Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 101

Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 101
Eftir Sigurð Ásbjörnsson Nokkur hugtök í handbolta Getur djúpur hornamaíur fintað sig framhjá indíána eftir að hægri shyttan hefur leyst inn? Síðastliðinn vetur kom til mín móðir stráks á handboltamóti og sagði að sér hefði brugðið verulega þegar hún heyrði þjálfara hrópa að ungum leikmanni: „Ekki selja sig svona ódýrt!" Ég gerði mér samstundis grein fyrir því hvað hafði komið móðurinni úr jafnvægi, vitandi að hún hefði ríka réttlætiskennd og umræð- ur um mansal höfðu skömmu áður verið háværar í þjóðfélaginu. I kjölfarið fór ég að velta því fyrir mér að líklega væri til slangur af orðum í handbolta, eins og víða annars staðar, sem eru kannski venjulegu fólki framandi. Ég fór því að punkta niður nokkur hugtök sem eru tals- vert notuð í handbolta en lítt kunnug utan hans. Afraksturinn fylgir hér á eftir. Ekki er um tæmandi hugtakasafn að ræða en vonandi fá foreldrar betri skilning á spek- inni sem afkvæmið lætur út úr sér eftir æfingu eða keppni í handbolta hafi þeir rennt yfir hugtökin. Að selja sig (dýrt eða ódýrt): Það er ekki búið að breyta handboltaköppunum í markaðsvöru. Þetta orðatiltæki er notað um það hversu mikið menn láta hafa fyr- ir sér (sbr. orðatiltækið aö leggja allt í sölurnar). Ef einhver segir, við munum selja okkur dýrt gegn Selfyssingum þá þýðir það einfaldlega að við ætlum held- ur betur að láta Selfyssinga finna fyrir okkur. Heyrst hefur að hrópað var að leikmanni: Ekki selja sig svona ódýrt! En þá er verið að hvetja viðkomandi til að standa uppi í hárinu á andstæðingnum. Láta ekki fara illa með sig. Suicide (æfing). Ef leikmaður kemur heim af Handboltaæfingu og segist vera að kálast þar sem það var suicide á æfingunni þá hefur hann þurft að taka vel á. Æfingin er mikið puð og fer þannig fram að hlaupið er frá endalínu að víta- teigslínu og til baka, síðan frá endalínu að punktalínu og til baka, síðan frá endal- ínu að miðlínu og til baka, síðan frá endalínu að punktalínunni hinum megin á vellinum og til baka, síðan frá endalínu að vítateignum hinum megin á vellinum og til baka, síðan frá endalínu að enda- línunni hinum megin á vellinum og til baka. Þ.e. þetta eru mislangir sprettir fram og til baka sem reyna virkilega á þrek leikmanna. Túrnering. íslenska heitið yfir þetta er töm. íslandsmótið í eldri aldursflokkum er spilað með reglubundnum hætti. Með því er átt við að það er leikið u.þ.b. einu sinni í viku til skiptis á heimavelli og úti- velli. Þegar þeim mótum lýkur þá hafa öll lið í sömu deild keppt tvo leiki sín í milli. Annan á eigin heimavelli og hinn á heimavelli andstæðingsins. í 5.-8. flokki er þessu öðru vísi háttað. Þá er leikið á hraðmótum um helgi u.þ.b. einu sinni í mánuði. Það felur í sér að keppt er u.þ.b. 4—5 leiki með stuttum hvfldartíma á milli leikja. Hvert hraðmót er kallað túrnering. Drippl og sögnin að drippla. Að drippla boltanum felur í sér að kasta hon- um í gólfið um leið og hlaupið er áfram með boltann. Þessu þarf að beita í hraða- upphlaupum þar sem ekki má grípa bolt- ann í sífellu og að hámarki má taka 3 skref með boltann. Þjálfarar eru ekki hrifnir að því að leikmenn séu að drippla í hefðbundinni sókn þar sem drippl hæg- ir á öllu spili. Samheiti sagnarinnar að drippla er að rekja boltann. Stinga niður. Að stinga niður er að drippla einu sinni. Leikmaður með bolt- ann sem finnur engan til að gefa á reynir að bjarga sér með því að stinga boltanum niður. Sokn Finta (bæði til sem nafnorð og sagn- orð, tökuorð úr ensku (e. feint)): Marg- ir af strákunum í 5. flokki eru duglegir að finta sig í gegnum vörn andstæðinganna. í því felst að beita gabbhreyfingum til að spila sig í gegnum vörn andstæðinganna og koma sér í skotfæri. En það hefur heyrst til þjálfara segja við leikmann: Hvar eru allarfinturnar þínar? Djúpur. Handboltinn er spilaður á láréttu gólfi og því kann það að hljóma framandi þegar þjálfarinn kallar til horna- mannsins: Ekki svona djúpur. En með Einn íhdvörn og annar teygir sig til að mœta skothendinni. Úr leik Vals og IBV í 5. flokki nóvember 2010. Valsblaðið 2010 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.05.2010)
https://timarit.is/issue/320217

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.05.2010)

Aðgerðir: