Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 14
Unnið er að hnkinni Valur 100 ára. Tökum höndum saman
og grömsum eftir gömlum myndum eða gögnum
Um þessar mundir er verið að skrifa bók
um 100 ára sögu Vals sem kemur út á
afmælisárinu 2011. í ritstjórn eru þau
Þorsteinn Haraldsson, formaður, Guðni
Olgeirsson ritstjóri Valsblaðsins og
Hanna Katrín Friðriksson fyrrum hand-
boltastjarna í Val.
Höfundar bókarinnar hafa úr nægu efni
að spila, öllum Valsblöðunum, bókinni
Valur vængjum þöndum sem kom út í til-
efni 70 ára afmælis Vals, gögnum sem
minjanefnd Vals er að sortera auk þess
sem sagnfræðingur hefur gruflað í gögn-
um um Val á Borgarskjalasafninu. Enn-
fremur er verið að leita að gömlum eða
nýjum, óbirtum Valsmyndum, innan vall-
ar sem utan.
Einna mikilvægasti þátturinn er öflun
ljósmynda og er ekki alltaf um auðugan
garð að gresja í þeim efnum. Bók án
góðra ljósmynda er fátækleg bók. Þess
vegna skorar ritstjórnin á ALLA Vals-
menn sem luma á góðum myndum úr
starfinu að hafa samband og koma mynd-
unum á framfæri. Öflugur skanni er til í
Valsheimilinu og er því auðvelt að koma
myndum á tölvutækt form, án nokkurrar
fyrirhafnar. Ennfremur væri frábært ef
skemmtilegt, óbirt efni rataði niður í
Valsheimili, svo ekki sé talað um
skemmtilegar sögur af Valsmönnum, úr
búningsklefanum, á ferðalögum eða
hreinlega í leik og starfi. Bókin verður
skemmtilegri aflestrar ef allur léttleiki og
húmor sem hefur einkennt Valsmenn í
gegnum tíðina ratar í 100 ára sögu Vals.
Munið orð Lolla: ,,Er ekki húmorinn í
lagi?“
Stuttar sem lengri sögur eru því vel
þegnar. Þeir sem luma á myndum,
skemmtilegum gögnum eða sögum vin-
samlegast hafið samband við Þorgrím
Þráinsson í síma 661-4000, eða sendið
honum tölvupóst á netfangið andi@andi.
is
Ritstjóri Valsblaðsins fékk góðfúslegt
leyfir ritstjórnar bókarinnar til að birta
nokkur brot úr sögu Vals sem hafa verið
tekin saman úr gömlum Valsblöðum.
Þorgrímur Þráinsson ritstjóri afmœlisritsins fyrir miðju. Höskuldur Sveinsson til vinstri og Hörður Gunnarsson formaður Vals til
hægri.
Ljosmyndir óskast
14
Valsblaðið 2010