Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 17
Dagny Arnþorsdottir og Sveinn Stefánsson
með börnum sínum, Sveini Aroni og Söru Sif.
fjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja.
„Reynir Vignir þáverandi formaður
Vals re'ði mig sem framkvœmdastjóra
félagsins í júlí 2001, samhliða því sem ég
kláraði síðustu önnina í viðskipta-
frœðinni. Við tók tími þar sem vinnudag-
urinn hófst kl.08:00 og lauk um miðnœtti
alla daga vikunnar. Þarna kynntist ég því
frábœra starfsfólki sem vann hjá félaginu
á þeim tfma; Sverri, EIlu Betu, Baldri,
Brynju og svo seinna Svani og Dodda.
Þau eru eitthvað það besta starfsfólk sem
ég hef unnið með fyrr og síðar að öðrum
ólöstuðum. Það var með ólíkindum hvað
þessu fólki var annt um félagið.
Oftar en ekki dró tnaður sína nánustu í
hin ýmsu sjálfboðastörf á þessum tíma.
Eg man að eitt árið vorum við seinir með
útgáfu á Valsblaðinu og ég gat ekki hugs-
að mér að helstu Valsmennirnir fengju
ekki blaðið fyrir jól. Á aðfangadag fór ég
því með fjölskylduna að keyra út Vals-
blöð og eftir svona 100 blöð þá spurði
Dagný mig hvort þetta vœri nú ekki að
verða ágœtt! “
„Þegar ég kom til starfa lijá félaginu
held ég að botninum hafi verið náð fjár-
hagslega og að sumu leyti félagslega
líka, því allt starfið litaðist á þessum tíma
aferfiðum fjárhag og erfitt var að fá fólk
til að starfa íþví umhverfi. Sem beturfer
höfirni við verið sérlega heppnir með þá
formenn sem hafa valist til að stjórna
félaginu í gegnum tíðina og þess vegna
erum við að uppskera ríkulega með þá
aðstöðu sem við eigum í dag. Það var
mjög lœrdómsríkt fyrir mig sem nýút-
skrifaðan viðskiptafrœðing að koma að
rekstrinum á þessum tíma, fyrst með
Reyni Vigni, síðar Grími ásamt Herði
núverandi formanni. Þessir menn eru
hoknir af reynslu og ég lœrði gríðarlega
margt af þeim. Eins og staðan var slœm
árið 2001 var ég virkilega stoltur af því
að hafa tekið þátt íþeim viðsnúningi sem
varð árin á eftir. Félagið var skuldlaust
þegar ég lauk störfum sem var mikill
áfangi og er ég stoltur að hafa tekið þátt
í þvi'. “
Það er óhcett að segja að það hafi ver-
ið hugsað um hverja krónu á þessu tíma
og ekki sjaldan sem maður talaði um
hvað maður þyrfti að safna mörgum dós-
um til að borga þetta og hitt.
Mér er minnisstœtt þegar við Grímur
Sœmundsen settumst niður einn daginn
með leikmönnum eftir að hafa fallið nið-
ur um deild 2001 og sömdum við u.þ.b.
10 leikmenn þar sem enginn fékk fasta
greiðslu heldur bara bónus ef við kœm-
umst upp í efstu deild. Þetta lið spilaði
frábœran fótbolta sumarið 2002 með
uppalinn Valsmann í nánast hverri
stöðu."
Eins og ég sagði fyrr þá voru þetta
fjögur lœrdómsrík ár, Sveinn Aron hefur
vœntanlega notið góðs af starfi mi'nu hjá
Val, hann eyddi miklum tíma á Hlíðar-
enda á þeim tíma og leiddist það ekki.
Þetta var vissulega engin vinna frá 9-5,
vinnutíminn var mjög óhefðbundinn og
dagurinn oft langur. Það sem stendur
upp úr er vinskapur við marga ágœtis
einstaklinga og margir hverjir, mjög góð-
ir vinir mínir í dag. Ég taldi mig ekki ná
meiri árangri með rekstur félagsins með
núverandi stjórnskipulagi og ákvað því
að Ijúka störfum og prófa eitthvað nýtt.”
Félagið hefur gengið í gegnum miklar
breytingar síðastliðinn áratug bæði hvað
varðar aðstöðu og skipulag. Sveinn hefur
sínar skoðanir á þeim breytingum.
„Það er ekki spurning að félagið hefur
þróast á jákvœðan hátt og aðstaðan er
orðin hreint út sagt frábœr. Ég hef orðið
þess heiðurs aðnjótandi að sýna erlend-
um og íslenskum gestum aðstöðuna und-
anfarin ár og flestir eru þeir mjög hissa
á hversu flott hún er orðin. Breyttar
áherslur í skipuriti félagsins voru á viss-
Valsblaðið 2010
17