Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 7
100 ára afmæli
Af dagskrá og atburðum ársins
2011 í tilefni af 100 ára afmæli
Knattspyrnufélagsins Vals
Eftip Reyni Vigni formann afmslisnefndar
I góðri samvinnu afmælisnefndar sem skip-
uð var vegna 100 ára afmælisins, stjómar
félagsins og starfsmanna þess hefur verið
unnið að skipulagningu margra og fjöl-
breyttra atburða á afmælisárinu. Settar hafa
verið upp íþróttakeppnir sem Valsmenn á
öllum aldri munu geta tekið þátt í. Mikil
áhersla er lögð á að allir iðkendur í yngri
flokkum félagsins af báðum kynjum taki
þátt í keppni við iðkendur í öðmm félögum
á sama degi. Einnig hafa verið ákveðnar
keppnir fyrir þá félaga sem ekki keppa
lengur í hefðbundnum boltagreinum, en
leggja stund á aðrar íþróttagreinar. Þá hefur
verið lögð áhersla á að á árinu verði við-
burðir sem Valsmenn á öllum aldri vilja
mæta til og efla með því félagsstarfið í Val
um leið og þeir hitta gamla félaga.
Afmælisárið verður haldið hátíðlegt í
366 daga því það hefst formlega í hádeg-
inu á gamlársdag 2010, með því að merki
afmælisársins verður afhjúpað og kynnt
að Hlíðarenda og fánar sem notaðar
verða í tilefni af afmælinu verða teknir í
notkun. Því lýkur svo með útnefningu
íþróttamanns Vals 2011 á gamlársdag
2011 og það verður væntanlega mikil
keppni um að fá þá nafnbót á afmælis-
árinu. Ekki er búið að ákveða endanlega
alla viðburði, tónleika og keppni ársins,
en flestir þeirra fara fram fyrri hluta árs-
ins og hápunkturinn verður að sjálfsögðu
á afmælisdaginn sjálfan þann 11. maí,
auk þess sem dagarnir í kringum afmæl-
isdaginn verða notaðir vel.
Sérstök ritnefnd var skipuð og undir
hennar stjórn er unnið að mikilli útgáfu-
starfsemi á afmælisárinu, bæði með skrif-
um á bók um starfsemi félagsins frá upp-
hafi og með útgáfu á efni sem nýtt verður
á heimasíðu félagsins og á mynddiskum.
Þá hefur minjanefnd félagsins, sem skip-
uð er meðlimum úr fulltrúaráði Vals, sett
fram skemmtilegar hugmyndir um sýning-
ar á gripum í eigu félagins bæði á Hlíðar-
enda og utan þess.
Eftirfarandi keppnir og atburði
er búið að fastsetja en endanlega
dagsetningar vantar á nokkra;
• 31. desember 2010: Merki afmælisárs-
ins og fánar afhjúpaðir á Hlíðarenda.
• 6. janúar 2011: Brenna og blysför á
Hlíðarendasvæðinu. Súkkulaði, kökur
og söngur.
• 13. febrúar 2011: Keppni allra iðkenda
í handknattleik við önnur félög.
• Mars: Afmælismót í bridge og skák í
félagsheimilinu að Hlíðarenda.
• 16. apríl 2011: Keppni allra iðkenda í
körfuknattleik við önnur félög.
• Maí: Afmælistónleikar Valskórsins.
• Maí: Utgáfa efnis sem unnið er að á
afmælisárinu og sýningar settar upp.
• 11. maí að morgni: Krans lagður að
styttu sr. Friðriks að Hlíðarenda, morg-
unkaffi.
• 11. maí um hádegi: Athöfn í samstarfi
við KFUM við styttu sr. Friðriks í
Lækjargötu.
• 11. maí síðdegis: Hátíðardagskrá að
Hlíðarenda.
• Maí: Kvöldverður og dansleikur Vals-
manna að Hlíðarenda.
• Maí: Skemmtanir og dansleikir fyrir
yngri iðkendur Vals að Hlíðarenda.
• 25. maí: Dagskrá helguð sr. Friðrik á
afmælisdegi hans í samstarfi við
KFUM.
• 28. maí: Afmælishlaup Vals þar sem
lagðar verða mislangar hlaupleiðir, en
hlaupið hefst og endar við Hlíðaenda.
• 2. júní: Keppni allra iðkenda í knatt-
spyrnu við önnur félög.
• 10. júní: Afmælisgolfmót Vals.
• 4. nóvember: Herrakvöld á afmælisári.
• 31. desember: Kjör íþróttamanns Vals.
Valsblaðið 2010
7