Valsblaðið - 01.05.2010, Page 81

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 81
r GFFFF hópurinn samanstendur af gömlum leikmönnum í Val sem enduðu saman árið 2003 í Fjölni í 1. deild. Fjölnir vann deildina og komst sann- fœrandi upp í úrvalsdeildina og var Sossa fyrirliði liðsins. A myndinni eru: Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, Sojfía Amundadóttir, Margrét Lilja Hrafnkels- dóttir og Hjördís S. Símonardóttir. Sossa hefun leikið með mörgum kyusldðum Sossa byrjaði ung að leika með meistara- flokki Vals og var 15 ára þegar orðin fastamaður í byrjunarliðinu. Á þeim tíma voru nokkur kynslóðaskipti að eiga sér stað en Sossa náði að leika með flestum þekktustu leikmönnum Vals á löngum og farsælum ferli sínum í meistaraflokki, en hún lék samfellt með þeim í 15 ár. „Mín- ar fyrirmyndir í fótbolta eru eiginlega tvær, Gunna Sæm. og Ragga Víkings. Ég var alltaf rosalega hrifin af þeim í fót- bolta af því þær báðar gerðu hlutina ein- falt og skiluðu báðar frábærum ferli. Ég var svo heppin að fá að leika með þeim þegar ég steig mín fyrstu spor 15 ára með meistaraflokki og kenndu þær mér rosa- lega mikið. Síðan lék ég mörg ár með stelpum sem voru á svipuðum aldri og ég, kynslóðin sem ég spilaði mest með hjá Val og eru mínar bestu vinkonur, t.d. Krissa, Erla, Hilla og Rósa Júlía.“ Sossa náði 15 tímabilum i meistara- flokki og var gengi liðsins misjafnt á þessum tíma en yfirleitt í toppbaráttu. Fyrsta árið í meistaraflokki varð liðið íslandsmeistari 1989 en Sossa hætti eftir tímabilið 2003 og þá var Iiðið í toppbar- áttu. Hún var í úrtakshópum í yngri landsliðum íslands og lék með U20 landsliðinu um tíma og lék m.a. þar með HeUbrig Cava Grande hlaupahópurinn. Neðri röð frá vinstri: Sigrún Norðfjörð, Kristín Briem, Ragnheiður Víkingsdóttir. Efii röð frá vinstri: Guðrún Sœmundsdóttir, Sojfía Ámundadóttir, Asgerður H. Ingibergsdóttir og Bryndís Valsdóttir. Þessi hópur hittist reglulega og hleypur 10 km. Eftir hlaupið er farið í pottinn og skálað. Katrínu Jónsdóttur. Hún var einnig stund- um í hópi í A landsliðinu en á skráða 4—5 leiki með U20 liðinu. „Árin þarna á milli vorum við 6 eða 8 sinnum í 2. sæti og oft réðust úrslitin í síðasta leik en Breiðablik og KR skiptu titlunum yfirleitt á milli sín á þessu tímabili. Það vantaði alltaf bara pínu herslumun í íslandsmótinu. Ég fór á mínum ferli átta sinnum í bikarúrslitaleik og urðum við fjórum sinnum bikarmeist- arar,“ segir Sossa greinilega stolt. „Ég náði undir lok ferilsins að leika með ýmsum af þeim leikmönnum sem nú eru með meistaraflokki, t.d. Kristínu Ýr, Rakel Loga og Dóru Maríu þannig að ég hef nánast náð að kynnast öllum kyn- slóðum leikmanna frá upphafi og eru það ákveðin forréttindi," segir Sossa greini- lega ánægð. Mikill félagsskapur í Val í gegnum tíðina hafa orðið til nokkrir hópar sem tengjast fótboltanum hjá Val. Sossa tilheyrir nokkrum þeirra og þeir gera ýmislegt saman og auk þess hafa ýmsar knattspyrnukempur tekið þátt í starfi Old girls hjá Val undanfarin áratug en þar hefur Sossa verið með frá því 2003. Stelpurnar í Old girls æfa einu sinni í viku og hafa tekið þátt í ýmsum mótum í gegnum tíðina og hefur þeim gengið ákaflega vel og félagsskapurinn verið skemmtilegur. Sossa segir að gamla gullaldarliðið, t.d. Bryndís Vals, Gunna Sæm., Ragga Víkings. og Ragga Skúla hafi lagt grunninn að þessari þéttu félags- einingu í kvennaboltanum í Val og þær Iögðu alltaf mikið upp úr félagslega þætt- ossa 10 ára með rsta bikarinn fyrir itbolta. Innan- ússmót Fellaskóla. inum í þjálfun. „Ég held að við höfum mikið lært af þeim og svo kennum við þeim yngri. Það hefur örugglega haft mjög mikið að segja að Valur hefur frá upphafi haft uppalda þjálfara með Vals- hjartað á réttum stað. Svo hef ég einnig starfað fyrir Val á öðrum vígstöðvum, s.s í foreldraráði, meistaraflokksráði, íþrótta- skóla barnanna og verið skólastjóri Sum- arbúða í borg, þannig að ég hef víða komið við hjá félaginu," segir Sossa greinilega með Valshjartað á réttum stað. Mikill munur á karla- og kvennaílokkum í fdtbolta hjá Val Sossa fullyrðir að mikill munur sé á starfinu í fótbolta hjá Val eftir kynjum. Foreldrarnir í yngri flokkunum hafi oft spurt hvernig standi á því, sérstaklega þeir sem eiga bæði stráka og stelpur sem æfa fótbolta. „Ég veit að þetta er rétt þar sem ég er uppalinn Valsari og hef fylgst vel með starfinu og á núna strák í fót- bolta hjá Val í 4. flokki og reyni að gera allt þar sem ég get til að efla félagsstarfið og verið virk í for- eldrastarfinu, en þetta er bara tvennt ólíkt. Karlamegin hafa oft verið aðkeyptir þjálf- arar sem stoppa yfir- leitt stutt. Þetta er reyndar að breytast núna, t.d. er Bjössi að þjálfa hjá okkur og Freyr Alexandersson er kominn í karlabolt- Valsblaöiö 2010 Selma Dís Scheving þriggja ára dóttir Sossu er alvön að taka á móti bikurum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.