Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 58

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 58
Starfið er margt fáheyrt) skotum sem hann fékk á sig í hálfleiknum. Víkingur átti líka frábæran leik í sókn og vörn. Þá spiluðu strákarnir allir sem einn mjög góða vörn. Frábær hálfleikur og góður sigur 13-9 fyrir Val. Valur - Selfoss. Þá var komið að næsta leik sem var gegn Selfossi. Selfyssingar eru með mjög gott starf í yngri flokkun- um í handbolta og bæði karla- og kvenna- lið félagsins eru í hópi betri liða í öllum flokkum. Síðast unnum við þá 12-8 en þurftum að hafa nokkuð fyrir því að leggja þá að velli. I þessum leik skipti miklu frammistaða Alexanders í vörn- inni. Hann spilaði fyrir utan í 5-1 vörn og var á fleygiferð og gerði vinstri skyttu Selfyssinga sérstaklega erfitt fyrir og hægði mjög á spili þeirra. Sókn þeirra var því broddlaus. Valur vann sanngjarn- an sigur 15-9 í þessum leik. Valur - FH. Við ræddum það fyrir leik að þeir myndu mæta okkur með flata 6-0 vörn. Skytturnar okkar kættust við til- hugsunina, lágvaxnir gaurar að spila 6-0 vörn. Nammi, namm. En liðið sem mætti okkur á vellinum var eitthvað allt annað en við áttum von á. Við vorum alls ekki tilbúnir og lentum strax 3-0 undir. Við héldum samt í við þá og fyrri hálfleikur var spennandi en þeir voru samt alltaf skrefinu á undan. Vörnin þeirra var spil- uð mjög framarlega og ég hafði það á til- finningunni að þeir hefðu kortlagt Jóhann, markmanninn okkar. Það var ábyggilega engin skyndihugdetta að spila allt öðru vísi heldur en þeir gerðu á móti Stjörnunni. FH vann þennan leik 17-10 sem endurspeglar alls ekki getumuninn í leiknum. En FH-liðið er mjög gott og þeir slaka ekkert á þó svo að þeir séu komnir með 2-3 marka forskot. En við getum vel unnið þá og við stefnum vita- skuld að því að leggja þá að velli. Sjálfs- traust FH- inga er í hæstu hæðum eftir að hafa sigrað á síðustu 6-8 mótum. Spilið hjá okkur gekk ekki nógu vel, en Egill sýndi það í þessum leik að hann er meist- ari stoðsendinganna og skapar gríðarlega með spili sínu. Þá er Róbert að vaxa sem varnarmaður. Valur - Stjarnan. Við þekkjum nokkuð til leikmanna Stjörnunnar og þær kenn- ingar eru til að tvíburarnir Dagur og Máni hafi lært til verka hjá Val. En þeir bræður eru áberandi bestu menn liðsins. Stjarnan er lið sem við eigum að vinna í hverjum meðal leik okkar stráka. En í þessum leik var eins og menn væru sof- andi framan af. Leiknum lauk með sigri Stjörnunnar 15-14 eftir æsispennandi lokamínútur. Við Valsmenn vorum ekki ánægðir með rausnarskap dómaranna í garð hægri skyttunnar hjá Stjörnunni en sá piltur fékk að rölta ítrekað 4—5 skref með boltann áður en hann reyndi skot. Þennan leik áttum við að vinna, einfald- lega vegna þess að við erum með betra lið en Stjarnan. En ef við leggjum okkur ekki fram þá vinnum við ekki og það er ekki nóg að spila á fullum krafti síðustu fimm mínúturnar. Arnar átti frábæran leik í Valsliðinu bæði í sókn og vörn, þá var Emil mjög góður. Þegar við unnum boltann í vörninni þá var Emil alltaf fyrstur fram, en því miður fyrir okkur þá komum við boltanum aldrei fram á hann og við fengum aldrei mark úr hraðaupp- hlaupi. Mótið í heild. Valsstrákarnir sýndu það á þessu móti að þeir eiga heima í hópi þeirra bestu í 1. deild. Það sem meira er, þeir eiga að gera þá kröfu til sín sjálfir að vera í efri hlut- anum. Þeir geta unnið öll þessi lið sem þeir spiluðu gegn á mótinu en til þess þurfa allir að leggja sig fram. Við höfum hækkað um eitt sæti í styrkleikaröðun og verðum í 4. sæti á næsta móti, samferða- félagar okkar í ÍBV eru hins vegar aftur komnir niður í 2. deild. Það er athyglisvert að ég veit ekki til þess að við höfum fengið víti í þessu móti. Ég minnist þess bara að við höfum fengið 3 hraðaupphlaup (Alexander fékk þau öll þegar hann spilaði fyrir framan í 5-1 vörn). Leikmenn Vals Valsstrákar áttu að mínu mati gott mót. En verkefnið er að þyngjast. Við mætum erfiðari andstæðingum og þeir eiga eftir að verða enn erfiðari næst. Flest liðin voru að spila í fyrsta skipti gegn okkur og þeir sem töpuðu ætla sér ábyggilega að gera betur næst. Strákarnir eru allir í hörku framför. Jóhann Páll varði mjög vel og átti sinn besta leik á ferlinum í seinni hálfleik gegn ÍBV. Hann gjörsam- lega læsti markinu og fleygði lyklinum. Þvílík frammistaða. Róbert var sennilega að spila sitt besta mót, fyrst og fremst með mikilli framför í vörninni. Strákarn- ir sögðu mér líka að hann hefði átt mjög góðan leik gegn HK á laugardeginum. Arnar var mjög góður í sókninni og gætti sín á því að láta ekki senda sig út af eins og gerðist í tvígang í sama leiknum á fyrsta mótinu fyrir varnarbrot. Víkingur var duglegur í vörn og er afar vaxandi spilari í sókninni og er að þroskast skemmtilega sem fjölbreyttur sóknar- maður bæði með augun opin fyrir sam- herjum á línunni, fintum og skotfærum. Ég sá Darra í fyrsta skipti keppa á móti. Darri skoraði glæsilegt mark af línunni og klippti hornamenn andstæðinganna nokkrum sinnum út þegar við vorum í vörn en það getur verið varasamt að stunda það. Alexander með sínar kviku hreyfingar er flottur fyrir utan vörnina. Hann er fiskinn í vörn og komst nokkr- um sinnum inn í sendingar andstæðing- anna. Þá spilaði Alexander í vinstra horn- inu þar sem Jökull spilar yfirleitt og leysti Alexander það verkefni með prýði. Egill var mjög skapandi á þessu móti og hann er með áberandi vandaðar stoðsend- ingar, auk þess sem hann skoraði nokkur mörk sjálfur. Emil var flottur í vörninni og þá er hann afar fljótur fram í sókn eft- ir að við vinnum boltann. En strákarnir þurfa að hugsa meira um það að líta fram eftir að við höfum unnið boltann. Ef við vinnum betur í hraðaupphlaupunum þá erum við að fá mörk á silfurfati, en það gerðist ekki á þessu móti. En við fengum slík mörk á okkur. Helgi var mikið á bekknum eftir byltuna á sunnudags- morgninum en spilaði til skiptist í vinstra eða hægra horni og leysti það með sóma. Helgi er líka klókur þegar hann leysir inn á línu. Hann hefur gott auga fyrir því að standa þannig að vörn andstæðinganna fái ekki algjört ferðafrelsi, en með því opnar hann leið 'fyrir gegnumbrot og skot samherjana. Hvað svo? En fréttaritarinn vill halda því fram að eitt af verkefnunum fram að næsta móti sé að bæta varnarvinnu liðsins. Emil og Víkingur eru góðir í vörn og flestir eru að bæta sig en leikirnir vinnast á góðri vörn. Handbolti er ekki skotkeppni þar sem menn koma í vörnina til að hvfla sig. Og nógu vel þekki ég Jóhann til þess að vita að hann kemst í banastuð þegar liðið spilar góða vörn. Síðan þurfa menn að hugsa hvernig þeir vilja leysa það verk- efni að spila gegn vörn sem spilar mjög framarlega, en með alla okkar flottu fint- ara þá á það ekki að vera vandamál. Næsta mót verður í Kaplakrika um miðj- an janúar. Ég hlakka til. 58 Valsblaðið 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.