Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 80
Sojfía Amundadóttir í þjálfaragallanum
Hver er Vaismaðurinn?
Eftir Guðna Olgeirsson
Þegar ég fer í þjálfara-
gallann gleymi ég
stund og stað
Sofffa Ámundadottir léh knattspyrnu með Val í 20
ár, frá 10 ára til þrítugs og á 150 leiki í efstu
deild með Val að baki og S landsleiki. Hun vann
Soffía Ámundadóttir, betur þekkt í Val
sem Sossa, er fædd og uppalin í Breið-
holtinu, nánar tiltekið í Fellunum og seg-
ist mikið hafa leikið fótbolta við strákana
úti á skólalóð Fellskóla. „Strákarnir í
mínum bekk voru mikið í Val, upp alla
yngriflokka og þeir drógu mig út í fót-
bolta og sögðu strax við mig „þú er mjög
góð í fótbolta". Valsstelpurnar í hverfinu
spurðu mig hvort ég vildi ekki koma að
æfa með þeim og eftir að ég byrjaði
missti ég ekki af æfingu og fórum við
alltaf á æfingar með strætó. Ég byrjaði
10 ára gömul í Val, árið 1983 en þá voru
bara tvö kvennalið í Reykjavík, Valur og
KR. Það var aðeins styttra að fara á Hlíð-
arenda. Ragga Skúla var fyrsti þjálfari
minn og var ég ánægð með þjálfunina
sem ég fékk á þessum tíma.
Gaman í yngni flokkum Vals
„Þegar ég byrjaði að æfa fótbolta hjá Val
voru bara til meistaraflokkur og 2. flokk-
ur, engir sérstakir yngri flokkar en yfir-
leitt fáar stelpur í hverjum árgangi. Það
var bara eldri flokkur og yngri flokkur.
Ég æfði og lék í 6 eða 7 ár með öðrum
flokki áður en ég fór í meistaraflokkinn.
Síðustu árin mín í 2. flokki var kominn
3. og 4. flokkur og síðan bættust við
smám saman yngri flokkar. Aðstaðan að
alla titla meö félaginu sem í boði voru. Undanfarin
ár hefur hún starfað sem þjalfari hjá yngri
kvennaflokkum Vals og náð einstökum árangri og
hefur einnig mikinn áhuga á að efla félagsstarfið
hjá Val og fjölga virkum iðkendum í öllum deildum
Hlíðarenda var allt öðruvísi en þá var
bara gamli salurinn og malarvöllur. Mig
minnir við hafa fengið tvær æfingar í
viku og það var yfirleitt á sunnudags-
morgnum klukkan níu yfir vetrartímann.
Svo vorum við bara úti - maður þurfti að
klífa snjóinn upp í læri. Við stelpurnar
æfðum oft aukalega og við vorum einnig
alltaf í fótbolta í skólalóðinni. í yngri
flokkunum tókum við þátt í ýmsum mót-
um. Pæjumótin í Eyjum voru frábær en
eftirminnilegast var að fara á Gothia Cup
1988. Okkur gekk reyndar ekkert sér-
staklega vel á því móti en ferðin var
félagslega rosalega skemmtileg."
Tóku þátt í að tyría grasvöllinn
starfi. „Við vorum alltaf tilbúnar að gera
eitthvað fyrir Val og sögðum alltaf já við
öllum óskum en man ekki til þess að við
höfum fengið eitthvað fyrir það. Ég man
sérstaklega eftir því þegar neðra grasið
var lagt, ætli við höfum ekki verið um
fermingu, þá var bara hent einhverjum
steinasandi yfir allt svæðið og við vorum
í um fjóra daga að tína steina, en það
máttu ekki vera þarna stórir hnullungar.
Okkur fannst þetta svo sjálfsagt, við
eyddum mörgum klukkutímum á dag í
þetta sjálfboðastarf, þ.e. stelpurnar en
strákamir tóku ekkert þátt í þessu. Eins
unnum við mikið á heimaleikjum, vorum
í sjoppunni o.fl. en ég man aldrei eftir að
strákar hafi verið með okkur.“
Valsstelpurnar voru að sögn
Sossu alltaf tilbúnar að vinna
fyrir félagið sitt og taka þátt í
alls konar sjálfboða-
Sigurvegarar Pollamóts Þórs 2010: Efri röð frá vinstri:
Sigga Baxter, Erna Erlendsdóttir. Laufey Ólafsdóttir,
Bergdís Guðnadóttir, Margrét Hrafnkelsdóttir. Neðri röð
frá vinstri: Soffra Ámundadóttir, Katrín H. Jónsdóttir,
Guðbjörg Ragnarsdóttir og Iris Andrésdóttir