Valsblaðið - 01.05.2010, Side 108
Golfmót Vals var haldið að Urriðavöllum
föstudaginn 11. júní í blíðskaparveðri.
Mótið tókst í alla staði vel, níutíu og tveir
tóku þátt í mótinu, og var völlurinn full-
setinn. Vegleg verðlaun voru í boði, og
almenn ánægja með mótið. Stefanía Mar-
grét Jónsdóttir vann mótið að þessu sinni,
með 38 punkta, í öðru sæti var Haraldur
Örn Pálsson með 37 punkta og í þriðja
sæti Páll Kristjánsson með 37 punkta.
Golfnefnd Vals hefur samið við Golf-
klúbbinn Odd að Urriðavöllum að halda
mótið framvegis þar, og vera á mótaskrá
Odds á Golf.is. Hundrað ára afmælismót
Vals í golfi verður haldið 10. júní næst-
komandi og verður mikið lagt í alla
umgjörð til að gera mótið sem glæsileg-
ast, en stefnt er að því að það verði
hundrað þátttakendur í mótinu. Fyrsta
golfmót Vals var haldið 1991. Ég held ég
halli ekki á neinn þegar ég segi að aðal-
hvatamaður að mótinu hafi verið Garðar
Kjartansson, sem gaf forláta bikar, þann
stærsta á landinu, og keppt hefur verið
um hann síðan. Á hundrað ára afmæli
Vals mun félaginu verða færður þessi
bikar til eignar, og fer hann á minjasafn
Knattspyrnufélagsins Vals til varðveislu,
þannig að í sumar verður keppt um nýjan
veglegan verðlaunagrip. Fulltrúaráð Vals
með Halldór Einarsson í fararbroddi tók
að sér golfmótið í fyrra og skipaði golf-
nefnd til að sjá um mótið. Golfnefnd Vals
er þannig skipuð: Ómar Sigurðsson for-
maður, Pétur Guðmundsson, Arna Gríms-
dóttir, Jón Halldórsson, Kolbrún Frank-
lín, Ingi Rafn Jónsson og Gunnar Þór
Jóhannesson.
Ómar Sigurðsson formaður
golfnefndar Vals skráði
Vel heppnað
og fjölmennt
golfmot Vals