Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 85
Fjölbreyttur
íþróttaskóli Vals
fyrir 2-6 ára
Á vegum Knattspyrnufélagsins Vals er
starfræktur íþróttaskóli sem ætlaður er
börnum á aldrinum 2-6 ára. Við bjóðum
upp á fjölbreytta dagskrá, þar sem haft er
að leiðarljósi að efla skyn- og hreyfi-
þroska barna. Sem dæmi má nefna
stöðvaþjálfun, áhaldahringir, hópleiki og
boltaíþróttir. íþróttaskólinn fer fram á
laugardögum í þremur sölum að Hlíðar-
enda frá 9:40-10:30.
Veturinn skiptist í tvö sjálfstæð nám-
skeið. Vornámskeið (jan.-apríl) og haust-
námskeið (sept.-des.). Verð fyrir nám-
skeið er kr. 8000 fyrir 10 tíma. Innifalið í
því verði er bæði Valsbolur og Valslím-
miði. Á haustnámskeið var takmarkaður
fjöldi og komust færri að en vildu eða
um 70 börn.
Hægt er að fá nánari upplýsingar á
bloggi íþróttaskólans á www.valur.is
Kennarar eru: Soffía Ámundadóttir
leikskólasérkennari og þjálfari í Val og
iðkendur í 3. fl. kv. í knattspymu hjá Val.
Valsblaðið 1941
ÆFINGAR Afl VETRI
Árið 1929 tekur félagið upp þá nýbreytni, að æfa knattspyrnu-
menn sína í knattmeðferð innanhúss, ásamt sérstakri leikfimi.
Voru æfingar þessar tvisvar í viku, en útiæfingar alla sunnu-
daga þann vetur. nema í janúarmánuði, en þá hamlaði veður-
ofsi. Var oft æft í talsverðum snjó og frosti, og þóttist gefast
vel. Má án efa þakka þessum vetraræfingum utanhúss og inn-
an, að einhverju leyti, að félagið vann ísiandsmótið sumarið
eftir.
Valsblaðið 1970
EKKERT MÓT FYRIfl BLIfllfl
Þeir ungu hafa orðið - Grímur Sæmundsen fyrirliði 3. flokks
Ég var víst litið meira en 6 ára, þegar ég fór að fást við það
að sparka bolta, og undi víst vel við það. Svo liðu nokkur ár
þangað til ég gekk í Val. Ég spurði bróður minn, sem var nokk-
uð eldri en ég og stundaði æfingar í Val, hvort ég mundi fá að
keppa, ef ég gengi í Val. Var hann ekki seinn til svars: Já, í D-
liðinu. Ég var mjög ánægður með það, gekk í Val og æfði af
miklu kappi. Loks komst ég að þeirri voðalegu staðreynd, að
ég fengi ekki að keppa, það var nefnilega ekkert mót fyrir D-
liðið! Þetta var mikið áfall fyrir mig, en ég gafst samt ekki upp
og hélt áfram að æfa. Þar kom þó að ég var valinn sem vara-
maður í 5. fl. C., og fannst mér það hörkuupphefð! Næsta sum-
ar kemst ég svo í 5. fl. B. svo nú fór þetta að líta allt betur út
fyrir mér, og næstu tvö árin var ég í 5. fl. A. og varð Islands-
meistari síðara árið.
Valsblaðlð 1958
FYRSTA UNGLINGARÁDID
Á auka-aðalfundi Vals 25. febrúar sl. var ákveðið að stofna
unglingaráð innan félagsins og reglugerð, sem kvað á um
starfssvið þess, samþykkt. Miklar framatíðarvonir eru tengdar
þessari „nýsköpun“ í félagsstarfinu og þess vænst, að þetta ráð
kafni ekki undir nafni, heldur verði raunveruleg uppspretta að
sífelldri endurnýjung félagsins um nána framtíð. Fyrsta ung-
lingaráðið skipuðu eftirtaldir aðilar: Jón Þórarinsson, Friðjón
Friðjónsson, Sigurður Marelsson, Elías Hergeirsson og Hólm-
geir Jónsson.
Valsblaðið 2010
85