Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 105

Valsblaðið - 01.05.2010, Síða 105
Markmiðið er að komast í meistara- flokkinn hjá Val Breki Bjarnason er 16 ára gamall og leikur fótbolta með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins Breki hefur æft fótbolta hjá Val síðan hann var að klára leikskólann en þá fékk einn leikskólakennarinn hann til að prófa að mæta á æfingu hjá Val, en hún lék þá með meistaraflokki kvenna í Val. Hvaða þýðingu hefur það fvrir þig að hafa fengið Friðriksbikarinn í haust? „Þetta er auðvitað mikill heiður og viður- kenning. Ég lít á þetta sem hvatningu um að gera enn betur og leggja mig enn meira fram.“ Stuðningur foreldra? „Foreldrar mínir hafa stutt mig mikið í tengslum við fót- boltann og bara í flestu öðru sem ég hef áhuga á. Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning foreldra og fjölskyldu, sama hvort það sé fótbolti eða eitthvað annað.“ Hvernig gekk ykkur í sumar? „Sumar- ið hjá okkur var vel heppnað. Gengi okk- ar á íslandsmótinu var upp og ofan en svo náðum við að springa út á Rey Cup. Fyrir Rey Cup bjuggust ekki margir við því að við myndum vinna meira en einn leik en við komum öllum á óvart með því að fara alla leið í úrslitaleikinn á mótinu. Þótt hann tapaðist síðan í vító þá getum við verið mjög stoltir af árangrinum. Þetta hefði aldrei getað gerst ef hópurinn hefði ekki verið svona samheldinn og frábær og svo má ekki gleyma hlutverki Donna þjálfara sem fór á kostum í ræð- um sínum fyrir leiki. Hópurinn getur ver- ið mjög sáttur með surnarið." Skemmtileg atvik úr boltanum? „Ég man vel eftir eina rauða spjaldinu mínu á ferlinum. Ég var á yngra ári í 4. fl. og við vorum á móti í Danmörku. Við vorum að keppa úrslitaleik um efsta sætið í riðlin- um okkar. í miðjum leik stoppaði dómar- inn leikinn og gaf mér gult spjald fyrir að vera með úr. Ég tók úrið af mér og hélt áfram en nokkrum mínútum seinna stoppar hann leikinn aftur. Þá gefur hann mér annað gult spjald fyrir að vera með hálsmen á mér og rak mig út af. Núna er alltaf það seinasta sem ég geri áður en ég hita upp er að passa að ég sé búinn að taka allt af mér.“ Fyrirmyndir í boltanum? „Hér heima eru það Valsararnir Atli Sveinn og Guðni Bergs. Annars eru Michael Essien og Tomas Rosicky í miklu uppáhaldi." Hvað þarf til að ná langt í fotbolta eða íþróttum almennt? „Andlega hliðin verður að vera í lagi. Þú getur haft gríð- arlega mikla hæfileika en ef andlega hlið- in er ekki í lagi þá nær maður ekki langt. En ef hún er í lagi og þú ert tilbúinn að leggja á þig þá getur þú náð eins langt og þú vilt. Það sem ég þarf helst að bæta mig í er að halda stöðugt áfram að bæta grunntæknina og að styrkja mig líkam- lega.“ Hvers vegna fótbolti? „Fótbolti er bara langskemmtilegasta íþróttin. Ég byrjaði reyndar í karate á sama tíma og ég byrj- aði í fótbolta en missti áhugann smám saman og hætti þegar ég fór á eldra ár í 4. flokki. Var líklega betri í karate en í fótbolta á þeim tíma en fannst fótboltinn skemmtilegri og sé alls ekki eftir því að hafa einbeitt mér að honum.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í fótbolta? „Mín framtíðarmarkmið í fót- boltanum er að komast í meistaraflokk- inn hjá Val. Auðvitað dreymir mann um að fara enn lengra en þetta er alveg nógu stórt markmið í bili og alltaf hægt að stefna hærra þegar þangað er náð.“ Telur þú að meistaraffokkur Vals í karlafótbolta eigi eftir að ná titlum á næsta tímabili? „Ég held að það sé ekki hægt að búast við titlum á næsta tímabili. Það er verið að byggja upp nýtt ungt lið W4JWB og það tekur sinn tíma. Auðvitað getur allt smollið saman og við verðum í topp- baráttu en það er raunhæfara markmið að hugsa um titla á næstu 2-4 árum. f sam- bandi við yngri flokka starfið þá er ég mikið inni í því enda að þjálfa 6. og 5. flokk karla. Þar líst mér mjög vel á þró- unina enda er búin að vera gríðarleg fjölgun á undanförnum árum. Ég held að það sé betri aðstöðu og stöðugari þjálfun að þakka. Það eru margir efnilegir leik- menn í yngri flokkunum sem gætu spilað fyrir meistaraflokk Vals einn daginn." Hvernig flnnst þér að eigi að effa starf- ið í yngri ffokkunum hjá Val í fót- bolta? „Það er búið að gera margar jákvæðar breytingar í yngri flokka starf- inu á undanförum árum. Sú besta er klár- lega bætt aðstaða. Bara það að þurfa ekki að æfa hjá öðrum félögum í Reykjavrk og geta alltaf verið á Hlíðarenda er frá- bært. Það má samt klárlega bæta tengsl meistaraflokks við yngri flokkanna karla- megin. Það hefur gengið mjög vel kvennamegin og myndi bæði styrkja yngri flokkana og meistaraflokkinn." Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl- skyldunni? „Það er enginn frægur Vals- ari í fjölskyldunni minni en pabbi er lík- lega helsti Valsarinn, enda er hann í Fálk- unum. Hans helsta íþróttaafrek er líklega sigur á Old Boys fyrirtækjamóti með liði íþróttadeildar RÚV fyrir nokkrum árum.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Sr. Frið- rikFriðriksson ll.maí 1911.“ Hvað finnst þér að Valur eigi að gera til að fagna 100 ára afmælinu? „Kannski leikur milli gamalla Valsstjarna og stráka úr yngri flokkum.“ Valsblaðið 2010 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.