Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 33

Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 33
Arnaldur, sonur Gríms er öflugur og efnilegur stuðningsmaður sem mœtir með pabba sínum reglulega á völlinn Valur með mínum Eftir Grím Atlason í mínum huga er bara eitt lið - Valur. Að halda með einu ákveðnu íþróttafélagi er ekki eitthvað sem hægt er að breyta sísvona. Ég hef farið með Snærós og Arnaldi á ófá mótin og stutt þau með ráð- um og dáð en þau voru í röndóttum föt- um. í hita leiksins hefur mér orðið á að hrópa eins og venjulega: koma svo Vais- menn, rífa þetta upp. Kannski eru rönd- óttir þá að spila við Fram nú eða Val. Tvö barna minna styðja sitt félag - félagið sem þau hafa alist upp með og er í þeirra hverfi. Það er ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að hjá mér er aðeins einn Valur og hann er ekki röndóttur. Maður skiptir um stjórnmálaflokka en maður yfirgefur ekki Val. Hlíðarnar eru hverfi æsku minnar. ísaksskóli, Hlíðaskóli og loks MH. Bjó í Eskihlíðinni, í Mávahlíð og við Miklu- braut. í Eskihlíðina kom stundum strákur til ömmu sinnar. Hann hélt með KR og Liverpool. Hann var aðeins eldri en ég og ég leit upp til hans. Liverpool festist við mig en ég hafði hins vegar ekki alveg skilning á þessu KR máli enda liðið í öðru hverfi. Við gátum líka horft yfir á Hlíðarenda úr stofuglugganum og rauði liturinn var einhvern veginn svo fallegur. Það sem réði þó mestu var að í blokkinni minni bjó mamma hans Sigga Har. - besta markvarðar í heimi að okkar mati, og hann var sko Valsari! Aldrei þótti ég merkilegur knattspyrnu- maður - líklega fyrst og fremst vegna þess að ég mætti aldrei á æfingar. Spilaði einn leik með 6. C og reyndi fyrir mér í markinu. Það breytir því ekki að Valur var kominn í blóðið - hvar hann er og mun vera. Fljótlega upp úr þessu fór ég að fara á leiki. Man eftir Atla Eðvalds- syni fara á kostum á Melavellinum og Matthíasi Hallgrímssyni farinn úr gulu treyjunni til að spila með sigurvegurun- um með Sláturfélag Suðurlands framan á peysunni. Ágúst og Kristinn Halls. að styðja sína menn með orðunum „Einn, tveir, þrír: Afram Valur, fleiri mörk!“ algjörlega ógleymanlegir menn. Þegar ég var kominn á Miklubrautina og í Hlíðaskóla tók við enn meiri Valur. Bekkjarfélagar mínir voru m.a. Arnaldur Loftsson - öðru nafni Som vinden blæser - og Gunnlaugur Einarsson sem á þeim árum var aldrei nefndur annað en Gulli Pele. Ég var gjarnan fenginn til að vera í markinu þegar þeir spiluðu tveir á móti öllum hinum. Oftast fóru leikar 20-1 eða 20-0. Einar Þór Daníelsson var enn skyn- samur ungur maður á þessum árum - í það minnsta hvað lið varðar. Ég elti þessa stráka, vini mína og krafði þá um sigur. Oftast hafðist það og árgerð 1970 voru óvenju öflugir knattspyrnumenn í karla- flokki. Undarlegar ráðstafanir manna seint á 9. áratugnum gerðu það hins veg- ar að verkum að flestir þessara öflugu knattspyrnumanna yfirgáfu Val. Á þess- um árum var Valur með hörku lið í öllum greinum. Stelpurnar unnu 1978 og 1986. Guðrún Sæmundsdóttir var í Hlíðaskóla og var best að mér fannst í heila eilífð. Ég hafði snemma náð í talsvert af þeim metrum sem ég ber. Þetta greindu góðir menn á Hlíðarenda og þá var ekkert ver- ið að bjóða manni á æfingu. Mér var ein- faldlega sagt að mæta þá um kvöldið á æfingu í körfubolta - annað væri sóun á góðum metrum. Ég æfði í 2 ár körfu und- ir handleiðslu meistara eins og Torfa Magnússonar. En fyrir sakir forheimsk- unnar í sjálfum hætti ég að æfa körfu rétt orðinn 12 ára. Maður sem er tæplega 3 metrar á hæð og einlægur íþróttaáhuga- maður gerir ekki slíkt. Það veit ég núna. Valur hefur verið hluti af mér í 35 ár. Þrátt fyrir að hafa í reynd eiginlega ekk- ert æft með liðinu hef ég ekkert gefið eft- ir þegar kemur að stuðningi og þátttöku. Válur er og verður bestur. Ógleymanleg- ar eru stundir eins og 25. júlí 1992 á Akranesvelli 1-5 eða þegar Jón Gunnar Bergs fór á kostum á gamla Hlíðarenda- vellinum 3. júní 1988 - við vorum 2-0 undir í hálfleik á móti Þór en unnum 4-2. Dásamlegu bikarleikirnir í upphafi 10. áratugarins þar sem það var eins og við værum alltaf að taka KR í úrslitunum. Haustið 1999 er löngu gleymt og slyddan á Kópavogsvellinum tveimur árum síðar líka. Gleðistundirnar eru svo miklu fleiri. Hvað er t.d. skemmtilegra starf þegar maður er 14 ára en að mála línur á gras- völlinn fyrir stórleiki? Það kom þó fyrir að við þurftum að mála með grænu óaf- sakanlega skakkar línur. Jólaföndur með börnunum sýnir svo ekki sé um villst að beinar línur er ekki mitt fag. Saga Vals er einkar glæsileg. Félagið verður 100 ára á næsta ári. Við þau tíma- mót er rétt að huga að því hvað skiptir mestu máli þegar kemur að íþróttafélög- um. Þegar allt kemur til alls á rekstur íþróttafélags að snúast um þátttöku bama og ungmenna í hverfínu sem félagið starf- ar í. Aðkeyptar stjömur og titlar í efstu deild eru í raun aukaatriði. Vissulega er fátt skemmtilegra en að sigra íslandsmót í efstu deild en leiðin að því marki má ekki vera byggð á hugmyndafræðinni: hvað sem það kostar. Leiðin á að vera að ala upp frábært íþróttafólk í öllum greinum sem uppsker dísætan sigurinn að launum. Ég mun mæta um ókomin ár og styðja mitt lið. Valur er og verður bestur! Valsblaðlð 1958 l/lfl STÖniDUM Á TÍMAMÓTIIM Verið var að ræða stöðu handknattleiksins í Val þegar Grímar Jónsson sem átti sæti í handknattleiksnefnd Vals svaraði blaðamanni: „Mér finnst satt að segja, að krakk- amir og handknattleiksmenn yfirleitt, finni ekki að þeir séu að leika fyrir, eða á veg- um Vals, að til sé aðili, sem hefur skapað þeim tækifæri til þess að taka þátt í leikn- um og að þeir hafi skyldur við þennan aðila. Þetta er þó aðallega yngra fólkið. Það er eins og það viti ekki, að á bak við það eru menn, sem dáðst að því, og hryggjast með því. Menn, sem hafa mikið á sig lagt til þess að einmitt það geti komið og leik- ið sér. Meira að segja eru menn í fyrsta aldursflokki, sem eru á svipuðu þroskastigi félagslega. Þeir fylgjast ekki með, hrífast ekki með í nafni Vals - félagsins þeirra. ... Þetta er sannarlega alvarlegt mál, og kjarni sjálfs félagsandans, sem er lífakk- eri hvers félags, og sannarlega orð í tíma talað, að ræða það, og koma á framfæri." Frímann Helgason Valsblaðið 2010 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.