Valsblaðið - 01.05.2010, Page 27
ín Ýr Bjamadóttir og Kristín Lovísa
Lárusdóttir.
Besta mæting: Hildur Karitas Gunnars-
dóttir
Mestu framfarir: ísold Kristín Rúnars-
dóttir
Liðsmaður flokkins: Kristín Ýr Jóns-
dóttir
5. flokkur karla
Starfið í 5. fl. á keppnistímabilinu var að
mörgu leyti gott. Hópurinn var fjölmenn-
ur eða um 60 strákar. Mætingar voru
nokkuð góðar.
Megináherslan var m.a. lögð á :
• grunntækni
• leikfræði
• Hraða og kraft
Flokkurinn tók þátt í nokkrum mótum og
var árangurinn þokkalegur en honum tókst
ekki að halda sæti sínu meðal þeirra bestu
á íslandsmótinu. Flokkurinn varð hins
vegar fyrsti karlaflokkur Vals sem unnið
hefur fslandsmeistaratitil í Futsal. Að auki
komust fjögur af fimm liðum félagsins í
keppni 1-8 á N1 mótinu, en á mótið fór
fjölmennasti hópur sem farið hefur á veg-
um félagsins á það mót frá upphafi. Við
viljum nota tækifærið til að þakka foreldr-
um og strákunum fyrir tímabilið.
Þjáifarar: Agnar Kristinsson, Hallur
Asgeir Kristjánsson, Breki Bjarnason
og Valdimar Ámason.
Bestu ástundun: Magnús Konráð Sig-
urðsson
Mestu framfarir: Jón Arnar Stefáns-
son
Liðsmaður flokksins: Arnar Geir
Geirsson
4. flokkur kvenna
I 4. flokki kvenna æfðu 23 skemmti-
legar stúlkur. Þær tóku þátt í nokkrum
mótum í ár og stóðu sig mjög vel. Þær
urðu í 2. sæti á Reykjavíkurmótinu, höfn-
uðu í 3. sæti í sínum riðli á íslands-
mótinu, og tóku einnig þátt í Rey Cup.
Rúsínan í pylsuendanum var svo mót
sem þær tóku þátt á Akureyri í septem-
ber, en 4. fl. karla og kvenna fóru saman
á þetta mót. Þetta var skemmtileg, félags-
leg fótboltaferð senr allir höfðu mjög
gaman af. Stelpurnar í 4. flokki eru mjög
metnaðarfullar. Það hafa verið miklar
framfarir hjá þeim en þær eru að læra inn
á 11 manna völlinn. Þær eiga eflaust eftir
að ná langt og framtíðin er því björt hjá
Val næstu árin. Stelpurnar í flokkunum
unnu að alls konar verkefnum í tengslum
við heimaleiki meistaraflokks kvenna í
knattspyrnu og stóðu sig þar með prýði.
Þjálfarar: Það voru tíð þjálfaraskipti í
flokknum þetta árið, Halldór Jón Sig-
urðsson þjálfaði flokkinn ásamt Margréti
Magnúsdóttur og Evu Björk. Síðan tók
Rakel Logadóttir við og þjálfaði flokkinn
ásamt Margréti.
Besta ástundun: Nína Kolbrún Gylfa-
dóttir
Mestu framfarir: Vaka Njálsdóttir
Liðsmaður flokksins: Katla Rún Arn-
órsdóttir
4. flokkur karla
4. flokkur karla var fjölmennari í ár en
undanfarið. í heildina voru 25 piltar á
æfingum allt árið. Flokkurinn hóf leik í
Haustmóti KRR, þar sem strákunum
gekk vel og voru næstum komnir í
úrslitaleik mótsins. Um jólin var tekið
þátt í Jólamóti KRR þar sem skipt var í
yngra og eldra lið og var gamanið haft í
fyrirrúmi. Eftir áramót tók liðið þátt í
Reykjavíkurmótinu, en þar var árangur-
inn ekki eins og vonast var eftir en
drengirnir sýndu góða takta og mikil
þroskamerki i sínum leik. Hópurinn var
að verða samstilltari og andinn í hópnum
Michael Jackson dansar
Break | Freestyle | Mambó
Salsa | Brúðarvals
Hiphop | Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskeið fyrir hópa
Börn - Unglingar -
Fullorðnir
DANSSKÓLI
Jóns Péturs og Köru
Dansfélag Reykjavíkur
-f
Ýmis starfsmanna,- stéttar- og sveitarfélög
veita styrki vegna dansnámskeiöa.
Dansráð Islands | Faglærðir danskennarar Valsheimilið Hllðarenda | 101 Reykjavík | Sfmi 553 6645 | dans@dansskoli.is
| www.dansskoli.is
27
Valsblaðið 2010