Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 51
ýmsar keppnir. Drengirnir skoruðu for-
eldra sína á hólm í handbolta en þar litu
fjölmörg glæsileg tilþrif dagsins ljós. Það
var haldið páskabingó og í lok vetrar fór-
um við saman í keilu og pizzuveislu þar
sem við kvöddum bræðurna Magnús
Inga og Tómas Inga sem eru að flytja til
Danmerkur. Svo má ekki gleyma vina-
vikunni því þá heimsóttu okkur margir
skemmtilegir og efnilegir strákar. Sumir
héldu áfram og eins bættust margir iðk-
endur í hópinn eftir Evrópumeistaramót-
ið í handbolta þar sem íslenska liðið náði
frábærum árangri.
Þjálfari: Ágústa Edda Bjömsdóttir
Aðstoðarþjálfari: Baldvin Fróði Hauks-
son
7. og 8. flokkur kvenna
Veturinn var frábær í alla staði. Mikil
fjölgun var í flokknum sem var með 4 lið
á síðasta móti í 7. flokki. Stelpumar hafa
tekið miklum framförum og stóðu sig
frábærlega á mótum vetrarins sem voru
þrjú talsins. Fyrst var keppt á Ásvöllum,
svo Digranesi og síðast í Víkinni. Stelp-
urnar eiga svo sannarlega framtíðina fyr-
ir sér.
Þjálfari: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir
Aðstoðarþjálfari: Bryndís Bjamadóttir
6. flokkur karla
Strákarnir tóku þátt í 10 mótum yfir vet-
urinn. Yngra árið fór til Eyja og eldra
árið til Akureyrar. Þeir stóðu sig frábær-
Iega á þessu mótum. Flokkurinn er skip-
aður strákum sem hafa gríðarlega mikinn
metnað og vilja til að ná langt.
Eldra árið byrjaði heldur rólega til að
byrja með en þegar fór að líða á veturinn
spiluðu þeir frábæran handbolta. Þeir
vom oft mjög nálægt þvi að að fá gull-
pening og vantaði bara herslumuninn að
klára mótið. Yngra árið spiluðu heilt yfir
vel og er hægt að vera stoltur af þeim.
Margir mjög efnilegir sem hafa sprungið
út í vetur og verður gaman að sjá þá á
næstu árum. Strákarnir byrjuðu veturinn
vel með því að vinna 1 mótið sem haldið
var hér í Vodafonehöllinni. Fullt af efni-
legum handboltamönnum er í flokknum.
Þeir hafa tekið gríðarlegum framfömm.
Þjálfari: Anton Rúnarsson
Mestu framfarir: Ásgeir Snær Vignis-
son
Besta ástundun: Jökull Sigurðarsson
Leikmaður flokksins: Egill Magnússon
6. flokkur kvenna
Fyrir áramót var nánast engin að æfa í 6.
fl. kvenna. En eftir áramót fengum við
styrk frá 5 sprækum stelpum úr Háteigs-
skóla og einnig nokkrum úr 7. fl. kvenna.
Þær hafa staðið sig með stakri prýði. Við
kepptum á einu móti sem gekk vel. Stelp-
urnar voru að spila á eldra árs móti og
vom okkar stelpur allar á yngra ári eða
úr 7. flokknum. Við vonum að sjálfsögðu
að þær haldi áfram á næsta ári í hand-
boltanum hjá Val enda mjög efnilegar
stelpur.
Þjálfarar: Atli Már Bámson og Brynj-
ólfur Stefánsson
Mestu framfarir: Elisa Vif Weisshappel
Besta ástundun: Steinunn Halla Hall-
dórsdóttir
Leikmaður flokksins: Þórhildur Bryn-
dís Guðmundsdóttir
5. flokkur karla
Veturinn var stórglæsilegur í alla staði,
enda var flokkurinn skipaður miklum
snillingum. Flokkurinn keppti á alls 10
mótum og stóðu strákamir sig mjög vel á
flestum þessara móta. Margir eru mjög
efnilegir og einhverjir eru þeir bestu á
landinu í sínum stöðum í þessum aldurs-
flokki. Eldra árið spilaði flottan hand-
bolta og voru nálægt því að fá gullpening
á sumum þessara móta. Yngra árið byrj-
aði veturinn mjög vel og lenti í 3. sæti á
Valsarar í kvénnalandsliðinu í handknatt-
leik sem tóku þátt í úrslitakeppni EM sem
haldið var í Danmörku í desember. Frá
vinstri: Berglind íris Hansdóttir sem leikur
nú með Fredrikstad íNoregi, Rebekka Rut
Skúladóttir, Hafnhildur Skúladóttir, Anna
Ursúla Guðmundsdóttir.
niðurröðunarmótinu og fengu brons-
medalíu. Þeir spiluðu lfka flottan hand-
bolta og náðu svo að sigra á næstsíðasta
mótinu og fengu gullpening og stóðu sig
svo feikilega vel í 1. deild á Húsavíkur-
mótinu. Þessi flokkur er einn sá efnileg-
asti í félaginu og vonast ég eftir því að
allir haldi áfram.
Þjálfari: Gunnar Ernir Birgisson
Mestu framfarir: Guðmundur Þórir
Sigurðsson
Besta ástundun: Andri Geir Guðmunds-
son
Leikmaður flokksins: Darri Sigþórsson
5. flokkur kvenna
Flokkurinn tók þátt í 5 mótum, náði að
sigra í einu og á lokamótinu var ljóst að
flokkurinn hafði sýnt miklar framfarir í
vetur. Leikmenn voru áhugasamir um
æfingar og segja má að kjarni liðsins hafi
æft mjög vel í vetur og haldið vel saman.
Flokkurinn kom saman tvisvar fyrir utan
æfingar og stefnt er að því að enda vetur-
inn í æfingabúðum.
Þjálfari: Dóróthea Guðjónsdóttir
Mestu framfarir: Hafdís Oddgeirsdóttir
Besta ástundun: Egle Sipaviciute
Valsblaðið 2010
51