Valsblaðið - 01.05.2010, Page 101
Eftir Sigurð Ásbjörnsson
Nokkur hugtök
í handbolta
Getur djúpur hornamaíur fintað sig framhjá
indíána eftir að hægri shyttan hefur leyst inn?
Síðastliðinn vetur kom til mín móðir
stráks á handboltamóti og sagði að sér
hefði brugðið verulega þegar hún heyrði
þjálfara hrópa að ungum leikmanni:
„Ekki selja sig svona ódýrt!" Ég gerði
mér samstundis grein fyrir því hvað hafði
komið móðurinni úr jafnvægi, vitandi að
hún hefði ríka réttlætiskennd og umræð-
ur um mansal höfðu skömmu áður verið
háværar í þjóðfélaginu. I kjölfarið fór ég
að velta því fyrir mér að líklega væri til
slangur af orðum í handbolta, eins og
víða annars staðar, sem eru kannski
venjulegu fólki framandi. Ég fór því að
punkta niður nokkur hugtök sem eru tals-
vert notuð í handbolta en lítt kunnug utan
hans. Afraksturinn fylgir hér á eftir. Ekki
er um tæmandi hugtakasafn að ræða en
vonandi fá foreldrar betri skilning á spek-
inni sem afkvæmið lætur út úr sér eftir
æfingu eða keppni í handbolta hafi þeir
rennt yfir hugtökin.
Að selja sig (dýrt eða ódýrt): Það er
ekki búið að breyta handboltaköppunum
í markaðsvöru. Þetta orðatiltæki er notað
um það hversu mikið menn láta hafa fyr-
ir sér (sbr. orðatiltækið aö leggja allt í
sölurnar). Ef einhver segir, við munum
selja okkur dýrt gegn Selfyssingum þá
þýðir það einfaldlega að við ætlum held-
ur betur að láta Selfyssinga finna fyrir
okkur. Heyrst hefur að hrópað var að
leikmanni: Ekki selja sig svona ódýrt! En
þá er verið að hvetja viðkomandi til að
standa uppi í hárinu á andstæðingnum.
Láta ekki fara illa með sig.
Suicide (æfing). Ef leikmaður kemur
heim af Handboltaæfingu og segist vera
að kálast þar sem það var suicide á
æfingunni þá hefur hann þurft að taka vel
á. Æfingin er mikið puð og fer þannig
fram að hlaupið er frá endalínu að víta-
teigslínu og til baka, síðan frá endalínu
að punktalínu og til baka, síðan frá endal-
ínu að miðlínu og til baka, síðan frá
endalínu að punktalínunni hinum megin
á vellinum og til baka, síðan frá endalínu
að vítateignum hinum megin á vellinum
og til baka, síðan frá endalínu að enda-
línunni hinum megin á vellinum og til
baka. Þ.e. þetta eru mislangir sprettir
fram og til baka sem reyna virkilega á
þrek leikmanna.
Túrnering. íslenska heitið yfir þetta er
töm. íslandsmótið í eldri aldursflokkum
er spilað með reglubundnum hætti. Með
því er átt við að það er leikið u.þ.b. einu
sinni í viku til skiptis á heimavelli og úti-
velli. Þegar þeim mótum lýkur þá hafa
öll lið í sömu deild keppt tvo leiki sín í
milli. Annan á eigin heimavelli og hinn á
heimavelli andstæðingsins. í 5.-8. flokki
er þessu öðru vísi háttað. Þá er leikið á
hraðmótum um helgi u.þ.b. einu sinni í
mánuði. Það felur í sér að keppt er u.þ.b.
4—5 leiki með stuttum hvfldartíma á milli
leikja. Hvert hraðmót er kallað túrnering.
Drippl og sögnin að drippla. Að
drippla boltanum felur í sér að kasta hon-
um í gólfið um leið og hlaupið er áfram
með boltann. Þessu þarf að beita í hraða-
upphlaupum þar sem ekki má grípa bolt-
ann í sífellu og að hámarki má taka 3
skref með boltann. Þjálfarar eru ekki
hrifnir að því að leikmenn séu að drippla
í hefðbundinni sókn þar sem drippl hæg-
ir á öllu spili. Samheiti sagnarinnar að
drippla er að rekja boltann.
Stinga niður. Að stinga niður er að
drippla einu sinni. Leikmaður með bolt-
ann sem finnur engan til að gefa á reynir
að bjarga sér með því að stinga boltanum
niður.
Sokn
Finta (bæði til sem nafnorð og sagn-
orð, tökuorð úr ensku (e. feint)): Marg-
ir af strákunum í 5. flokki eru duglegir að
finta sig í gegnum vörn andstæðinganna.
í því felst að beita gabbhreyfingum til að
spila sig í gegnum vörn andstæðinganna
og koma sér í skotfæri. En það hefur
heyrst til þjálfara segja við leikmann:
Hvar eru allarfinturnar þínar?
Djúpur. Handboltinn er spilaður á
láréttu gólfi og því kann það að hljóma
framandi þegar þjálfarinn kallar til horna-
mannsins: Ekki svona djúpur. En með
Einn íhdvörn og annar teygir sig til að mœta skothendinni. Úr leik Vals og IBV í 5.
flokki nóvember 2010.
Valsblaðið 2010
101