Valsblaðið - 01.05.2010, Side 35

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 35
 fyrst með Margréti Láru Viðarsdóttur og síðara árið með Leu Sif Valsdóttur. Hann náði frábærum árangri með þeim flokki, vann alla titla sem voru í boði nema inn- anhússfótbolta. „Hópurinn var einstakur, stelpumar voru einbeittar og foreldrahóp- urinn var einnig samhentur og ég minnist þess sérstaklega að aldrei var kvartað und- an aðstöðuleysi, en á þeim tíma var nánast engin aðstaða að Hlíðarenda til þjálfunar, íþróttamannvirki voru í byggingu og þjálf- un fór fram hreinlega út urri allt. Ég var þá strax mjög hrifinn af andanum í kvenna- fótboltanum hjá Val, viljanum til að ná árangri og hversu samhentir allir voru í kringum flokkinn og heillaðist um leið af Val sem íþróttafélagisegir Freyr stoltur af stelpunum sínum. Á bakvið tiöldin hjá meistaraflokki 2007 og aostoðarbjálfari 2008 Elísabet Gunnarsdóttir fyrrverandi þjálfari meistaraflokks kvennaliðs Vals réð Frey fyrst að Hlíðarenda, en þau eru félagar frá fomu fari. Freyr segist hafa byrjað að aðstoða Elísabetu 2007 á bakvið tjöldin við þjálfun meistaraflokks samhliða starf- inu með 4. flokk, en þá var hún ólétt. Hann segir að allir í kringum liðið hafi verið ánægðir með þessa aðstoð og segir að í raun hafi ekki verið aftur snúið eftir þennan tíma en fyrst og fremst var hann að nýta þetta tækifæri sem reynslu fyrir sig. Freyr var um tíma leikmaður hjá Leikni en hætti 2008 eftir að honum bauðst aðstoðarþjálfarastarf hjá meistara- flokki kvenna hjá Val. Það ár vom þau Elísabet saman með meistaraflokkinn og jafnframt hætti hann þjálfun yngri flokka hjá Val. Hann segir að samstarf þeirra Betu hafi verið einstaklega gott og það hafi verið spennandi að fá tækifæri að vera tvö með liðið. Liðinu gekk sérstak- lega vel bæði 2007 og 2008 og vann flesta titla sem í boði vom og leikmannahópur- inn var tiltölulega stöðugur. Aðaljbjálfari hjá meistaraflokki 2008 hjá geroreyttu liði Freyr tók síðan við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val haustið 2008 þegar Elísabet Gunnarsdóttir fékk starf við þjálfun í Svíþjóð. „Við þetta breyttust aðstæður mikið að Hlíðaranda, ég fékk Þórð Jensson mér til aðstoðar við þjálfun, en hann þekkir félagið mjög vel og hefur reynst frábærlega. Svo fékk ég Kjartan Orra með mér til að þjálfa líkam- lega þáttinn og einnig tók hann sæti í meistaraflokksráði þar sem hann hefur unnið þrekvirki í að skipuleggja alla umgjörð heimaleikja ásamt góðu fólki í heimaleikjanefnd knattspyrnudeildar. Það sem var erfiðast á þessum tímamótum var að við misstum fjölda leikmanna í atvinnumennsku, t.d. Margéti Láru, Guggu, Guðnýju Óðins., Vönju og Ástu Arna og fengum mjög fáa nýja leikmenn. Ég leit á þetta sem mikla áskorun og náði fljótt að mynda stemningu í hópnum um að einbeita sér að því sem við höfðum, vinna í leikmannahópnum og fyrst og fremst að hafa trú á okkur. Einu nýju leikmennimir voru María Björg Ágústs- dóttir og Embla Grétarsdóttir en þær smullu strax vel inn í hópinn. Það sem situr eftir er hversu ótrúlega skamman tíma það tók að búa til samhentan hóp sem small saman á skömmum tíma sem setti markið hátt og var ekki með neitt væl þótt við hefðum misst marga leik- menn,“ segir Freyr og brosir. Þetta verður ár Breiðabliks Fjölmiðlar spáðu Breiðablik góðu gengi Varamannabekkurinn og þjálfarateyniíð bíða eftir því að flautað verði til leiksloka í siðasta leik íslandsmótsins 2010. Að leik loknum var íslandsmeistaratitlinum fagnað innilega, sem jafnfamt er 100. stóri titill Vals frá upphafi. Valsblaðið 2010 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.