Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 38
Jafnréttismál í Ijósi
fjölmiðlaumræðu
Á haustdögum birtist frétt í kvöldfréttum
RÚV þess efnis að talsverðs mismunar
gætti hjá íþróttafélögum þegar kæmi að
úthlutun æfingatíma til handa stúlkum
annars vegar og drengjum hins vegar og
hallaði þá verulega á stúlkurnar. f frétt-
inni voru íþróttafélögin einnig ásökuð
um að ráða hæfari þjáfara fyrir strákana.
Um var að ræða úttekt á 15 knattspyrnu-
félögum í tveimur efstu deildum karla og
efstu deild kvenna. Fréttin var sett þann-
ig fram að öll íþróttafélög lágu undir
grun um að jafnréttis væri ekki gætt og
því voru þau knúin til að svara umfjöll-
uninni. Hvorki var leitað til félagsins né
til KSÍ við vinnslu fréttarinnar og ekki
Kaffi Valur opnar að
Hlíðarenda á nýju ári
Á nýju ári verður veitingasala í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda tvíefld en þá opnar
„Café Valur“ sem mun meðal annars bjóða upp á nýlagaða súpu með nýbökuðu
brauði í hádeginu. Einnig verður stefnt að auknu úrvali veitinga á leikjum og öðr-
um viðburðum. Þar verður einnig boðið upp á ýmislegt gott og hollt sem tilvalið er
að grípa strax eftir æfingu og tilvalið er fyrir foreldra að spjalla saman yfir kaffi-
bolla á meðan beðið er eftir krökkunum. Einnig er kjörið fyrir hópa af ýmsu tagi
eða fjölskyldur að hittast yfir á Cafe Valur og horfa á leiki í sjónvarpinu, t.d. meist-
aradeildinni eða enska boltanum.
Starfið er margt
var hægt að fá upplýsingar um þá rann-
sókn sem fréttin var unnin upp úr.
Knattspyrnusamband íslands og íþrótta-
bandalag Reykjavíkur fóru þess á leit við
þau íþróttafélög sem tilheyrðu þeim hópi
sem fréttin var um, að þau gerðu úttekt á
þessum atriðum í sínum félögum. I ljós
kom að öll knattspyrnufélög/deildir sem
hlut áttu að máli gátu sýnt fram að hafa
þessi mál í lagi. Félögin hafa velt því fyrir
sér hvað geti skýrt þá niðurstöðu sem birt-
ist í fréttinni og gæti ein skýringin falist í
því að almennt eru strákahóparnir mun
stærri og þeim í mörgum tilfellum skipt
upp í yngra og eldra árs hópa, sem er t.d.
tilfellið í 6. og 7. fl. karla í fótbolta í Val
einu sinni í viku. Þannig fær flokkurinn
fleiri mínútur en mínútufjöldinn á hvem
einstakling er sá sami óháð kyni. Félögin
hafa einnig bent á að þegar fréttin var gerð
þá var hlé hjá mörgum félögum enda voru
flokkaskipti að eiga sér stað og því gætu
upplýsingar á heimasíðum félaganna ver-
ið ónákvæmar. Það hefði því verið eðli-
legast að hafa samband við félögin áður
en sakir vom bornar á þau.
Knattspyrnufélagið Valur hefur í lang-
an tíma unnið eftir jafnréttisstefnu þar
sem segir: Knattspyrnufélagið Valur
leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna
hvað varðar aðstöðu, þjálfun og fjár-
magn. Félagið veitir öllum börnum og
unglingum möguleika á að stunda íþrótt-
ir óháð kynferði, búsetu, þjóðerni og lit-
arhætti. Laun þjálfara á barna- og ung-
lingasviði taka mið af menntun þeirra og
reynslu en ekki kynferði þeirra sjálfra
eða þeirra sem þeir þjálfa. Laun taka
einnig mið af markaðnum og lúta lög-
máli um framboð og eftirspurn. Þessu til
staðfestingar má benda á árangur yngri
flokka kvenna í gegnum árin. Þess má
einnig geta að félög í Pepsí deild- og 1.
deild karla þurfa að uppfylla ákveðin
skilyrði hvað varðar þjálfaramenntun í
karlaflokki (samkvæmt UEFA) en knatt-
spyrnuþjálfarar sem þjálfa stelpurnar lúta
sömu kröfum hjá Val.
Það er að mörgu leyti jákvætt að jafn-
réttisumræðan skuli hafa farið fram því
þá fékk knattspyrnan tækifæri til að
skoða sín mál og fá staðfestingu á að þau
væru í lagi, allavega hvað varðar tíma-
magn og menntun þjálfara. Hins vegar er
það gömul saga og ný að það gætir enn
talsverðs misréttis þegar kemur að
umfjöllun um íþróttir kvenna í fjölmiðl-
um og hallar þá á kvenfólkið.
Ragnhildur Skúladóttir yfirmaður
barna- og unglingasviðs
38
Valsblaðið 2010