Valsblaðið - 01.05.2010, Page 34
Freyr Alexandersson og Erla Súsanna Þórisdóttir eiginkona með dœturnar
Alexöndru Ósk tveggja ára og Emblu Marín þriggja mánaða.
Nú er tíminn til
að horfa fram á
veginn með jákvæðni
og vinnusemi
að leiðarljósi
Freyr Aiexandersson hefur undanfarin tvn ár náð
einstökum árangri sem þjálfari hins geysisigursæla
kvennaliðs Vals í iátbnlta, en helur nn tekið við
starli aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla
í fótbolta og vinnur einnig að stefnumótun á
sviði afreksmála hjá félaginu í knattspyrnu
Eftir Guðna Olgeirsson
Það vakti athygli hversu margir leikmenn
meistaraflokks karla í knattspyrnu voru
mættir á herrakvöld Vals sem haldið var í
byrjun nóvember. Aðspurður sagði Freyr
Alexandersson nýráðinn aðstoðarþjálfari
flokksins að lögð hefði verið mikil
áhersla á þátttöku strákanna á herra-
kvöldinu og væri það liður í þeirri stefnu
að leggja meiri áherslu á félagslega þátt-
inn hjá strákunum en ekki síður að þeir
yrðu sýnilegri í félaginu og tengdari.
Þetta vakti athygli blaðamanns Vals-
blaðsins og tók Freyr jákvætt í viðtals-
beiðni um starfið hans hjá Val með áherslu
á uppbyggingu karlaliðs félagsins í fót-
bolta. Eitt síðdegi í nóvember settumst við
niður yfir kaffibolla í Lollastúku og tók-
um tal saman um árin hans hjá Val og
áhugavert var að fá innsýn í áherslur hans
í þjálfarastarfinu en sérstaka athygli vakti
hversu mikla áherslu hann leggur á
jákvæðni og vinnusemi til að ná einhverj-
um árangri og sterka liðsheild.
Freyr Alexandersson er 28 ára gamall
og hefur undanfarin fjögur ár starfað sem
farsæll þjálfari hjá Val en áður var hann
þjálfari hjá Leikni og jafnframt leikmað-
ur hjá þeim. Hann útskrifaðist árið 2009
sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla
íslands með kennsluréttindi í grunn- og
framhaldsskóla og starfar nú í hlutastarfi
sem íþróttakennari á vegum Knattspyrnu-
akademíunnar í Framhaldsskólanum í
Mosfellsbæ. Árið 2009 fékk hann hæstu
þjálfaragráðu KSÍ sem hægt er að taka
hér á landi, þ.e. UEFA- A þjálfararéttindi.
Hann stefnir að því að taka við tækifæri
viðviðbótargráðu í þjálfunarfræðum,
UEFA- Pro, annaðhvort í Englandi eða
Danmörku, en nokkrir íslenskir þjálfarar
hafa tekið þá gráðu. Freyr segist einnig
vera duglegur að endurmennta sig í þjálf-
unarfræðum og sagði m.a. frá stórri og
flottri knattspyrnuþjálfararáðstefnu sem
hann sótti í byrjun ársins og hann rnun
fara á næstu ráðstefnu eftir áramót, m.a.
með Gunnari Borgþórssyni, nýjum þjálf-
ara meistaraflokks kvenna hjá Val. Freyr
segir mjög mikilvægt að halda sér vel við
með því að sækja endurmenntun erlendis
til að fylgjast með því sem er efst á
baugi. Honum finnst að íslenskir þjálfar-
ar mættu vera duglegri að sækja sér
menntun, þótt flestir geri eitthvað.
Tvö (rábær ár hjá 4. flokki kvenna
hjáVal
Freyr kom fyrst að Hlíðarenda 2006 og
var tvö ár þjálfari 4. fl. kvenna í fótbolta,
34