Valsblaðið - 01.05.2010, Side 72

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 72
Stefnumótun Meginþættir í nýrri afrehsstefnu Vals Að undanförnu hefur verið unnið að mót- un afreksstefnu hjá Val sem þegar er far- ið að vinna eftir, Eftirfarandi eru helstu atriði í stefnunni. Efnið er fengið frá afrekssviði Vals Valur hefur það að markmiði að eiga ávallt íþróttamenn í fremstu röð í knatt- spyrnu, handknattleik og körfuknattleik. Félagið býður upp á aðstöðu sem ýtir undir áhuga ungmenna til að skara fram úr og viðhalda fjölmennum hópi íþrótta- manna. Með afreksstefnunni skapar Val- ur grundvöll fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk til að ná hámarksárangri og leggja rækt við sál og líkama. Valur hefur traustan rekstrargrundvöll og leggur sig fram um að bjóða upp á skýra valkosti. Valsmenn eru hvattir til að koma sem oftast að Hlíðarenda og taka þátt í fjölbreyttu starfi þar sem inn- viðir eru sterkir og vinnubrögð markviss. Þjónustulund er ætíð höfð að leiðarljósi og starfið byggir á skilvirku upplýsinga- streymi og jákvæðum viðhorfum. Markmið Vals er að bjóða keppnis- og afreksmönnum upp á: • metnaðargjarna og vel menntaða þjálf- ara • óaðfinnanlega æfinga- og keppnisað- stöðu • öflugan stuðning félags- og stjórnar- manna • góða aðhlynningu lækna, sjúkraþjálf- ara, næringarfræðinga o.fl. • einstaklingsmiðaða styrktarþjálfun • kennslu í markmiðasetningu og eftir- fylgni Framúrskarandi íþróttauppeldi Hlutverk Vals er að leitast við að hámarka lífsgæði Valsmanna, auka vel- Ifðan þeirra og tryggja árangur. Félagið býður upp á framúrskarandi íþróttaupp- eldi sem styrkir sjálfsmynd barna og ung- menna og leiðir til heilbrigðara lífs. Val- ur skapar afreksfólki bestu mögulegu for- sendur til að þroska og þróa hæfileika sína. Og félagið veitir Valsmönnum á öll- um aldri tækifæri til að rækta tengsl við félagið og aðra Valsmenn. flbyngö - Metnaður - Lífsgleði - Heilbrigði Gildi Vals eru í meginatriðum fjögur auk einkunnarorða félagsins: Látið aldrei kappið bera fegurðina ofur- liði. Abyrgð • sýnum ábyrgð við uppeldi ungmenna • berum virðingu fyrir umhverfinu • stýrum fjárhag af ábyrgð og festu Metnaður • Valur á öflugasta afreksfólk landsins • aðstaðan ávallt til fyrirmyndar • gæði þjónustu framúrskarandi • heiðarleiki innan vallar sem utan • Valsmenn fyrirmyndir í hvívetna Heilbrigði • Hlíðarendi alltaf án tóbaks • reglusemi og heilbrigð lífsviðhorf • þjálfarar fyrirmyndir'iðkenda í orðum og athöfnum • virðing gagnvart samherjum og mót- herjum Lífsgleði • látum aldrei kappið bera fegurðina ofurliði • ánægðir starfsmenn • njótum þess sem við gerum • iðkendur og foreldrar himinlifandi • Valsmenn á öllum aldri vilja taka þátt í starfinu Afreksstefna mcistaraflokka • meistaraflokkar Vals eru ávallt í einu af þremur efstu sætunum á íslandsmót- um • meistaraflokkarnir vinna sér keppnis- rétt í Evrópukeppni að lágmarki annað hvert ár • á hverju ári eru einn til tveir leikmenn seldir til erlendra liða Framtíðarfólk Vals Metnaðarfullur og faglegur vettvangur fyrir framtíðar afreksfólk Vals í 2. aldurs- flokki. Alhliða þjálfun sem grundvallast á því; að greina styrkleika og veikleika leikmanna, einstaklingsþjálfun, fyrirlestr- um sérfræðinga, markmiðasetningu o.fl. Með afreksstefnunni skapar Valur grund- völl fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk sem ætlar að ná einstökum árangri í íþrótt sinni. Arið 2011 á „Valsstefnan“ að vera við- urkennd sem íþróttauppeldisstefna sem laðar fram það besta í hverjum einstak- lingi, hvort sem hann stefnir á hámarks- afrek eða almenna þátttöku. Valsblaðið 1963 SLEIV LEIKMANNA Úr viðtali við Albert Guðmundsson Eitt er líka athyglisvert í Val og raunar í flestum liðum hér, og það er að strax þegar menn hafa komizt upp í meistaraflokk og líta á sig sem fasta menn þar, er eins og eitthvert slen komi yfir þá, það er eins og þeir stöðvist á þroskabrautinni. Þetta er alvarlegt mál fyrir þroska knattspyrnunnar hér. Þetta stafar ekkert af öðru en æfinga- leysi og áhugaleysi og of mikilli sjálfsánægju með það að vera kominn í meistara- flokk. Hvemig er hægt að laga þetta? Það er sjálfsagt erfitt en það þarf að breyta hugsanagangi þeirra sem velja lið, þar þurfa að vera menn með mikla reynslu og mannlega þekkingu. Undantekningarlaust á að velja í kapplið menn, sem hafa stundað erfiðisvinnu, menn sem eru harðir af sér, bæði hvað skapgerð snertir og eins hvað líkamsbyggingu snertir. Af tvennu jöfnu mundi ég taka harðan verkamann til keppni og æfinga en leikinn skólapilt. Sá, sem ekki stundar erfiðisvinnu verður að leggja að sér mjög harða þjálf- un, ef hann á að geta vegið upp á móti þeim sem daglega leggur að sér erfiðisvinnu. 72 Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.