Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 11
<fr,
Helgi Daníelsson klippir á borðann og vígir gamla
íþróttahúsið á Valsdaginn 19. september 2010 þegar
gamla Itúsið var tekið í notkun eftir miklar endur-
bœtur. Honum til aðstoðar er Brynjar Harðarson
formaður Valsmanna hf. ogformaður verkefnis-
stjórnar endurnýjunar hússins og Hörður Gunn-
arsson formaður Vals.
þeim með öruggum hætti að Hlíðarenda.
Það, ásamt því að áhersla er lögð á að
ráða menntaða og hæfa þjálfara til starfa
hefur skilað umtalsverðri aukningu iðk-
enda á undanförnum árum. Einnig hafa
verið sett á stofn mjög öflug foreldraráð í
mörgum flokkum sem styðja vel við bak-
ið á starfseminni. Það er virkilega gaman
að geta sagt frá því að í nýrri viðhorfs-
könnun ÍBR eru krakkar í Val ánægðari
með aðbúnað, þjálfun o.fl. en jafnaldrar
þeirra í flestum öðrum félögum. Það er
ánægjulegt fyrir alla Valsmenn að heyra
jákvæð viðhorf, það styrkir okkur í þeirri
trú að við séum á réttri leið og ekki hvað
síst er það gleðilegt fyrir foreldra þeirra
fjölmörgu krakka sem verja stórum hluta
frítímans hér að Hlíðarenda.
Skólaleikar Vals voru haldnir í fyrsta
sinn á síðasta ári og endurteknir nú í vor.
I bæði skiptin hefur framkvæmdin
heppnast frábærlega en krakkar í 5. - 7.
bekk úr hverfaskólunum þremur, Austur-
bæjar-, Hlíða- og Háteigsskóla keppa sín
á milli í hefðbundnum og óhefðbundnum
íþróttagreinum með tilheyrandi stuðningi
og stemningu.
Sumarbúðir í borg voru starfræktar í
sumar eins og fyrri sumur og voru búð-
irnar nú haldnar í 20. sinn. Um 140
krakkar sóttu námskeið sumarsins undir
stjórn Frosta Sigurðssonar íþróttafræð-
ings sem var skólastjóri sumarbúðanna. í
sumar var eins og fyrri sumur boðið upp
á knattspymuskóla Vals og í haust voru
námskeið fyrir börn í hand- og körfu-
knattleik. Sérlega vel tókst til með þessi
námskeið og er sýnilegt að áhugi barna á
starfsemi félagsins fer ört vax-
andi.
A haustmánuðum var yngstu
iðkendum félagsins boðið upp
á Fjölgreinaskóla, það er að
segja krakkar sem koma í skól-
ann fá að prófa í hverjum tíma
a.m.k. allar þrjár íþróttagrein-
amar sem í boði eru hjá
félaginu. Mikil þátttaka og ánægja
hefur verið með þetta nýja fyrir-
komulag enda er það talið mjög
jákvætt fyrir börn að fá að prófa sem
flestar íþróttagreinar. Þetta er því mjög
lofsvert framtak og verður athyglisvert
að fylgjast með þróun þess.
Valur fagnaði 100. Islands og
bikarmeistaratitli á árinu
Hinn 19. september sl. var merkisdagur í
sögu Vals en þá skráði Valur sig enn og
aftur á spjöld
íþróttasögunnar en
þá fagnaði félagið
100. íslands- og bik-
armeistaratitli sínum
en fyrsti íslands-
meistaratitill Vals
vannst árið 1930.
Þetta var jafnframt 22. titill meistara-
flokks kvenna og fimmti íslandsmeist-
aratitillinn sem þær vinna í röð, ásamt
steinsson heilsa upp á leik-
menn í 4. flokki fyrir einn
af skemmtilegustu leikjum
sumarsins sem fóru fram á
Vodafonevellinum í sumar
í3.og 4. fl. karla og
kvenna. Fálkarnir sáu um
að gera umgjörð leikjanna
ógleymanlega.
Jólafundur Fálkanna og eins árs afmœlisfundur í Lollastúku 9. desember 2010. Efri
röðfrá vinstri. Guðni Olgeirsson gestur á fundinum, Már Jónsson, Magnús Guð-
mundsson, Ólafur Ástgeirsson, Baldur Þorgilsson, Sigurður Hallmann ísleifsson,
Benóný Valur Jakobsson formaður Fálkanna, Magnús Ögmundsson, Georg Páll
Skúlason og Sigurður Asbjörnsson gestur á fundinum. Neðri röð frá vinstri. Jón
Gunnar Bergs, Sigþór Sigurðsson, Sœvar Gunnleifsson, Hilrnar Böðvarsson, Bjarni
Hinriksson og Hörður Gunnarsson formaður Vals rœðumaður kvöldins.
Hörður Gunnarsson for-
maður Vals veitir fvrr-
verandi stjórnarmönnum í
knattspyrnudeild viðurkenn-
ingar fyrir vel unnin störf
fyrir félagið. Frá vinstri:
Jón Höskuldsson, Bragi G.
Bragason, E. Börkur
Edvardsson og Hörður
Gunnarsson.
Valsblaðið 2010
11