Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 117

Valsblaðið - 01.05.2010, Qupperneq 117
Jónasi Þóri, undirleikara. Gengur vel að fá fólk kórinn? „Kjarn- inn er nú sama fólkið en það bætast alltaf einhver ný andlit í hópinn Allt Valsarar? „Nei, það er þama t.d. ein mamma sem á efnilegan dreng í hand- boltaliði FH. Flestir hafa þó einhver tengsl við Val eða tengjast meðlimum kórsins. Margir búa í nágrenni Hlíðarenda." Hvetur þú ekki Hlíðabúa og Valsara hvar sem er að ganga til liðs við kór- inn? „Ekki spurning. Nú er afmælisár framundan svo það yrði gaman ef kórinn myndi eflast og fjölga í röddum. Kórinn er annars ágætlega mannaður. Við erum um tuttugu og fjögur sem mætum reglu- lega á æfingar. Mjög góður hópur.“ Kórinn er heppinn með stjórnanda. „Við vorum alveg einstaklega heppinn að fá Báru Grímsdóttur til okkar. Hún bæði útsetur og semur fyrir kórinn og er mjög fagleg í sínu starfi. Bára hefur mikinn metnað fyrir hönd kórsins sem er á mik- illi uppleið.“ Hvað stendur til hjá kórnum á 100 ára afmæli Vals? „Það stendur nú ýmislegt til. Það á víst að efna á ný til þrettándahá- tíðar á Hlíðarenda, kórinn mun koma að henni, við mætum allavega til að syngja með. í maí er svo sjálft afmælið. Þá verð- ur heilmikið húllumhæ og síðan eru það vortónleikarnir. Svo er hugsanlega eitt- hvað meira í pípunum sem ekki er alveg klárt núna. Kórinn vill endilega láta til sín taka innan félagsins þar sem það á við og taka þátt í þeim viðburðum sem hér eru. Við tengjumst þessu félagi og hér eigum við heima. Okkur finnst mjög gaman af því að kórinn er nýlega farinn að taka þátt í athöfninni á gamlársdag þegar íþróttamaður Vals er tilnefndur. Valur er eina íþróttafélagið á íslandi sem er með kór innan sinna vébanda. Það er bara mjög sérstakt. Við höfum líka glæsi- lega aðstöðu bæði íþróttahúsið og félags- aðstöðuna og svo að sjálfsögðu Frið- rikskapellu sem við notum óspart." Þú sjálf kemur víða við í félagsstarf- inu? Þú ert ekki bara formaður kórsins. „Nei, ég er formaður kórsins og móðir og svo hef starfað í heimaleikjanefnd meist- araflokks karla í knattspyrnu í sex til sjö ár. Ætli ég fari nú ekki að draga mig út úr þessu, ja, reyndar er systursonur minn kominn í liðið núna, það er aldrei að vita nema ég haldi eitthvað áfram. Annars var ástæðan fyrir því að ég dróst inn í þetta að sonur minn, Birkir Már Sævarsson, lék með meistaraflokki áður en hann hélt til Noregs. Þegar hann á sínum tíma fór að banka þar á dymar fór ég að vera í kringum liðið. Ég var alltaf hérna. Við höfum alltaf fylgt báðum strákunum í allt. Mætt á flest alla leiki. Það þarf að vera mikið að, eða mikið að gera til að við mætum ekki á leik. Það var árið 2004 að ég tók að mér sjá um að gefa báðum liðum mat eftir leiki og plataði Eddu vin- konu mína með mér í það. Þá hafði umgjörðin í kringum liðið ekki verið alveg eins og menn vildu. Njáll Eiðsson var þá að þjálfa hér og svo hélt ég áfram eftir að Willum kom. Þá fór ég nú reynd- ar að gefa strákunum líka að borða fyrir leik. Það var eitthvað sem Willum hafði kynnst hjá KR. Maturinn var nú oftast eldaður í litla eldhúsinu mínu í Eskihlíð- inni. Einn leikur hjá meistaraflokki karla var alveg tveggja daga undirbúningur hjá okkur. Þetta var alveg rosalega gaman og strákarnir voru alveg sérlega þakklátir." Svo er bóndinn, Sævar Geir Gunnleifs- son, liðsstjóri meistaraflokks? „Jú, en hann er líka í kómum svo þetta er óskap- lega þægilegt. Við göngum mikið hingað að Hlíðarenda því auk kórsins og alls hins komum við hingað á hverjum laug- ardagsmorgni og tippum og reyndar er hann líka í Fálkunum. Mér finnst ég vera annan hvern dag hér á Hlíðarenda og mér leiðist það ekki því ég er mjög stolt af því að vera Valsari." Eftir Jón Guðmundsson Guðmundur Ingimundarson fæddur 26. október 1924 dáinn 13. júlí2010 Kveðja fná Knattspyrnufélaginu Val Við Valsmenn viljum í nokkrum orð- um minnast fallins félaga. Það var dæmi- gert fyrir Guðmund Ingimundarson og hans trúmennsku að hans starfsferill var aðeins tileinkaður einu fyrirtæki og svo sannarlega átti aðeins eitt íþróttafélag hug hans allan. Valsmenn sem til Guðmund- ar þekktu minnast manns sem var hóg- vær en eljusamur og var ávalt tilbúinn að leggja sitt af mörkum þar sem þörfin var. Guðmundur varð aldrei íþróttahetja í þeim skilningi sem við leggjum í orðið í dag þótt knattspyrna ætti hug hans allan. En sem félagsmálamaður var hann tvímæla- laust hetja og hjálparhella að Hlíðarenda. Guðmundur sinnti stjómarstöfum í skíða- og knattspymudeildum Vals og sinnti störfum í fjölda nefnda svo sem móta- nefnd, minjanefnd, húsnefnd svo eitthvað sé nefnt auk þess sem hann þjálfaði knatt- spyrnu. Guðmundur var maður orða sinna og þegar hallaði undan fæti í starfi skíða- deildarinnar, sem rak á þeim tíma skála í Sleggjubeinsdal, lofaði Guðmundur þvf að hann skyldi ávalt vera til staðar í skál- anum á ákveðnum tíma. Guðmundur stóð við sitt þótt mæting hefði ekki verið sem skyldi skipti eftir skipti. Samferðamenn Guðmundar í Val minnast afar vand- aðs manns með þakklæti í huga. Eins og framámaður í félaginu komst eitt sinn að orði er Valur ekkert nema, „ég -þú og allir hinir“. Þannig verður það ávallt og styrk- leiki félagsins byggir á trúmennsku og stuðningi sinna félagsmanna, félaga eins og Guðmundar Ingimundarsonar. Knatt- spyrnufélagið Valur stendur í þakkar- skuld við góðan félaga sem nú er fallinn Valsblaðið 2010 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.