Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 104

Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 104
Valsblaðið 2010 auðvitað verið skemmtileg- ast. Strákunum var m.a. boðið upp á skoðunarferð um eyjarnar í rútu, síðan var stórskemmtileg bátsferð sem vakti stormandi lukku og enga sjóveiki. Síðan skoðuðu drengimir „Pompei norðursins“ þar sem verið er að grafa upp hús sem urðu vikri að bráð í gosinu 1973, en það er áætlað að grafa upp 7-10 hús. Sumir strákanna fengu að prófa þjóðaríþrótt þeirra Eyjamanna, sprangið, og höfðu mikið gaman af því að prófa sig áfram í þeirri ágætu íþrótt. Síðan buðu Eyjamenn upp á glæsilega kvöldvöku og fleira skemmtilegt stóð strákunum til boða þessa frábæm mótadaga. Prúðmennskubikarinn að Hlíðarenda Valsmenn unnu að þessu sinni stærsta, og að sumra mati, eftirsóttasta bikarinn, prúðmennskubikarinn, sem var afhentur því liði sem þótti bera af sakir prúð- mennsku í leik og utan vallar. Það verður að segjast að öll umgengni dr'engjanna var til stakrar prýði meðan á mótinu stóð og þeir höfðu greinilega kjörorðið „látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði" að leiðarljósi á meðan á mótinu stóð. Ann- ars var frábært að sjá til drengjanna á lokahófinu sem án efa ólu í brjósti sér þá von að fá nú einhvern bikar til að fara með heim og viti menn, stærsti og flott- asti bikarinn féll þeim í skaut og þvílík fagnaðarlæti sem brutust út meðal Vals- drengja, einsog þeir hefðu unnið sjálfan heimsmeistaratitilinn, slík var ánægjan. Flugferðin heim var farin stuttu eftir lokahófið og voru strákarnir allir sem einn með bros sem náði allan hringinn svo ánægðir voru þeir með þennan frá- bæra bikar eftir aldeilis frábært mót. Sannarlega mikill efniviður í frábæra Valsmenn hér á ferð. Það er rík ástæða fyrir unga Valsmenn sem ekki hafa farið á Shellmót í Eyjum að byrja að hlakka til þeirrar ferðar, ég fullyrði að þessi skemmtilega ferð á eftir að sitja í minningu þeirra sem fóru á þetta mót langt fram á fullorðinsár. Með VALS-kveðju og kæru þakklæti til allra þeirra sem gerðu þessa ferð mögulega. Sigurður Hallmann Isleifsson, liðs/fararstjóri á Shellmóti sumarið 2010. milli liðanna með tilheyrandi spennu og ákafa drengjanna sem tóku þátt og þeirra sem stóðu í áhorfendastæðunum. í skrúðgöng- unni slæddist með okkur mynda- ikumaður frá Stöð2 sem tók mikið af yndum af drengjunum sem voru allir :m einn til í að láta ljós sitt skína fyrir ikumanninn og birtust myndir af hers- igunni í íþróttaþáttum stöðvarinnar. Leikir liðanna fóru fram á áðurnefndum völlum og var keppt eftir n.k. styrkleika- flokkun fyrsta daginn og miðast mótið við að ná að etja saman sem jöfnustum liðum í úrslitum mótsins til að gefa öll- um liðum sem jafnasta möguleika á að ná árangri. Þessi aðferð hefur reynst þeim Eyjamönnum vel og verður ekki annað sagt en að hún hafi virkað vel. Öll- um liðum Vals gekk vel þó að ekki hafi þau náð að spila í úrslitaleikjum um bik- arana 13 sem í boði eru á mótinu. Vals- menn áttu fulltrúa í pressuliði mótsins og var það Birgir Valur Birgisson sem hlaut þann heiður. Á mótinu er venja að velja landslið og pressulið úr liðum mótsins til að spila sýningaleik sem landsliðið vann að þessu sinni. Ýmis skemmtileg atvik Það yrði of langt mál að telja upp öll þau bráðskemmtilegu atvik sem gerð- ust á þessu móti hjá Valsliðinu en þó verður að segja frá því þegar atvinnu- knattspyrnumaðurinn og Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson gekk inn á vall- arsvæðið á Helgafellsvellinum og augu allra 9-10 ára gutta á svæðinu mændu á goðið eins og naut á nývirki. Ein Valsmamman gekk til hans og spurði hvort hann væri ekki til í að sitja fyrir á mynd hjá Valsmönnum og Hemmi var aldeilis til í það. Það hefur aldrei verið auðhlaupið að halda Hemma Hreiðars niðri en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sést hvar honum er haldið kyrfilega niðri af 10 ára gutta úr VAL á meðan á myndatökunni stendur. Það var auðvitað meira skemmtilegt að gerast á þessu móti en bara fótbolti, þó það hafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.