Valsblaðið - 01.05.2010, Page 87
Karlaliðið hársbreidd
frá úrvalsdeildarsæti
og kapp lagtá að
fjölga yngri iðkendum
Skýrsla körfuknattleiksdeildar
Guðrhundur Kristjánsson öruggur.
Miklar sviptingar voru í starfi körfuknatt-
leiksdeildar Vals árið 2010. Meistara-
flokkur karla mætti Haukum í baráttunni
um laust sæti í úrvalsdeild en beið lægri
hlut og meistaraflokkur kvenna féll úr
úrvalsdeild. Þessi úrslit ollu vonbrigðum
enda stefna Valsmenn að því að vera með-
al þeirra bestu í öllum greinum. Mikil
gróska er hjá yngri flokkum og eigum við
Valsmenn marga upprennandi körfuknatt-
leiksmenn í þeim hópi. Litlar breytingar
urðu í hópi þjálfara, bæði hjá yngri- og
meistaraflokkum körfuknattleiksdeildar
og litlar breytingar urðu á leikmannahóp-
um meistaraflokka deildarinnar. Yngvi
Gunnlaugsson þjálfar nú báða meistara-
flokka deildarinnar og tók hann við meist-
araflokki karla árið 2009 en við meistara-
flokki kvenna 2010. Meistaraflokkur karla
fór vel af stað á undirbúningstímabilinu
og vann hið árlega hraðmót Vals sem
haldið var í 20. sinn haustið 2010.
Reykjavíkurmeistarar ílO.flokki kvenna íkörfubolta 2010. Selma Skúladóttir,
Elsa Rún Karlsdóttir, Sara Diljá Sigurðardóttir, Gréta Sóley Arngrímsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir, Margrét Ósk Einarsdóttir,
Berglind Rós Bergsdóttir, Sœunn Eyja Steinþórsdóttir, Birgir Mikaelsson þjálfari.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals
2010-2011:
Lárus Blöndal, formaður
Torfi Magnússon
Elínborg Guðnadóttir
Gunnar Zoega
Einar Örn Jónsson
Meistaraflokkur karla
Yngvi Gunnlaugsson þjálfaði meistara-
flokk karla keppnistímabilið 2009 til
2010. Honum til aðstoðar var Lýður
Vignisson, yfirþjálfari yngri flokka.
Miklar breytingar urðu á Valsliðinu þeg-
ar Yngvi tók við því og voru aðeins tveir
leikmenn frá fyrra tímabili í leikmanna-
Valsblaðið 2010