga undirstöðurnar. Einhverju sinni las ég vitnisburð fanga, sem lá inni í klefa sín- um langa daga og vikur. Einn daginn sem oftar kom fangavörð- urinn, knúði dyra og kom inn til hans, fanginn lá enn í fleti sínu og herbergið alveg myrkvað. Dyrnar opnuðust og ljósgeislinn frá ganginum fyllti herbergið. Hann horfði á ljósið og komst að því, að ljósið er sterkara en myrkrið. Skugginn úr klefa hans fór ekki út á gang og myrkvaði hann heldur öfugt, ljósið sigraði myrkrið. Fanginn sagði frá þessu síðar og vitnaði um þetta sem sterka prédikun, sem gaf honum styrk og von við þessar aðstæð- ur. Einföld reynsla, - en samt frábær staðreynd. Ljósið er gífurlega sterkt tákn, enda oft tengt Guði og því sem Guðs er. Jólaljósin eiga að minna okkur á hið „lifandi ljós“. Eitt af því sem er svo stórkostlegt við kertaljósið er, að þótt þú tendr- ir Ijós af ljósi, þá dofnar ekki það sem af er tekið, ljósmagnið er hið sama. „Ég er ljós heimsins", sagði Jesús og bætti við um lærisveina sína og kirkju sína: „Þér eruð ljós heimsins, þér eruð salt jarðar ..." A jólanótt varð bjart á Betlehemsvöllum, jólastjarnan skein skært og englakórinn söng: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnunum. Góður Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur. Valsimnn - bBStll ÓSklP um gieHeg lii og laraen eýtt ár pwc HENSON X T ERKFRÆÐISTOFAN VATNASKIL ■ 4 Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.