Valsblaðið - 01.05.2010, Side 88

Valsblaðið - 01.05.2010, Side 88
Meistaraflokkur Vals í körfuknattleik 2010: Aftari röðfrá vinstri: Yngvi Gunnlaugssoh, þjálfari, Þorgrímur Guðni Björnsson, Sverrir Ingi Oskarsson, Kolbeinn Soffíuson, Hörður Helgi Hreiðarsson, Björgvin Rúnar Valentínusson, Alexander Dungal, Hörður Kristján Nikulásson og Lárus Blöndaljormaður körfuknattleiksdeildar Vals. Fremri röð frá vinstri: Benedikt Blöndal, Páll Fannar Helgason, Snorri Páll Sigurðsson, Pétur Þór Jakobsson, Gylfi Geirsson, Sigmar Páll Egilsson.fyrirUði og Guð- mundur Kristjánsson. hópi í upphafi tímabils. Það bættust því margir nýir leikmenn í hópinn og náðu þjálfari og leikmenn vel saman og náðu að vinna níu leiki í röð þegar mest var. Munaði litlu að Valsmenn ynnu sér sæti í úrvalsdeild, en liðið tapaði í umspili um laust sæti í úrvalsdeild fyrir Haukunt. Litlar breytingar urðu á meistaraflokki karla fyrir yfirstandandi tímabil. Yngvi Gunnlaugsson er á sínu öðru ári með lið- ið og er leikmannahópur nær óbreyttur frá fyrra tímabili. Tveir nýir leikmenn eru í meistaraflokki, þeir Calvin Wooten frá Bandaríkjunum og Hörður Kristján Nikulásson (ÍA). Þrír leikmenn sneru aft- ur að Hlíðarenda eftir skamma fjarveru, þeir Alexander Dungal, Gylfi Geirsson (Breiðablik) og Páll Fannar Helgason (Snæfell) og einn leikmaður kemur nýr upp úr yngri flokkum, Benedikt Blöndal. Nokkrir leikmenn eru farnir til annarra liða; Benedikt Pálsson (Þór Ak.), Byron Davis (Bandaríkin), Daniel Kazmi (Snæ- fell) og Guðmundur Ásgeirsson (ÍG). Fyrir í meistaraflokki eru Björgvin Rúnar Valentínusarson, Guðmundur Kristjáns- son, Hörður Helgi Hreiðarsson, Pétur Þór Jakobsson, Sigmar Páll Egilsson, Snorri Páll Sigurðsson og Þorgrímur Guðni Björnsson. Benedikt leikur jafnframt með drengja- og unglingaflokki og þeir Pétur, Snorri og Þorgrímur með ung- lingaflokki. Meistaraflokkur kvenna Valur teflir fram meistaraflokki kvenna í körfuknattleik fjórða keppnistímabilið í röð. Meistaraflokkur kvenna var endur- vakinn haustið 2007 en þá hafði ekki ver- ið meistaraflokkur kvenna frá 1996. Ari Gunnarsson þjálfaði liðið keppnistíma- bilið 2009-2010 en því miður gekk ekki sem skyldi og féll liðið úr úrvalsdeild. Yngvi Gunnlaugsson tók við liðinu af Ara Gunnarsyni fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Yngvi þekkir kvenna- körfuna vel, en hann þjálfaði meistara- flokka Hauka með góðum árangri áður en hann tók að sér meistaraflokka Vals. Nokkrar breytingar urðu á leikmanna- hópi fyrir yfirstandandi tímabil. Nýir leikmenn eru Agne Zegyté (Litháen), Júlíanna Hálfdánardóttir (Skallagrímur), María Björnsdóttir (Snæfell), Sigrún Skarphéðinsdóttir (KR) Unnur Lára Asgeirsdóttir (Haukar) og Þóra Húgós- dóttir (UMFL). Nokkrir leikmenn skiptu í önnur félög fyrir yfirstandandi tímabil. Þórunn Bjarnadóttir fór í Hauka, Hrund Jóhannsdóttir í Keflavík og Dranadia Roc sneri aftur til Kanada. Valur b og Valur old boys Hjá körfuknattleiksdeildinni eru tvö eldri Iið, fyrir utan meistaraflokk karla, sem æfa og taka þátt í mótum fyrir hönd félagsins en það er Valur b og Valur old boys. Valur b hefur tekið þátt í annarri deildinni í mörg ár og urðu síðast íslands- meistarar b liða 2008, en féllu út í fjög- urra liða úrslitum árið 2010. B lið Vals er að uppistöðunni til fyrrverandi leikmenn meistaraflokks Vals og hefur hópurinn stækkað jafnt og þétt undan farin ár. Val- ur old boys æfa tvisvar í viku og taka þeir þátt í mótum bæði innanlands og utan. Með þessum tveimur liðum hefur körfuknattleiksdeild Vals bakland með yfir 40 félagsmönnum sem styðja við deildina með einum eða öðrum hætti. Fjáraflanir Meistaraflokkar deildarinnar hafa staðið sig vel í fjáröflunum undanfama vetur og er framlag leikmanna til fjáröflunar mjög mikilvægt fyrir starfið. Stjórn deildarinn- ar þakkar sérstaklega öllum leikmönnum og öðrum sem komið hafa að fjáröflun- unum í vetur. Svali Björgvinsson og Ragnar Þór Jónsson stýra fjármálaráði deildarinnar eins og undanfarin ár. Yngri flokkar Mikil vinna hefur átt sér stað síðastliðið ár hjá yngri flokkum körfuknattleiks- deildarinnar. Helsta verkefni 2009-2010 tímabilsins var að viðhalda þeim iðkend- um sem voru hjá félaginu frá því árið áður en nokkuð hefur borið á fækkun iðkenda síðastliðin ár. Eitthvað hefur orð- ið um fjölgun iðkenda á aldrinum 6-11 ára en að sama skapi er eitthvað um brottfall í eldri flokkum. Iðkendafjöldi er því svipaður í ár og árið á undan þó svo að endanlegar tölur um fjölda iðkenda liggja ekki fyrir. Lýður Vignisson var ráðinn yfirþjálfari yngri flokka vorið 2009 og var ráðning hans mikil lyftistöng fyrir yngriflokka- starfið. Lýður hefur lagt áherslu á að 88 Valsblaðið 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.