Valsblaðið - 01.05.2010, Page 84

Valsblaðið - 01.05.2010, Page 84
 Ungir Vaisarar Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að fá Friðriksbikarinn og eykur sjálfstraustið flugpún Arna Jnnsdúttir er 16 ára og leikur fútholta með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins Hugrún Arna hefur æft fótbolta með Val frá því hún var 7 ára. Hún byrjaði í Val vegna þess að bróðir pabba hennar er ntikill Valsari og hún fór ásamt systur sinni, Helgu Birnu í Sumarbúðir í borg hjá Val þegar þær voru yngri og fengu þá báðar áhuga á fótbolta. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn í haust? „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem þetta eykur sjálfstraustið og gerir mann enn ákveðnari í að komast sem lengst.Tilfinningin var mjög góð“. Stuðningur foreldra? „Þegar ég var yngri keyrðu foreldrar mínir okkur syst- urnar og sóttu á allar æfingar þar sem við búum í Grafarvoginum og þau reyna að mæta á alla leiki sem ég spila og systur mínar eru líka duglegar að mæta. Stuðn- ingur frá fjölskyldu skiptir öllu máli þar sem það er gott að vita að þau styðja við bakið á manni sama hvernig gengur og hvetja mann til dáða.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okkur gekk ótrúlega vel í sumar en það hefði mátt enda betur.Við unnum 7 mót af 8, unnum þar á meðal Dana Cup og bikar- inn. Við urðum ekki Islandsmeistarar en lentum þar í 2. sæti. Hópurinn núna í 2. flokki er mjög sterkur og það verður mikil samkeppni sem er bara gaman. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með þá þjálf- ara sem ég hef haft og ég held að það sé ekki að fara að breytast svo lengi sem ég verð í Val.“ Skemmtileg atvik? „Miðnæturmótið á Siglufirði sem við fórum á þegar ég var á yngra ári í 3. flokki var öðruvísi reynsla en við vorum vanar þar sem við spiluðum á nóttunni og sváfum fram eftir deginum. Ekki skemmdi það fyrir að við unnum mótið. Það skemmtilegasta held ég samt að sé 1. sætið á Dana Cup í sumar.“ Fyrirmyndir í boltanum? „Ég ákvað þegar ég var lítil að Dóra Stefáns. yrði mín fyrirmynd og svo er það líka Katrín Jónsdóttir, Ryan Giggs og fleiri Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Það þarf mikinn metnað, æfingu, sjálfstraust og ákveðni í að ná langt og auðvitað gott mataræði og svefn. Maður getur alltaf bætt sig eitthvað í öllu og það er margt sem ég þarf að bæta mig í, ég þarf t.d. að styrkja mig.“ Hvers vegna fótbolti? „Ég veit eigin- lega ekki hvers vegna ég hafði áhuga á að byrja í fótbolta. Ég hef ekki æft aðrar íþróttagreinar sérstaklega. Prófaði samt auðvitað margt, var reyndar í Tae Kwon Do þegar ég var lítil þar til ég valdi fót- boltann fram yfir, fór líka á eina hand- boltaæfingu og eina körfuboltaæfingu hjá Fjölni." Hverjir eru þínir framtíðardraumar? „Ég stefni auðvitað á að komast sem lengst, meistaraflokk Vals til að byrja með og svo væri líka gaman að fara eitt- hvert út í nám og spila fótbolta." Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik Friðriksson 11. maí 1911“ Hvað finnst þér að Valur eigi að gera til að fagna 100 ára afmælinu? „Hmm, til dæmis halda gleðidag fyrir krakkana, afmælistónleika og eitthvað meira snið- ugt.“ Ualsblaðið 1967 100 DRENGIR Á ÆFINGD Úr viðtali við Lárus Loftsson þjálfara 5.flokks Já, í sumar hef ég verið aðeins einn með flokkinn, og það er of lítið, því þegar flestir koma á æfingarnar eru þeir um og yfir 100, sem svo fækkar þegar drengirnir fara í sveit og sumarfrí. Að mínu viti þyrftu að vera þrír menn, sem önnuðust 5. flokk, ef um einhverja verulega kennslu og tilsögn ætti að vera. Það ætti að vera allt að því þegnskylda innan Vals, að þeir sem komast í kapplið í öðrum og fyrsta aldursflokki, verði að koma og sinna æfingum hjá yngri flokkun- um, einn til tvo mánuði á sumri hverju. Það þyrfti ekki að vera lengri tími, en það gæti haft gífurlega þýðingu fyrir drengina, sem komnir eru í Val til þess að fá til- sögn í leiknum og kennslu. 84 Valsblaðið 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.