Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 107

Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 107
Sveitarstjórar (yngri deild KFUM árið 1911. A myndinni standa m.a. íajtari röð fjórir affrumstofnendwn Vals, þeir Guðbjörn Guðmundsson (3f.v.), Hallur Þorleifsson (4f.h.), Jóhannes Sigurðsson (l.f.h.) og Stefán Ólafsson (4f.v.). Loftur Guðmundsson, sem tók þátt íframhaldsstofnfundinum og varð l.formaður Vals, er 2f.h. ífremri röð en fyrir miðri mynd situr sr. Friðrik Friðriksson. mannsstíginn. Hann lagðist þó ekki gegn leik þeirra en öllum mátti þó ljóst vera að portið væri enginn framtíðarleikvangur til iðkunar knattleikni. Brátt kom líka í ljós að hugur piltanna stefndi lengra. Þegar leið á vorið fóru þeir að venja komur sínar suður á Mela, rétt við veg- inn fram á Grímsstaðaholt. Þar var rýmið meira, engar rúður í hættu en vara þurfti sig á ósléttum melnum og grjóti sem nóg var af. Einn helsti drifkrafturinn á bak við þessa iðju var eigandi knattarins, prentneminn Guðbjörn Guðmundsson. Hann átti líka hugmyndina að því að kanna möguleika á stofnun fótboltafélags innan KFUM og boðaði á að giska átján pilta á fund um málið fimmtudagskvöld- ið 11. maí 1911. Því hefur hann sjálfur lýst svo: „Aðeins tveir þriðju hlutar komu, og af þeim, sem mættu, var aðeins um helmingur, sem vildu taka þátt í slíku félagi, eða alls 6“ Þessir sex frumstofn- endur Vals voru allt piltar sem höfðu tek- ið virkan þátt í starfi UD KFUM og voru á aldrinum 16 til 19 ára.^ En til að efna til stofnfundarins þurfti fyrst að fá leyfi séra Friðriks. Við gefum honum orðið: Það var sólskin og sumarblíða einn dag í Maí 1911. Þá komu nokkrir piltar til framkvœmdastjórans í K.F.U.M. og spurðu, hvortþeir mœttu ekki stofna fótboltaflokk innan K.F.U.M. Hann svaraði því á þá leið, að hann sœi ekkert sem tálmaði því, það vœri sjálfsagt holl hreyfing; að eins yrðu þeir að sjá til þess að allt fœri siðlega og vel fram. Svo stofn- uðu þeir flokkinn.6 Nokkra athygli vekur að séra Friðrik kýs hér að tala um flokk frekar en félag og í æviminningum sínum nefnir hann að piltarnir hafi viljað „stofna knattspyrnu- flokk á grundvelli K.F.U.M.".7 Hér er ákveðinn blæbrigðamunur því flokka stofna menn innan félags en félög við hlið annarra félaga! Ekki þarf þó að fara í grafgötur um að verið var að stofna formlegt félag og að séra Friðrik leit í raun þannig á málin einnig, að minnsta kosti eftir að stofnunin var afstaðin, því sjálfur talar hann um Fótboltafjelag K.F.U.M. um miðjan júlí 1911.8 Það nafn virðist hafa verið notað um félagið allt frá upphafi og þar til Valsnafnið ruddi því úr vegi upp úr miðju sumri eftir að knattspymufélagið Hvatur hafði einnig verið stofnað innan KFUM. Hvað séra Friðrik Friðriksson varðar þá var hann að sögn Guðbjörns „að halda fund suður í Hafnarfirði" maíkvöldið umrædda sem samþykkt var að stofna hið nýja fótboltafélag innan KFUM. Séra Friðrik var sem sagt fjarverandi og kom ekki að stofnun félagsins að öðru leyti en því að gefa vilyrði sitt fyrir stofnuninni fyrirfram. Guðbjörn viðurkennir líka að „í þessu máli“ voru þeir UD-piltar „hálf feimnir“ við séra Friðrik þar eð þeir þótt- ust vita að „hann hafði lítið álit á þessari íþrótt“.9 Olíkt því sem margur hyggur var það sem sagt ekki fyrir áeggjan séra Frið- riks að félagið var stofnað og fyrstu vik- urnar skipti hann sér ekkert af leik pilt- anna. Hvenær þeir byrjuðu að æfa úti á Melum er ekki fullljóst en í kjölfar stofn- fundarins létu þeir ekki deigan síga held- ur smöluðu fleirum í hópinn og efndu til framhaldsstofnfundar sunnudaginn 28. maí 1911. Einnig þá var séra Friðrik fjarri góðu gamni, staddur á Seyðisfirði í tengslum við Stórstúkuþing Templara.10 A framhaldsstofnfundinum bættust hins vegar í hópinn á að giska átta piltar á lík- um aldri og frumstofnendurnir sex og í fyrstu stjórn Fótboltafélags KFUM (síðar Vals) voru þá kjörnir þeir Loftur Guð- mundsson formaður, Hallur Þorleifsson ritari og Jóhannes Sigurðsson gjaldkeri.11 Tilvísanip 1 Lesbók Mbl. 16/10 1999. 2 Valsblaðið 1968, 29. 3 Sigurður Skúlason 1936, 9. 4 Sigurður Skúlason 1936, 8-9. 5 Guðbjöm Guðmundsson 1936, 14. Stofn- félagamir sex vom: Filippus Guðmundsson, Guðbjöm Guðmundsson, Hallur Þorleifsson, Jóhannes Sigurðsson, Páll Sigurðsson og Stefán Ólafsson. 6 Mánaðarblað K..F.U.M. í Reykjavík 4. tbl. 1927,3. 7 Friðrik Friðriksson: Starfsárin II, 100. 8 Friðrik Friðriksson 1912, 45: „„Sursum Corda“ - Ræða flutt í Lágafellskirkju við gönguför Fótboltafjelags K.F.U.M. sunnu- daginn 16. júlí 1911.“ Ræðan er líka til í handriti (Skjöl FF 202:67 og 236:14). 9 Guðbjöm Guðmundsson 1936, 14. Sjá einn- ig: Valsblaðið 1969, 24-25. Hér er m.a. haft eftir Guðbimi að sr. Friðrik hafí verið „heldur tregur til að samþykkja þetta“ (bls. 24). 10 FF: Starfsárin II, 94-101. Hér nefnir sr. Frið- rik að Valur hafí verið stofnaður á meðan hann var á Austfjörðum í tengslum við þing Stórstúku íslands í lok maí og á þar greini- lega við framhaldsstofnfund Vals. Friðrik getur þess jafnframt að hann hafí fyrst skipt sér af Ieik piltanna úti á Melum eftir að hann kom heim úr Austfjarðaferðinni í byrjun júní. Studdi hann þá með ráðum og dáð eftir það. 11 Engin fundargerð hefur fundist frá stofnfundi eða framhaldsstofnfúndi Vals en eftir því sem næst verður komist má telja að auk Lofts Guðmundssonar hafi eftirfarandi menn bæst í raðir Vals á framhaldsstofnfundinum: Bjöm Benediktsson, Einar Einarsson, Guðmundur Helgi Bjamason, Guðmundur Kristinn Guð- jónsson, Kristján Gtslason, Ottó Jónsson og Guðbrandur Sveinn Þorkelsson. Leiðrétting við Valsblaðið 2009: Mynd til vinstri á bls. 57 er afGuðbirni Guðmundssyni en ekki Lofti eins og segir í myndatexta. Valsblaðið 2010 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.