Valsblaðið - 01.05.2010, Side 38

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 38
Jafnréttismál í Ijósi fjölmiðlaumræðu Á haustdögum birtist frétt í kvöldfréttum RÚV þess efnis að talsverðs mismunar gætti hjá íþróttafélögum þegar kæmi að úthlutun æfingatíma til handa stúlkum annars vegar og drengjum hins vegar og hallaði þá verulega á stúlkurnar. f frétt- inni voru íþróttafélögin einnig ásökuð um að ráða hæfari þjáfara fyrir strákana. Um var að ræða úttekt á 15 knattspyrnu- félögum í tveimur efstu deildum karla og efstu deild kvenna. Fréttin var sett þann- ig fram að öll íþróttafélög lágu undir grun um að jafnréttis væri ekki gætt og því voru þau knúin til að svara umfjöll- uninni. Hvorki var leitað til félagsins né til KSÍ við vinnslu fréttarinnar og ekki Kaffi Valur opnar að Hlíðarenda á nýju ári Á nýju ári verður veitingasala í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda tvíefld en þá opnar „Café Valur“ sem mun meðal annars bjóða upp á nýlagaða súpu með nýbökuðu brauði í hádeginu. Einnig verður stefnt að auknu úrvali veitinga á leikjum og öðr- um viðburðum. Þar verður einnig boðið upp á ýmislegt gott og hollt sem tilvalið er að grípa strax eftir æfingu og tilvalið er fyrir foreldra að spjalla saman yfir kaffi- bolla á meðan beðið er eftir krökkunum. Einnig er kjörið fyrir hópa af ýmsu tagi eða fjölskyldur að hittast yfir á Cafe Valur og horfa á leiki í sjónvarpinu, t.d. meist- aradeildinni eða enska boltanum. Starfið er margt var hægt að fá upplýsingar um þá rann- sókn sem fréttin var unnin upp úr. Knattspyrnusamband íslands og íþrótta- bandalag Reykjavíkur fóru þess á leit við þau íþróttafélög sem tilheyrðu þeim hópi sem fréttin var um, að þau gerðu úttekt á þessum atriðum í sínum félögum. I ljós kom að öll knattspyrnufélög/deildir sem hlut áttu að máli gátu sýnt fram að hafa þessi mál í lagi. Félögin hafa velt því fyrir sér hvað geti skýrt þá niðurstöðu sem birt- ist í fréttinni og gæti ein skýringin falist í því að almennt eru strákahóparnir mun stærri og þeim í mörgum tilfellum skipt upp í yngra og eldra árs hópa, sem er t.d. tilfellið í 6. og 7. fl. karla í fótbolta í Val einu sinni í viku. Þannig fær flokkurinn fleiri mínútur en mínútufjöldinn á hvem einstakling er sá sami óháð kyni. Félögin hafa einnig bent á að þegar fréttin var gerð þá var hlé hjá mörgum félögum enda voru flokkaskipti að eiga sér stað og því gætu upplýsingar á heimasíðum félaganna ver- ið ónákvæmar. Það hefði því verið eðli- legast að hafa samband við félögin áður en sakir vom bornar á þau. Knattspyrnufélagið Valur hefur í lang- an tíma unnið eftir jafnréttisstefnu þar sem segir: Knattspyrnufélagið Valur leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna hvað varðar aðstöðu, þjálfun og fjár- magn. Félagið veitir öllum börnum og unglingum möguleika á að stunda íþrótt- ir óháð kynferði, búsetu, þjóðerni og lit- arhætti. Laun þjálfara á barna- og ung- lingasviði taka mið af menntun þeirra og reynslu en ekki kynferði þeirra sjálfra eða þeirra sem þeir þjálfa. Laun taka einnig mið af markaðnum og lúta lög- máli um framboð og eftirspurn. Þessu til staðfestingar má benda á árangur yngri flokka kvenna í gegnum árin. Þess má einnig geta að félög í Pepsí deild- og 1. deild karla þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar þjálfaramenntun í karlaflokki (samkvæmt UEFA) en knatt- spyrnuþjálfarar sem þjálfa stelpurnar lúta sömu kröfum hjá Val. Það er að mörgu leyti jákvætt að jafn- réttisumræðan skuli hafa farið fram því þá fékk knattspyrnan tækifæri til að skoða sín mál og fá staðfestingu á að þau væru í lagi, allavega hvað varðar tíma- magn og menntun þjálfara. Hins vegar er það gömul saga og ný að það gætir enn talsverðs misréttis þegar kemur að umfjöllun um íþróttir kvenna í fjölmiðl- um og hallar þá á kvenfólkið. Ragnhildur Skúladóttir yfirmaður barna- og unglingasviðs 38 Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.