Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 65
var ansi stór stund, en ég myndi líka
segja að það hafi verið ansi stór stund
þegar ég manaði mig upp í það að syngja
fyrir fullum sal í Háskólabíói.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Dagný Brynjars-
dóttir er svakalegt náttúrutalent.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Ég myndi segja að
íslandsmeistarinn í boxi, Kolbeinn Kára-
son sé leikmaður sem vert er að fylgjast
með á komandi árum.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót-
bolta hjá Val: Mér er farið að lítast betur
og betur á þá. Það er ekkert leyndarmál
að á sínum tíma var ekki nógu vel hugs-
að um yngri flokka félagsins en mér sýn-
ist vera miklar breytingar á því og metn-
aðurinn sé orðinn eins og hann á að vera
- svo að ég held að framtíðin sé björt fyr-
irVal.
Hvað þarf að gera til að efla yngri
flokkana: Mitt álit er það að þjálfarar
fylgi strákum lengur en var í minni tíð og
ég held að það sé að gerast. Einnig finnst
mér að þeir flokkar sem eru nálægt
meistaraflokknum séu að gera svipaða
hluti og meistaraflokkurinn, t.d. að sama
kerfi sé æft og hjá meistaraflokknum.
Fleygustu orð: Þú fékkst ákveðinn tíma
hér á jörðinni, þú ræður hvað þú gerir við
hann.
Mottó: Forget regret or life is yours to
miss.
Við hvaða aðstæður líður þér best: I
Valsbúningnum, á Valsvellinum rétt áður
en leikurinn hefst eða uppi í rúminu mínu
að taka hina frægu „eftirskólalögin".
Hvaða setningu notarðu oftast: Ert’að
grilla í mér?
Hvað er það fallegasta sem hefur verið
sagt við þig: Þegar Hjörvar Hafliða sagði
„hann er eins og Beckham þarna á hægri
kantinum" í umfjöllunarþætti á RÚV um
íslenska boltann.
Fyrirmynd þín í fótbolta: Minn uppá-
haldsleikmaður í gegnum tíðina var
Thierry Henry og ég horfði mikið á hann
og spila því oft svolítið eins og hann.
Annars finnst mér mjög gaman að horfa
á Fabregas og svo er auðvitað Lionel
Messi svakalegur.
Draumur um atvinnumennsku í fót-
bolta: Spila með Arsenal.
Landsliðsdraumar þínir: Það er auðvit-
að draumur hvers sem er í þessu af
alvöru að spila með íslenska landsliðinu
- og ef maður kæmist þangað væri mað-
ur auðvitað til í að gera einhverja stærri
hluti með því en hefur verið.
Besti söngvari: Fyrir utan Amor í Boys
from Heaven myndi ég segja Freddie
Mercury.
Besta hljómsveit: Manic Street Preac-
hers.
Besta bíómynd: Svona hvað nýjar
myndir varðar þá eru Inception og Social
Network hrikalega góðar, annars eru það
einhverjar klassískar eins og LOTR eða
The Big Lebowski.
Besta bók: Alkemistinn - Paulo Coelho.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Arsenal.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
metnaðarfullur, grillaður, talar færeysku.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Ég myndi reyna að sameina
deildir innan félagsins betur.
Hvað finnst þér að eigi að gera til að
halda upp á 100 ára afmæli Vals 2011:
Mér finnst að allir Valsmenn eigi að taka
saman höndum til þess að árangur lið-
anna verði sem bestur á komandi leiktíð-
um. Við viljum hafa þetta ár eftirminni-
legt.
Bloggsíðan þín? www.facebook.com/
vedder
vodafone
r' Áf ALONG
REYNSLA
YONDub
ÞjOI\iusta
OOTT VEFin
VANDAMALIÐ
Stíflur, leki og hrun eldri
lagna geta valdið losun
mengandi efna sem
eru skaðleg fyrir bæði
v menn og náttúru.
LAUSNIN
Lögnin er endurnýjuó án
þess að þurfi að grafa:
- endingargóð lausn
- minni fyrirhöfn
- lægri kostnaður! /
Viðgerðir
. Viðhald
Nýlagnir
Breytingar
Snjóbraeðslukerfi
Ofnkranaskipti
Heilfóðrun
Partfóðrun
Greinafóðrun
Lagnaskipti
Orenlagnir
... og öll almenn
pípulagningaþjónusta
Bjargaðu verðmætum!
Komdu í veg fyrir eyðileggingu af völdum skemmdra lagna
með míklum tilheyrandi endurbótum og viðgeróarkostnaði.
Metum ástand lagna
Við endurnýjum lagnirnar innanfrá með háþróaðri tækni
sem tryggir endingu og lágmarks rask. Fáöu okkur til þess aó
mynda lagnimar og vió metum kostnaóinn ef viögerða er þörf.
Einstaklingar og sveitarfélög
Bjóðum heildarlausnir fyrir einstaklinga jafnt sem sveitarfélög.
Þú færö tilboö og vió fóórum og skiptum um lagnir eftir því
sem hagkvæmast þykir hverju sinni.
Ástandsskoðun og viðhald sem margborgar sig!
GG LAGNIR
PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
www.gglagnir.is
GG lagnir ehf. • Dugguvogi 1 b »104 Reykjavík • Sími 517 8870 • Gsm 660 8870 • gglagnir@gglagnir.is
Valsblaðið 2010
65