Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 8
Katrín Jónsdóttir fyrirliöi kvennaliðs Vals í knattspyrnu
hampar ásamt félögum sínum bikarnum eftir 1-0 sigur á
Stjörnunni eftir spennandi bikarúrlitaleik.
Starfið er margt
Starfið í Knattspyrnufélaginu Val var
viðburðarríkt og líflegt á árinu sem nú er
að renna sitt skeið á enda. Aðalstjórn
Vals fundaði með reglubundnum hætti og
voru formlegir fundir á árinu 12 talsins,
auk óformlegra funda. Ný stjórn var kjör-
in á aðalfundi félagsins sem haldinn var
29. apríl og voru kjörnir í stjórn auk for-
manns þau Eggert Þór Kristófersson,
Hafrún Kristjánsdóttir, Haraldur Daði
Ragnarsson, Börkur Edvardsson formað-
ur knattspyrnudeildar, Sveinn Stefánsson
formaður handknattleiksdeildar og Lárus
Blöndal formaður körfuknattleiksdeildar.
Friðjón Friðjónsson kom inn í aðalstjórn
á haustmánuðum í stað Barkar. Eggert
Þór var síðan kjörinn varaformaður Vals
á fundi aðalstjórnar.
í haust lét Stefán Karlsson af störfum
sem framkvæmdastjóri Vals eftir tveggja
ára farsælt starf. Hjörtur Fr. Vigfússon
tók við starfi Stefán frá 1. október sl. Á
þessum tímamótum vil ég þakka Stefáni
fyrir ánægjulegt samstarf og fórnfúst og
farsælt starf fyrir félagið um leið og hon-
um er óskað velfarnaðar á nýjum vett-
vangi.
Valur Fyrirmyndarfelag innan ÍSÍ
Valur komst í hóp Fyrirmyndarfélaga
innan ÍSÍ á liðnu sumri. Til að komast í
hóp Fyrirmyndarfélaga innan ÍSÍ þarf að
uppfylla ýmis skilyrði, skilgreina vel alla
ferla, ábyrgðaraðila, markmið og fram-
tíðaráform. Áfangi sem þessi eykur trú-
verðugleika félagsins um leið og það set-
ur kröfur á okkur öll sem komum að dag-
legu starfi og rekstri Vals. Að vera
Fyrirmyndarfélag kallar á fagleg vinnu-
brögð og skýr markmið. Reglubundin
úttekt á starfsemi Vals er áskorun fyrir
okkur öll til að gera betur í dag en í gær.
Auk þess er þetta viðurkenning á því að
hjá Val sé unnið út frá viðmiðum ÍSÍ og
ætti það að auðvelda foreldrum, börnum
og unglingum valið þegar kemur að því
Valur skráði sig á spjöld
íþráttasögunnar á árinu
Skýrsla aðalstjtpnar 2010
8
Valsblaðið 2010