Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 82
hvert tímabil og vil að hver leikmaður
viti sitt hlutverk í liðinu. Síðan hef ég
einstaklingsviðtöl ásamt aðstoðarþjálfara
við alla leikmenn í janúar og þá er farið í
sterkar og veikar hliðar allra leikmanna.
Síðan fá allar stelpurnar skriflega
umsögn á uppskeruhátíð í lok hvers tíma-
bils. Ég hef alltaf þjálfað með þessum
hætti og það mega allir þjálfarar nota
gögnin mín ef þeir vilja. Ég veit að
nokkrir aðrir þjálfarar eru farnir að vinna
á þessum nótum og ég er ánægð með þá
þróun. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að
fá að gera það sem ég er góð í, þ.e. að
vinna með bömum og unglingum og að
kenna það sem ég lifi fyrir, fótbolta,"
segir Sossa af mikilli einlægni.
3.Jiokkun kvenna tapaði úrslitaleik
á Islandsmotinu í sumar
Sossa segir ákveðið að stelpurnar í 3.
flokki hafi lært meira af þessum eina tap-
leik sumarsins á móti Selfossi í úrslitaleik
Islandsmótsins en í öllum öðmm leikjum
sumarsins. „Þetta var í raun mjög hollt
fyrir okkur öll, stelpurnar höfðu bara gott
af því að tapa leik, því það er heldur ekki
gott að vinna alltaf allt. Þarna rákust þær
á vegg og skýringamar geta verið marg-
víslegar. Það var örugglega vanmat í
gangi, bæði hjá mér og stelpunum þótt
við hefðum undirbúið okkur vel fyrir
leikinn. Við vomm hreinlega of kærulaus-
ar fyrir leikinn og ekki tilbúnar í átökin
sem biðu okkar á vellinum. Það sat
ömgglega í okkur að í undanúrslitum
unnum við lið 12-0 sem Selfoss vann bara
3-1. Ég sagði samt við þær að þetta væri
nýr leikur, en þetta tap kom stelpunum
svo sannarlega aftur upp á tærnar. Ég gæti
auðvitað talað um að dómgæslan hefði
verið ósanngjöm í leiknum en mörg vafa-
atriði í leiknum féllu með Selfyssingun-
um, en það þýðir ekkert að væla út í dóm-
gæsluna. Við setjum þetta í reynslubank-
ann,“ segir Sossa eftir stutta umhugsun.
Fjölskyldan á góðri stund. Frá vinstri:
Hans Kristján Scheving, Soffía
Amundadóttir, Selma Dís Scheving og
Sindri Scheving.
ann þar sem hann beinlínis ætlar að reyna
að kenna þeim að nýta skipulagið sem
verið hefur í kvennaboltanum í Val. Mér
líst rosalega vel á þessa ráðstöfun. Núna
loksins í langan tíma eru ekki þjálfara-
skipti á haustin og er það svo sannarlega
þróun í rétta átt. Það hefur líka verið
ánægjulegt að fylgjast með Donna og
Igori í strákaflokkunum og eru þeir að
gera svakalega góða hluti og eru orðnir
miklir Valsarar."
I kvennaboltanum segir Sossa að mik-
ið hafi verið lagt upp úr því að kenna
Valshjartað og kenna þeim að vera Vals-
arar. „Við segjum stelpunum okkar að
við ætlum að kenna þeim að vera Valsar-
ar og þykja vænt um félagið sitt og Hlíð-
arenda. Við reynum að þjappa stelpuhóp-
unum saman með alls konar félagsstarfi
og það skiptir mjög miklu máli upp á
liðsheildina og stemninguna. Við höldum
matarboð, förum í keilu, sund, bíó og
höldum pizzupartí, skemmtikvöld. Þegar
Sindri sonur minn var í yngri flokkunum
var mjög sjaldan félagsstarf af þessu tagi
hjá flokknum hans, varla nema einu sinni
á ári en á sama tíma eru stelpurnar með
eitthvað félagslegt a.m.k. einu sinni í
mánuði í öllum flokkum, enda eru þjálf-
ararnir almennt uppaldir og þekkja því til
hvers er ætlast.“
Þriðii flokkur kvenna vann Dana
Cup i sumar
Stelpurnar í þriðja flokki Vals sem Sossa
hefur þjálfað undanfarin ár hafa vakið
athygli á undanförnum árum fyrir árang-
ur og hefur liðið verið mjög sigursælt í
gegnum tíðina. Það vakti mikla athygli í
sumar þegar stelpurnar í 3. flokki unnu
örugglega sigur á Dana Cup í sumar þar
sem stelpurnar unnu örugglega alla leik-
ina á mótinu. „Stelpurnar okkar stóðu sig
frábærlega á mótinu, sérstaklega 1995
árgangurinn, en þar eru 6-7 mjög góðar
og efnilegar stelpur og ég held að ég eigi
aldrei eftir að þjálfa svona sterkan
árgang. Stelpurnar vöktu gríðarlega
athygli á mótinu og ekki síst að við spil-
uðum hraðan og einfaldan fótbolta og
héldum boltanum niðri. Útslit mótsins
tala einnig sínu máli þar sem 15 ára liðið
vann úrslitaleikinn 7-0 og eftir mótið
fékk ég óteljandi pósta frá liðunum sem
höfðu mikinn áhuga á því að kynnast
starfinu hjá okkur. Einn meginmunurinn
hjá okkur og flestum nágrannalöndum er
að þar þjálfa foreldrarnir yngri flokkana í
sjálfboðastarfi og þær eru með færri
vikulegar æfingar og einnig taka liðin sér
löng hlé. Hér er líka haldið betur utan um
hópinn, bæði af þjálfurum, foreldrafélagi
og félaginu í heild.“
Metnaðaríullur og skipulagður
þjálfari
„Ég vil að stelpurnar hafi gaman af því
að vera í fótbolta, haldi áfram og nái
markmiðum sínum. Eins vil ég að for-
eldrarnir séu ánægðir. Ég er gríðarlega
skipulögð með bakgrunn sem leik- og
grunnskólakennari, mjög ákveðin og fer
fram á að leikmenn leggi mikið á sig.
Aginn í þeim hópi sem ég er með er mik-
ill og leikmenn vita að það þýðir ekkert
að beygja mig. Ég er samt samvinnuþýð,
alltaf stutt í húmorinn, flétta mikið leik
og keppni inní allar æfingar,“ segir Sossa
ákveðin. „Ég held leikmannafund fyrir
82
Valsblaðið 2010