Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 118

Valsblaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 118
Minning frá. Hann var alla tíð sannur Valsmaður sem fyrr á árum lagði hönd á plóg og skóp ásamt öðrum með ötulu starfi sínu grunn að því blómlega starfi og þeim góða anda sem við þekkjum á Hlíðarenda í dag. Nú þegar hundrað ára afmæli félagsins nálgast verðum við sem í dag störfum fyrir félagið að leggja áherslu á að halda á lofti sögu Vals og nöfnum þeirra fjölmörgu Vals- manna sem tóku virkan þátt í starfi félags- ins í gegnum árin. Guðmundur vann árum saman óeigingjarnt starf fyrir Val og fyr- ir það vill Knattspyrnufélagið Valur þakka við þessi tímamót. Allir Valsmenn standa í þakkarskuld við þann góðan félaga sem við kveðjum í dag. Ég vil hér fyrir hönd Knattspyrnufélagsins Vals senda fölskyldu Guðmundar Ingimundarsonar innilegar samúðarkveðjur. Höröur Gunnarsson, formaöur Vals Hjálmar Breiðfjörð Jóhannsson, pípu- lagningameistari fæddur 22. júli' 1922 dáinn 27. janúar Z010 Hjálmar var einn af þessum fjölmörgu Valsmönnum sem unnu félagi sínu af heilu hjarta. Segja má að hann hafi verið fædd- ur Valsmaður. Hann kynntist Knattspyrnu- félaginu Val á sínum yngri árum og æfði og lék með félaginu á uppvaxtarárum sín- um. Alla ævi sína fylgdist hann með sínu félagi af miklum áhuga og sótti nær alla kappleiki sem hann gat hvort sem þeir fóru fram í Reykjavík eða úti á landi. Hjálmar lét það ekki aftra sér á sínum síðustu ævi- árum að sækja leiki Vals þó svo fæturnir væru farnir að gefa sig. Eiginkona Hjálmars var Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir og eignuðust þau 4 böm. Sem fyrr segir var Hjálmar ötull fylgismaður Knattspyrnufélagsins Vals og efalaust muna einnig fjölmargir eftir hon- um þar sem hann sat á sínum bás í Kola- portinu og seldi myndir eftir sig og önn- ur handverk. Knattspyrnufélagið Valur kveður og þakkar Hjálmari Br. Jóhannssyni sam- fylgdina og sendir fjölskyldu hans bestu jóla- og nýárskveðjur. K.H.S. Unnur Jónasdóttir fædd 23. maí 1923 dáin 1. desember 2010 Fallin er frá elskuleg, ástrík, hjartahlý og kraftmikil kona, Unnur Jónasdóttir, 87 ára að aldri, sem sannarlega tengdist okkar ástkæra félagi sterkum böndum. Hún giftist móðurbróður mínum, Her- manni Hermannsyni, sigursælasta mark- verði félagsins árið 1946 og bjó hún þeim og einkadóttur þeirra Gunnfríði fallegt og kærleiksríkt heimili að Sjafnargötu í miðju Valshverfinu. Þau voru sannir höfðingj- ar heim að sækja og þær voru ófáar gleði- stundimar með þeim, enda bæði með óvenju létta lund og verulega gestrisin. Hermann var alla tíð gamansamur gleði- gjafi og Unnur hláturmild og hressandi. Það ríkti alltaf eftirvænting að heim- sækja fjölskylduna, bornar voru fram kræsingar af minnsta tilefni og Hermann tók þá gjarnan upp fiðluna og skapaði réttu stemninguna. Baðstofan á efri hæð- inni var hálfgert minjasafn, að mestu tengt glæsilegum knattspyrnuferli húsbóndans, en hann hélt öllum sínum verðlaunagrip- um vel til haga. Unnur stóð eins og klett- ur við hlið Hermanns og studdi hann með ráðum og dáðum og var aukinheldur á kafi í alls konar félagsstarfsemi, nánast til dauðadags. Hún var á yngri árum í sýningarflokki Ármanns í fimleikum og sýndi meðal ann- ars á Alþingishátíðinni 1944 á Þingvöll- um. Hún starfaði mikið fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og var gerð að heiðursfélaga í Hvöt árið 1997. Hún var í 18 ár formað- ur Mæðrastyrksnefndar og var árið 2001 sæmd Fálkaorðunni fyrir þau göfugu störf. Þá var hún fyrsti formaður Lionsklúbbsins ÝR í Kópavogi og mjög virk í safnaðar- starfí Hallgrímskirkju. Með Unni er geng- inn glæsileg og góð kona, sem studdi eig- inmann sinn og Val af heilum huga. Það var því engin tilviljun að þegar Gunnfríð- ur dóttir þeirra lét skíra frumburðinn sinn þá var hann skírður Valur Snær. Ég vil fyrir hönd okkar Valsmanna og ekki síst öllum þeim sem kynntust þeim hjónum þakka fyrir frábær kynni og megi minning þeirra beggja lifa um ókomin át í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning Unnar Jónasdóttur. Hemmi Gunn Valsblaðið 1973 REGLUSEMI Meira til gamans verður látin fylgja hér með samþykkt sem gerð var í Val fyrir um 25 árum og er í gildi enn, a.m.k. hefur hún ekki verið felld niður að því er bezt er vitað. Hún er þannig: 1. Að leikmenn í fyrsta aldursflokki neyti ekki víns tveim vikum fyrir mót eða einstaka leiki, svo og meðan mót stendur yfir. 2. Að algert bindindi sé á íþróttaferðalögum Vals, þar til síðasti leikur hefur verið leikinn. 3. Að í öðrum aldursflokki verði algjört vínbindindi. 4. Að þeir piltar einir í 3. fl. sem ekki reykja komi til greina í kapplið. 5. Að á æfingum í fjórða flokki verði drengjunum ekki þolað að hafa í frammi ljótt orðbragð eða ósiðlega framkomu og að vítt verði þegar í stað þar sem brotið fór fram, með aukaspymu eða vítaspymu. 6. Að allir þeir, sem mæta fyrir félagið á einhverjum vettvangi, séu ekki undir áhrifum áfengis. Fn'mann Helgason 118 Valsblaðið 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.