Valsblaðið - 01.05.2010, Page 89
Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik 2010-2011. Efri röð frá vinstri: Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari, Júlíana Hálf-
dánardóttir, Unnur Lára Asgeirsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir, María Björnsdóttir, Kristín Oladóttir. Neðri röðfrá vinstri:
Elín Karlsdóttir, Þóra Hugósdóttir, Agne Zegyté, Berglind Ingvarsdóttir. A myndina vantar Sigríði Viggósdóttur, Lovísu Guð-
mundsdóttur og Hafdísi Helgadóttur.
koma þjálfaramálum yngri flokka í fast-
ari skorður en algengt hefur verið að iðk-
endur fái nýja þjálfara á hverju ári. Það
er mikið ánægjuefni að lítil endurnýjun
varð í þjálfarateymi yngri flokka fyrir
veturinn 2010-2011. Sigurður Sigurðar-
son hætti sem þjálfari stúlknaflokks sök-
um vinnu og var Birgir Mikaelsson ráð-
inn í hans stað. Þá varð Guðrún Baldurs-
dóttir að hætta með minnibolta kvenna,
einnig vegna vinnu, og var í hennar stað
ráðin Dagný Brynjarsdóttir. Vill körfu-
knattleiksdeildin þakka Sigurði og Guð-
rúnu fyrir vel unnin störf.
Á tímabilinu 2009-2010 tókst að afla
upplýsinga um rúmlega 90% þeirra iðk-
enda sem æfa hjá félaginu. Þetta auð-
veldar öll samskipti við iðkendur og for-
eldra þeirra og auðveldar nýjum þjálfur-
um í framtíðinni alla vinnu við að komast
í tengsl við iðkendur.
Árangur yngri flokka í mótum hefur
verið ágætur og í raun svipaður á síðast-
liðin ár. Helst ber að nefna í karlaflokk-
um að unglingaflokkur komst í undanúr-
slit íslandsmótsins. í kvennaflokkunum
er framtíðin mjög björt en á haustmánuð-
um 2010 urðu 10. flokkur kvenna
Reykjavíkurmeistarar og spila bæði 10.-
og stúlknaflokkur í efstu riðlum íslands-
mótsins.
Yngpi flokkar 2009-2010
Unglingaflokkur
Þjálfari: Lýður Vignisson.
Uppistaðan í flokknum voru leikmenn
sem æfa með meistaraflokki. Höfðu á að
skipa mjög sterku liði sem var með þeim
sterkari á íslandi. Liðið endaði í 3.-4.
sæti í deildarkeppni og var aðeins einum
sigri frá því að sigra deildarkeppnina.
Liðið féll út í undanúrslitum gegn
Islandsmeisturum Hauka eftir spennandi
lokamínútur.
Leikmaður ársins: Snorri Sigurðsson
Drengjaflokkur
Þjálfari: Lýður Vignisson.
Drengjaflokkur tók miklum framförum
frá því árið á undan og var nálægt því að
vinna sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið
hefur verið um brottfall iðkenda í þess-
um flokki á undanförnum árum sem hef-
ur hamlað því að liðið sé samkeppnis-
hæft og var eingöngu einn leikmaður á
eldra ári í þessum flokki og gat hann lítið
spilað vegna meiðsla og leikjaálags í öðr-
um flokkum (unglinga- og meistara-
flokki).
Leikmaður ársins: Bergur Ástráðsson.
ll.flokkur
Þjálfari: Lýður Vignisson.
11. flokkur spilaði í C-riðli í allan vet-
ur þar sem að liðið var yfirleitt um miðj-
an riðil. Það voru eingöngu 5 leikmenn .
skráðir til leiks með flokknum í upphafi
vetrar og því þurfti að fylla upp í flokk-
inn með leikmönnum úr 9. og 10. flokki
sem allir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir
mikið leikjaálag í vetur og að vera spila
upp fyrir sig. Liðið komst í aðra umferð
bikarkeppninnar eftir frábæran sigur
gegn ÍA en tapaði svo gegn feikisterku
KR liði í annarri umferð keppninnar.
Leikmaður ársins: Benedikt Blöndal
Mestar framfarir: Alfreð Dal Sveinsson
Besta ástundun: Benedikt Blöndal
9-10. flokkur
Þjálfarar: Lýður Vignisson og Þorgrím-
ur Guðni Björnsson.
Alls voru 16 strákar sem æfðu í vetur
og þar af komu 4 nýir leikmenn inn í
flokkinn sem voru á sínu fyrsta ári.
Strákarnir í 9. flokki byrjuðu í B-riðli
fslandsmótsins en féllu niður í C-riðil
eftir að hafa tapað með 1 stigi í úrslita-
leik um að halda sér í riðlinum. I næsta
móti töpuðu strákarnir úrslitaleik um að
komast upp úr riðlinum þar sem þeir
unnu 3 leiki mjög sannfærandi og voru
Valsblaðlð 2010
89