Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 110
Viðurkenningan
Viðurkenningar vegna starfa
við Valsblaðið og getraunir
Á gamlársdag 2009 voru veittar tvær
viðurkenningar samhliða kjöri á
Iþróttamanni Vals, annars vegar vegna
Valsblaðsins og hins vegar vegna get-
raunastarfs félagsins.
Hörður Gunnarsson formaður Vals sagði
við það tækifæri.
Agœtu Valsmenn, góðir gestir
Hér eftir sem hingað til eiga allir að
finna eitthvað við sitt hæfi hér að Hlíðar-
enda og það er í okkar höndum að félags-
starfið haidi áfram að blómstra. Hér er
aðstaða til að rækta gömul vinatengsi og
skapa ný, en góður vinur og félagi er eitt
það verðmætasta sem hver einstaklingur
eignast á lífsleiðinni.
Viðurkenning vegna Valsblaðsins -
Guðni Olgeirsson ritstjóri frá 2003
Eitt af því sem markar sérstöðu Vals er
útgáfa Valsblaðsins sem m.a. heldur til
haga mörgu af því sem hæst ber í starfi
félagsins á ári hverju utan vallar sem inn-
an og tilvist blaðsins á sinn þátt í því að
efla nauðsynlega samheldni á milli deilda
Sverrir Guðmundsson umsjónarmaður getraunastarfs Vals frá 1993 tekur við
viðurkenningu.
félagsins. Þegar frá líður eru þessi blöð
ómetanlegar heimildir úr starfi Vals.
Margir hafa lagt mikið á sig til að gera
veg þessa blaðs sem mestan en mig lang-
ar til biðja Guðna Olgeirsson ritstjóra
Valsblaðsins til síðustu sjö ára um að
koma hingað upp og taka á móti smá
þakklætisvotti frá félaginu fyrir ómetan-
legt starf við að safna saman áhugaverðu
efni, myndatökur og útgáfu blaðsins.
Guðni Olgeirsson, ritstjóri Valsblaðsins frá 2003 tekur við viðurkenningu.
Viðurkenning vegna getraunastarfs
- Sverrir Guðmundsson
umsjónarmaður frá 1993
Öflugt getraunastarf er okkur Valsmönn-
um mikilvægt, bæði fjárhagslega en ekki
síst félagslega. Nokkuð dró úr þessari
starfsemi hin síðari ár, en með samstilltu
átaki félagsmanna hefur verið hleypt
auknum krafti í starfið og því horfum við
fram á bjartari tíma. Nokkrir félaga okk-
ar hafa þó haldið tryggð við starfið árum
saman og færum við þeim bestu þakkir
fyrir. En mig Iangar þó sérstaklega til að
geta ómetanlegs starfs Sverris Guð-
mundssonar sem hefur komið að umsjón
með getraunastarfinu óslitið frá 1993, en
frá þeim tíma hefur starfið verið í þeim
farvegi sem við þekkjum í dag. Ég vil
fyrir hönd Vals þakka Sverri mikla elju-
semi og tryggð undanfarin ár og biðja
hann um að koma hingað upp og taka á
móti smá þakklætisvotti frá félaginu.
110
Valsblaöið 2010